Sorglegustu atburðirnir tóku á Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar 19. desember 2013 12:00 Illugi jökulsson reifar sögu sjómanna sem störfuðu við erfiðar aðstæður. Upphaflega hafði Illugi í hyggju að rannsaka slysin og skrifa um þau grein en eftir að hafa grúskað í þessum málum áttaði hann sig á því að grein myndi ekki gera þeim nægilega góð skil, svo úr varð þessi bók. Bókin skiptist í frásagnir bæði um hörmuleg banaslys og einnig aðrar sem enda betur þar sem hluta af áhöfn eða jafnvel allri er bjargað á hetjulegan hátt. Viðtökurnar við bókinni hafa verið góðar, og vonast Illugi til að hún nái að kveikja áhuga á þessum málum, því sagan sé merkileg og mikilvægt að hún gleymist ekki. „Ég fann heimildirnar fyrir bókina í bókum og blöðum. Það er enginn enn á lífi sem lifði þessa atburði svo ég þurfti að reiða mig á ritaðar heimildir. Höfundar á borð við mig munu aldrei ná að þakka vefsíðunni timarit.is nógsamlega fyrir allar heimildirnar sem hún hefur gert aðgengilegar.“ Illugi segir að þetta heimildagrúsk hafi verið erfitt á tímabili vegna þess hve átakanlegar frásagnirnar eru sem hann þurfti að kafa í. „Það sem mér fannst erfiðast var að horfast í augu við glannaskapinn sem fólk sýndi bæði eigin örlögum og annarra. Útgerðarmennirnir sýndu lífi sjómanna oft á tíðum átakanlegt skeytingarleysi, en sægreifarnir í þá daga voru engin lömb að leika sér við, ekki frekar en núna. Eitt dæmið í bókinni segir frá því þegar skipshöfn er bjargað frá bana af öðrum báti en skipstjóri björgunarbátsins er skammaður fyrir vikið. „Þessi tiltekni skipstjóri fékk skömm í hattinn frá útgerðinni fyrir að eyða tíma í björgunarstarf þegar hann átti að vera að sinna sinni vinnu. Munurinn frá því á þessum tíma og núna er hins vegar sá að í dag eru bæði sjómenn og útgerðarmenn til stakrar fyrirmyndar hvað öryggismálin varðar en það var allt annað uppi á teningnum á þessum tíma. Þessir sjómenn, forfeður okkar, voru að takast á við fárviðri í opnum bátum við hörmulegar aðstæður. Einhvern veginn var ætlast til þess að menn þyldu það og litu á það sem eðlilegan hlut hve tvísýnt væri þegar á sjóinn væri farið, hvort þeir myndu eiga þaðan afturkvæmt. Þeir voru syrgðir sem drukknuðu, en ekkert sérstaklega hugað að líðan aðstandenda, engin áfallahjálp eða sálusorgarar eins og í dag.“ Á þessum tíma fórust allt að því hundruð manna í óveðrum á ári hverju, og dæmi voru um að 20 manna áhöfn hyrfi sporlaust á hafi og aldrei hafi spurst til þeirra. „Sjómennskan var sá atvinnuvegur sem blasti við mönnum, hún hjálpaði þeim að sjá fyrir sér og sínum. Sjávarútvegurinn var mjög arðbær þá eins og nú, en það var sorglega lítið gert í öryggismálum. Þessar sögur segi ég og skrifa í læsilegum stíl svo bókin sé aðgengileg sem flestum sem hafa áhuga á að kynna sér þessi mál. Það gnísti þó stundum í tönnum að skrifa um allra sorglegustu atburðina.“ Menning Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Upphaflega hafði Illugi í hyggju að rannsaka slysin og skrifa um þau grein en eftir að hafa grúskað í þessum málum áttaði hann sig á því að grein myndi ekki gera þeim nægilega góð skil, svo úr varð þessi bók. Bókin skiptist í frásagnir bæði um hörmuleg banaslys og einnig aðrar sem enda betur þar sem hluta af áhöfn eða jafnvel allri er bjargað á hetjulegan hátt. Viðtökurnar við bókinni hafa verið góðar, og vonast Illugi til að hún nái að kveikja áhuga á þessum málum, því sagan sé merkileg og mikilvægt að hún gleymist ekki. „Ég fann heimildirnar fyrir bókina í bókum og blöðum. Það er enginn enn á lífi sem lifði þessa atburði svo ég þurfti að reiða mig á ritaðar heimildir. Höfundar á borð við mig munu aldrei ná að þakka vefsíðunni timarit.is nógsamlega fyrir allar heimildirnar sem hún hefur gert aðgengilegar.“ Illugi segir að þetta heimildagrúsk hafi verið erfitt á tímabili vegna þess hve átakanlegar frásagnirnar eru sem hann þurfti að kafa í. „Það sem mér fannst erfiðast var að horfast í augu við glannaskapinn sem fólk sýndi bæði eigin örlögum og annarra. Útgerðarmennirnir sýndu lífi sjómanna oft á tíðum átakanlegt skeytingarleysi, en sægreifarnir í þá daga voru engin lömb að leika sér við, ekki frekar en núna. Eitt dæmið í bókinni segir frá því þegar skipshöfn er bjargað frá bana af öðrum báti en skipstjóri björgunarbátsins er skammaður fyrir vikið. „Þessi tiltekni skipstjóri fékk skömm í hattinn frá útgerðinni fyrir að eyða tíma í björgunarstarf þegar hann átti að vera að sinna sinni vinnu. Munurinn frá því á þessum tíma og núna er hins vegar sá að í dag eru bæði sjómenn og útgerðarmenn til stakrar fyrirmyndar hvað öryggismálin varðar en það var allt annað uppi á teningnum á þessum tíma. Þessir sjómenn, forfeður okkar, voru að takast á við fárviðri í opnum bátum við hörmulegar aðstæður. Einhvern veginn var ætlast til þess að menn þyldu það og litu á það sem eðlilegan hlut hve tvísýnt væri þegar á sjóinn væri farið, hvort þeir myndu eiga þaðan afturkvæmt. Þeir voru syrgðir sem drukknuðu, en ekkert sérstaklega hugað að líðan aðstandenda, engin áfallahjálp eða sálusorgarar eins og í dag.“ Á þessum tíma fórust allt að því hundruð manna í óveðrum á ári hverju, og dæmi voru um að 20 manna áhöfn hyrfi sporlaust á hafi og aldrei hafi spurst til þeirra. „Sjómennskan var sá atvinnuvegur sem blasti við mönnum, hún hjálpaði þeim að sjá fyrir sér og sínum. Sjávarútvegurinn var mjög arðbær þá eins og nú, en það var sorglega lítið gert í öryggismálum. Þessar sögur segi ég og skrifa í læsilegum stíl svo bókin sé aðgengileg sem flestum sem hafa áhuga á að kynna sér þessi mál. Það gnísti þó stundum í tönnum að skrifa um allra sorglegustu atburðina.“
Menning Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira