Topp tíu listinn í kjöri íþróttamanns ársins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. desember 2013 07:00 Aron Pálmarsson var íþróttamaður ársins árið 2012. fréttablaðið/daníel Íþróttaárið 2013 var mjög gott hjá íslensku íþróttafólki og þann 28. desember verða þeir sem sköruðu fram úr heiðraðir í hófi samtaka íþróttafréttamanna og ÍSÍ. Það fer fram í Gullhömrum og verður hófið sýnt í beinni útsendingu á RÚV. Hér má sjá þá tíu íþróttamenn sem koma til greina sem íþróttamaður ársins. Einnig má sjá þrjá efstu í kjöri á þjálfara ársins og liði ársins. Kjörið fór fyrst fram árið 1956 og þetta er því í 58. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna velja íþróttamann ársins. 25 af 26 félögum í SÍ nýttu atkvæðisrétt sinn að þessu sinni. Aron Pálmarsson var kjörinn íþróttamaður ársins í fyrra og hann er aftur á topp tíu listanum í ár. Félagi hans hjá Kiel, Guðjón Valur Sigurðsson, er einnig á topp tíu listanum en þeir eru einu íþróttamennirnir á lista ársins sem hafa hlotið útnefninguna íþróttamaður ársins áður. Alfreð Gíslason var kjörinn þjálfari ársins í fyrra og hann kemur aftur til greina í ár. Kvennalandsliðið í hópfimleikum var lið ársins 2012 og nú er kvennalið Gerplu tilnefnt ásamt knattspyrnulandsliðunum.Þessir íþróttamenn eru tilnefndir sem íþróttamaður ársins árið 2013: Alfreð Finnbogason, knattspyrna Aníta Hinriksdóttir, frjálsar Aron Pálmarsson, handbolti Auðunn Jónsson, kraftlyftingar Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna Helgi Sveinsson, íþróttir fatlaðra Jón Arnór Stefánsson, körfubolti Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrna Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrnaTilnefningar í þjálfara ársins: Alfreð Gíslason, handbolti Gunnar Páll Jóakimsson, frjálsar Sigurður Ragnar Eyjólfsson, knattspyrnaTilnefningar í lið ársins: Knattspyrnulandslið karla Knattspyrnulandslið kvenna Kvennalið Gerplu í hópfimleikum Hér að ofan má sjá myndir af öllum íþróttamönnunum, þjálfurunum og liðunum. Punktar um topp tíu listannFjórir af tíu íþróttamönnum á listanum í ár voru á topp tíu listanum í fyrra. Það eru þeir Alfreð Finnbogason, Aron Pálmarsson, Auðunn Jónsson og Gylfi Þór Sigurðsson. Tvö eru á topp tíu listanum í fyrsta sinn en það eru þau Aníta Hinriksdóttir og Helgi Sveinsson. Konur hafa ekki verið færri á topp tíu listanum í fimm ár en þær voru einnig bara tvær meðal þeirra tíu efstu í kjörinu fyrir árið 2008. Jón Arnór Stefánsson er í áttunda sinn meðal tíu efstu í kjörinu og Guðjón Valur Sigurðsson í sjötta sinn. Hvorugur hefur þó verið á topp tíu listanum undanfarin fjögur ár en þeir voru báðir síðast inn á topp tíu listanum árið 2009. Jón Arnór Stefánsson er aðeins annar körfuboltamaðurinn sem kemst inn í hóp tíu efstu eftir þrítugt. Jón Kr. Gíslason náði því einnig 31 árs gamall árið 1993. Aron Pálmarsson er á topp tíu listanum fjórða árið í röð. Aðeins einn annar handboltamaður hefur náð fjórum sinnum inn á topp tíu listann fyrir 24 ára aldurinn en það er Geir Hallsteinsson. Kristján Arason náði því þrisvar sinnum. Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson eru aðeins aðrir liðsfélagarnir úr sama erlenda liði sem komast inn á topp tíu listann í sögu kjörsins. Þóra Björg Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir voru báðar leikmenn sænska liðsins Malmö þegar þær komust inn á topp tíu listann árið 2011. Hin 17 ára gamla Aníta Hinriksdóttir er yngsta frjálsíþróttakonan í 44 ár til að komast inn á topp tíu. Ingunn Einarsdóttir var aðeins fjórtán ára þegar hún komst inn á topp tíu listann árið 1969. Síðasti íþróttamaðurinn til að ná svo ungur inn á topp tíu listann var sundmaðurinn Örn Arnarson sem var 17 ára gamall þegar hann var kosinn Íþróttamaður ársins 1998. Örn var líka inn á topp tíu listanum árið á undan. Aníta Hinriksdóttir er yngsta konan inn á topp tíu listanum síðan að sundkonan Eydís Konráðsdóttir varð í fimmta sæti árið 1995. Auðunn Jónsson er aðeins þriðji maðurinn til þess að ná tvisvar inn á topp tíu listann á fimmtugsaldri. Hestamaðurinn Sigurbjörn Bárðarson og kúluvarparinn Guðmundur Hermannsson náðu báðir fjórum sinnum inn á topp tíu listann eftir fertugt. Aðeins tveir eldri handboltamenn en Guðjón Valur Sigurðsson (34 ára) hafa komist inn á topp tíu listann. Það eru Ólafur Stefánsson og Sigurður Valur Sveinsson. Hjalti Einarsson náði einnig inn á topp tíu á sama aldri og Guðjón Valur er núna. Helgi Sveinsson er fyrsti fatlaði frjálsíþróttamaðurinn í tuttugu ár sem kemst inn í hóp tíu efstu í kjörinu eða síðan að Geir Sverrisson var inn á topp tíu listanum árið 1993. Haukur Gunnarsson (1987 og 1988) er síðan þriðji fatlaði frjálsíþróttamaðurinn sem hefur náð þessum árangri.nordicphotos/gettymynd/vilhelm Innlendar Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Fleiri fréttir Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Sjá meira
Íþróttaárið 2013 var mjög gott hjá íslensku íþróttafólki og þann 28. desember verða þeir sem sköruðu fram úr heiðraðir í hófi samtaka íþróttafréttamanna og ÍSÍ. Það fer fram í Gullhömrum og verður hófið sýnt í beinni útsendingu á RÚV. Hér má sjá þá tíu íþróttamenn sem koma til greina sem íþróttamaður ársins. Einnig má sjá þrjá efstu í kjöri á þjálfara ársins og liði ársins. Kjörið fór fyrst fram árið 1956 og þetta er því í 58. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna velja íþróttamann ársins. 25 af 26 félögum í SÍ nýttu atkvæðisrétt sinn að þessu sinni. Aron Pálmarsson var kjörinn íþróttamaður ársins í fyrra og hann er aftur á topp tíu listanum í ár. Félagi hans hjá Kiel, Guðjón Valur Sigurðsson, er einnig á topp tíu listanum en þeir eru einu íþróttamennirnir á lista ársins sem hafa hlotið útnefninguna íþróttamaður ársins áður. Alfreð Gíslason var kjörinn þjálfari ársins í fyrra og hann kemur aftur til greina í ár. Kvennalandsliðið í hópfimleikum var lið ársins 2012 og nú er kvennalið Gerplu tilnefnt ásamt knattspyrnulandsliðunum.Þessir íþróttamenn eru tilnefndir sem íþróttamaður ársins árið 2013: Alfreð Finnbogason, knattspyrna Aníta Hinriksdóttir, frjálsar Aron Pálmarsson, handbolti Auðunn Jónsson, kraftlyftingar Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna Helgi Sveinsson, íþróttir fatlaðra Jón Arnór Stefánsson, körfubolti Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrna Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrnaTilnefningar í þjálfara ársins: Alfreð Gíslason, handbolti Gunnar Páll Jóakimsson, frjálsar Sigurður Ragnar Eyjólfsson, knattspyrnaTilnefningar í lið ársins: Knattspyrnulandslið karla Knattspyrnulandslið kvenna Kvennalið Gerplu í hópfimleikum Hér að ofan má sjá myndir af öllum íþróttamönnunum, þjálfurunum og liðunum. Punktar um topp tíu listannFjórir af tíu íþróttamönnum á listanum í ár voru á topp tíu listanum í fyrra. Það eru þeir Alfreð Finnbogason, Aron Pálmarsson, Auðunn Jónsson og Gylfi Þór Sigurðsson. Tvö eru á topp tíu listanum í fyrsta sinn en það eru þau Aníta Hinriksdóttir og Helgi Sveinsson. Konur hafa ekki verið færri á topp tíu listanum í fimm ár en þær voru einnig bara tvær meðal þeirra tíu efstu í kjörinu fyrir árið 2008. Jón Arnór Stefánsson er í áttunda sinn meðal tíu efstu í kjörinu og Guðjón Valur Sigurðsson í sjötta sinn. Hvorugur hefur þó verið á topp tíu listanum undanfarin fjögur ár en þeir voru báðir síðast inn á topp tíu listanum árið 2009. Jón Arnór Stefánsson er aðeins annar körfuboltamaðurinn sem kemst inn í hóp tíu efstu eftir þrítugt. Jón Kr. Gíslason náði því einnig 31 árs gamall árið 1993. Aron Pálmarsson er á topp tíu listanum fjórða árið í röð. Aðeins einn annar handboltamaður hefur náð fjórum sinnum inn á topp tíu listann fyrir 24 ára aldurinn en það er Geir Hallsteinsson. Kristján Arason náði því þrisvar sinnum. Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson eru aðeins aðrir liðsfélagarnir úr sama erlenda liði sem komast inn á topp tíu listann í sögu kjörsins. Þóra Björg Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir voru báðar leikmenn sænska liðsins Malmö þegar þær komust inn á topp tíu listann árið 2011. Hin 17 ára gamla Aníta Hinriksdóttir er yngsta frjálsíþróttakonan í 44 ár til að komast inn á topp tíu. Ingunn Einarsdóttir var aðeins fjórtán ára þegar hún komst inn á topp tíu listann árið 1969. Síðasti íþróttamaðurinn til að ná svo ungur inn á topp tíu listann var sundmaðurinn Örn Arnarson sem var 17 ára gamall þegar hann var kosinn Íþróttamaður ársins 1998. Örn var líka inn á topp tíu listanum árið á undan. Aníta Hinriksdóttir er yngsta konan inn á topp tíu listanum síðan að sundkonan Eydís Konráðsdóttir varð í fimmta sæti árið 1995. Auðunn Jónsson er aðeins þriðji maðurinn til þess að ná tvisvar inn á topp tíu listann á fimmtugsaldri. Hestamaðurinn Sigurbjörn Bárðarson og kúluvarparinn Guðmundur Hermannsson náðu báðir fjórum sinnum inn á topp tíu listann eftir fertugt. Aðeins tveir eldri handboltamenn en Guðjón Valur Sigurðsson (34 ára) hafa komist inn á topp tíu listann. Það eru Ólafur Stefánsson og Sigurður Valur Sveinsson. Hjalti Einarsson náði einnig inn á topp tíu á sama aldri og Guðjón Valur er núna. Helgi Sveinsson er fyrsti fatlaði frjálsíþróttamaðurinn í tuttugu ár sem kemst inn í hóp tíu efstu í kjörinu eða síðan að Geir Sverrisson var inn á topp tíu listanum árið 1993. Haukur Gunnarsson (1987 og 1988) er síðan þriðji fatlaði frjálsíþróttamaðurinn sem hefur náð þessum árangri.nordicphotos/gettymynd/vilhelm
Innlendar Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Fleiri fréttir Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Sjá meira