Hestar á hlaupabretti með bleiu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. janúar 2014 20:45 Íslensk vatnshlaupabretti fyrir veðhlaupahesta í Ástralíu og Dubai eru nú smíðuð á sveitabæ í Flóanum en alls hafa verið smíðuð 14 bretti á síðustu þremur árum, sem hafa farið til þriggja heimsálfa. Tvö brettanna í Dubai keypti konungsfjölskyldan. Hestarnir fá sérstaka bleiu á sig áður en þeir fara á brettið svo þeir skíti ekki ofan í vatnið. Magnús Hlynur Hreiðarsson skoðaði í dag nýjast brettið. Það er fyrirtækið Formax, sem smíðar vatnahlaupabrettin en eigendur þess eru þeir Helgi Friðrik Halldórsson og Bjarni Sigurðsson. Eftir að fyrsta brettið var smíðað og stóðs allar prófanir árið 2010 fóru hjólin að snúast og nú hafa verið seld 14 bretti til þriggja heimsálfa, eða til Evrópu, Asíu og Ástralíu. Bretta jarpur er hesturinn kallaður frá Bjarna, sem hefur prófað öll brettin og gefur sinn gæðastimpil á þau áður en þau fara í gám og úr landi. „Við erum í Danmörku, Svíþjóð, Frakklandi, Sviss, Hollandi og svo núna í desember voru við að setja upp tvö tæki í Dubai og þetta tæki sem þið sjáið fyrir aftan mig er að fara til Bretlands í Landbúnaðarháskóla, hestadeildina þar og síðan förum við til Ástralíu með eitt tæki í mars,“ sagði Bjarni. Bjarni segir að það hafi verið sérstaklega skemmtilegt að selja tvö bretti til Dubai fyrir veðhlaupahesta. „Þetta er Sheikh Hamdan, krónprinsinn í Dubai, sem keypti af okkur tvö tæki. Hann er með mikinn hestabúgarð, 400 til 500 hesta og mikið af starfsfólki, þannig að þetta er gríðarlega stórt í sniðum hjá þeim í mið Austurlöndum, mikill markaður,“ segir Bjarni. Formax er í sérstöku samstarfi við Tækniþróunarsjóðs um hönnun á brettum fyrir stærri hestakyn. Aðal þungamiðjan í því er að kortleggja vöðvavinnslu hestsins og gera mælingar á því með tilliti til stillinga á tækinu þannig að viðskiptavinirnir fá ekki bara tækið, heldur leiðbeiningar um það hvernig það nýtist þeim sem best í þjálfuninni. Hestarnir fá sérstaka bleiu áður en þeir fara á brettið því það þykir æskilegt að halda vatninu hreinu. Hesturinn er með svona poka aftan á sér til að skíturinn fari ekki í vatnið, það er mikið lagt upp úr hreinlæti eins og í löndum þar sem vatnið er dýrmætt. Hestar Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Íslensk vatnshlaupabretti fyrir veðhlaupahesta í Ástralíu og Dubai eru nú smíðuð á sveitabæ í Flóanum en alls hafa verið smíðuð 14 bretti á síðustu þremur árum, sem hafa farið til þriggja heimsálfa. Tvö brettanna í Dubai keypti konungsfjölskyldan. Hestarnir fá sérstaka bleiu á sig áður en þeir fara á brettið svo þeir skíti ekki ofan í vatnið. Magnús Hlynur Hreiðarsson skoðaði í dag nýjast brettið. Það er fyrirtækið Formax, sem smíðar vatnahlaupabrettin en eigendur þess eru þeir Helgi Friðrik Halldórsson og Bjarni Sigurðsson. Eftir að fyrsta brettið var smíðað og stóðs allar prófanir árið 2010 fóru hjólin að snúast og nú hafa verið seld 14 bretti til þriggja heimsálfa, eða til Evrópu, Asíu og Ástralíu. Bretta jarpur er hesturinn kallaður frá Bjarna, sem hefur prófað öll brettin og gefur sinn gæðastimpil á þau áður en þau fara í gám og úr landi. „Við erum í Danmörku, Svíþjóð, Frakklandi, Sviss, Hollandi og svo núna í desember voru við að setja upp tvö tæki í Dubai og þetta tæki sem þið sjáið fyrir aftan mig er að fara til Bretlands í Landbúnaðarháskóla, hestadeildina þar og síðan förum við til Ástralíu með eitt tæki í mars,“ sagði Bjarni. Bjarni segir að það hafi verið sérstaklega skemmtilegt að selja tvö bretti til Dubai fyrir veðhlaupahesta. „Þetta er Sheikh Hamdan, krónprinsinn í Dubai, sem keypti af okkur tvö tæki. Hann er með mikinn hestabúgarð, 400 til 500 hesta og mikið af starfsfólki, þannig að þetta er gríðarlega stórt í sniðum hjá þeim í mið Austurlöndum, mikill markaður,“ segir Bjarni. Formax er í sérstöku samstarfi við Tækniþróunarsjóðs um hönnun á brettum fyrir stærri hestakyn. Aðal þungamiðjan í því er að kortleggja vöðvavinnslu hestsins og gera mælingar á því með tilliti til stillinga á tækinu þannig að viðskiptavinirnir fá ekki bara tækið, heldur leiðbeiningar um það hvernig það nýtist þeim sem best í þjálfuninni. Hestarnir fá sérstaka bleiu áður en þeir fara á brettið því það þykir æskilegt að halda vatninu hreinu. Hesturinn er með svona poka aftan á sér til að skíturinn fari ekki í vatnið, það er mikið lagt upp úr hreinlæti eins og í löndum þar sem vatnið er dýrmætt.
Hestar Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira