„Beygjan að brautinni var alltof skörp“ 6. janúar 2014 10:15 Mikael segir kröfu um rannsókn meðal annars byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. Mikael Tryggvason, bróðir Péturs Tryggvasonar, annars þeirra sem fórust þegar sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti við Hlíðarfjallsveg í ágúst, segir frásögn sjónarvotta og myndbandsupptökur af slysinu ekki ríma við bráðabirgðaskýrslu sem Rannsóknarnefnd samgönguslysa sendi frá sér í október. Hann hyggst óska opinberrar rannsóknar á tildrögum og eftirmálum slyssins. Í skýrslunni segir að flugvélin hafi misst hæð í vinstri beygju þegar hún nálgaðist akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar og að vinstri vængur vélarinnar hafi snert jörð við hægri hlið brautarinnar með þeim afleiðingum að hún brotlenti. Mikael segir kröfu um rannsókn meðal annars byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. „Það virðist vera svo margt sem ekki passar í þessu ferli öllu,“ segir Mikael, en Fréttablaðið hefur umræddar myndbandsupptökur undir höndum. Þær eru hluti gagna sem safnað hefur verið fyrir aðstandendur Péturs. Virðist af þessum myndskeiðum að flugvélin sé ekki að „missa hæð“ í venjulegum skilningi þess orðs. „Eftir því sem kunnáttumenn segja mér er flugvélin að fljúga, hún er ekki að missa hæð heldur lækkar flugið í krappri beygju. Rannsókn á slysum er fyrst og fremst til að komast að því hvað gerðist og að fyrirbyggja að slíkt eigi sér stað aftur. Til þess þarf skýrslan að vera rétt,“ segir Mikael. „Flugstjórinn var gjaldkeri Bílaklúbbs Akureyrar og hann var búinn að boða komu sína á keppnisstaðinn eftir flugið. Hann flaug lágt meðfram fjallinu, líklega til þess að ekki sæist til hans fyrr en vélin myndi birtast allt í einu. Beygjan yfir hesthúsahverfinu að brautinni var alltof skörp og halli flugvélarinnar um 70 gráður.“ „En það er stór þáttur í þessu líka að Pétur bróðir minn var að búa til viðbragðsáætlanir gagnvart slysum og óhöppum og það var ætlast til að það væri farið eftir þeim. Þarna virðist svo margt vera sem ekki passar varðandi slysið og umgjörðina alla,“ segir Mikael og nefnir meðal annars boðun björgunarmanna. „Það þýðir ekki að hafa nýjar og fínar viðbragðsskýrslur uppi í hillu og fara svo ekkert eftir þeim.“ Þá segir Mikael að hafa verði í huga ríka almannahagsmuni þegar sjúkraflug sé annars vegar. Beina þurfi sjónum í opinberri rannsókn að rekstri Mýflugs á sjúkrafluginu og þætti eftirlitsaðila. „Það var svo margt sem var talið eðlilegt en á ekki heima í þessum bransa og á ekki að líðast. Sjúkraflug er dauðans alvara,“ segir hann. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00 Flakið flutt til Reykjavíkur í dag Flugmaðurinn sem lifði af þegar flugvél brotlenti við Akureyri á mánudaginn hefur áður lent í flugslysi. Það slys bar upp sama mánaðardag, eða fimmta ágúst, árið 2001. 8. ágúst 2013 18:30 Bráðabirgðaskýrsla um flugslysið: Flak og hreyflar skoðaðir frekar Skrokkur vélarinnar brotnaði og hafnaði um 350 metrum frá þeim stað er vinstri vængurinn snerti jörð, segir í skýrslunni. 4. október 2013 15:53 60-70 manns leituðu áfallahjálpar Tíu manna áfallahjálparteymi Rauða krossins á Norðurlandi hlúir nú að aðstandendum og sjónarvottum eftir flugslys nálægt Akureyri í dag 5. ágúst 2013 16:56 Yfirlýsing frá Mýflugi: Engu ábótavant í viðhaldi og tækni þegar flugvélin hrapaði Engu var ábótavant í viðhaldi né tæknilegum atriðum þegar flugvél Mýflugs, TF-MYX, hrapaði í Hlíðarfjalli þann 5. ágúst síðastliðinn með þeim afleiðingum að tveir létust. Áhöfnin var rétt þjálfuð og hafði fengið næga tíma til hvíldar, veðuraðstæður voru hagstæðar og nægt eldsneyti var á vélinni. Þetta segir í tilkynningu frá Mýflugi. 27. ágúst 2013 12:03 „Það stóð allt í ljósum logum“ Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. 6. ágúst 2013 19:13 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Mikael Tryggvason, bróðir Péturs Tryggvasonar, annars þeirra sem fórust þegar sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti við Hlíðarfjallsveg í ágúst, segir frásögn sjónarvotta og myndbandsupptökur af slysinu ekki ríma við bráðabirgðaskýrslu sem Rannsóknarnefnd samgönguslysa sendi frá sér í október. Hann hyggst óska opinberrar rannsóknar á tildrögum og eftirmálum slyssins. Í skýrslunni segir að flugvélin hafi misst hæð í vinstri beygju þegar hún nálgaðist akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar og að vinstri vængur vélarinnar hafi snert jörð við hægri hlið brautarinnar með þeim afleiðingum að hún brotlenti. Mikael segir kröfu um rannsókn meðal annars byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. „Það virðist vera svo margt sem ekki passar í þessu ferli öllu,“ segir Mikael, en Fréttablaðið hefur umræddar myndbandsupptökur undir höndum. Þær eru hluti gagna sem safnað hefur verið fyrir aðstandendur Péturs. Virðist af þessum myndskeiðum að flugvélin sé ekki að „missa hæð“ í venjulegum skilningi þess orðs. „Eftir því sem kunnáttumenn segja mér er flugvélin að fljúga, hún er ekki að missa hæð heldur lækkar flugið í krappri beygju. Rannsókn á slysum er fyrst og fremst til að komast að því hvað gerðist og að fyrirbyggja að slíkt eigi sér stað aftur. Til þess þarf skýrslan að vera rétt,“ segir Mikael. „Flugstjórinn var gjaldkeri Bílaklúbbs Akureyrar og hann var búinn að boða komu sína á keppnisstaðinn eftir flugið. Hann flaug lágt meðfram fjallinu, líklega til þess að ekki sæist til hans fyrr en vélin myndi birtast allt í einu. Beygjan yfir hesthúsahverfinu að brautinni var alltof skörp og halli flugvélarinnar um 70 gráður.“ „En það er stór þáttur í þessu líka að Pétur bróðir minn var að búa til viðbragðsáætlanir gagnvart slysum og óhöppum og það var ætlast til að það væri farið eftir þeim. Þarna virðist svo margt vera sem ekki passar varðandi slysið og umgjörðina alla,“ segir Mikael og nefnir meðal annars boðun björgunarmanna. „Það þýðir ekki að hafa nýjar og fínar viðbragðsskýrslur uppi í hillu og fara svo ekkert eftir þeim.“ Þá segir Mikael að hafa verði í huga ríka almannahagsmuni þegar sjúkraflug sé annars vegar. Beina þurfi sjónum í opinberri rannsókn að rekstri Mýflugs á sjúkrafluginu og þætti eftirlitsaðila. „Það var svo margt sem var talið eðlilegt en á ekki heima í þessum bransa og á ekki að líðast. Sjúkraflug er dauðans alvara,“ segir hann.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00 Flakið flutt til Reykjavíkur í dag Flugmaðurinn sem lifði af þegar flugvél brotlenti við Akureyri á mánudaginn hefur áður lent í flugslysi. Það slys bar upp sama mánaðardag, eða fimmta ágúst, árið 2001. 8. ágúst 2013 18:30 Bráðabirgðaskýrsla um flugslysið: Flak og hreyflar skoðaðir frekar Skrokkur vélarinnar brotnaði og hafnaði um 350 metrum frá þeim stað er vinstri vængurinn snerti jörð, segir í skýrslunni. 4. október 2013 15:53 60-70 manns leituðu áfallahjálpar Tíu manna áfallahjálparteymi Rauða krossins á Norðurlandi hlúir nú að aðstandendum og sjónarvottum eftir flugslys nálægt Akureyri í dag 5. ágúst 2013 16:56 Yfirlýsing frá Mýflugi: Engu ábótavant í viðhaldi og tækni þegar flugvélin hrapaði Engu var ábótavant í viðhaldi né tæknilegum atriðum þegar flugvél Mýflugs, TF-MYX, hrapaði í Hlíðarfjalli þann 5. ágúst síðastliðinn með þeim afleiðingum að tveir létust. Áhöfnin var rétt þjálfuð og hafði fengið næga tíma til hvíldar, veðuraðstæður voru hagstæðar og nægt eldsneyti var á vélinni. Þetta segir í tilkynningu frá Mýflugi. 27. ágúst 2013 12:03 „Það stóð allt í ljósum logum“ Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. 6. ágúst 2013 19:13 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00
Flakið flutt til Reykjavíkur í dag Flugmaðurinn sem lifði af þegar flugvél brotlenti við Akureyri á mánudaginn hefur áður lent í flugslysi. Það slys bar upp sama mánaðardag, eða fimmta ágúst, árið 2001. 8. ágúst 2013 18:30
Bráðabirgðaskýrsla um flugslysið: Flak og hreyflar skoðaðir frekar Skrokkur vélarinnar brotnaði og hafnaði um 350 metrum frá þeim stað er vinstri vængurinn snerti jörð, segir í skýrslunni. 4. október 2013 15:53
60-70 manns leituðu áfallahjálpar Tíu manna áfallahjálparteymi Rauða krossins á Norðurlandi hlúir nú að aðstandendum og sjónarvottum eftir flugslys nálægt Akureyri í dag 5. ágúst 2013 16:56
Yfirlýsing frá Mýflugi: Engu ábótavant í viðhaldi og tækni þegar flugvélin hrapaði Engu var ábótavant í viðhaldi né tæknilegum atriðum þegar flugvél Mýflugs, TF-MYX, hrapaði í Hlíðarfjalli þann 5. ágúst síðastliðinn með þeim afleiðingum að tveir létust. Áhöfnin var rétt þjálfuð og hafði fengið næga tíma til hvíldar, veðuraðstæður voru hagstæðar og nægt eldsneyti var á vélinni. Þetta segir í tilkynningu frá Mýflugi. 27. ágúst 2013 12:03
„Það stóð allt í ljósum logum“ Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. 6. ágúst 2013 19:13