Ítarlegt viðtal við Sigga hakkara í Rolling Stone Jón Júlíus Karlsson skrifar 5. janúar 2014 19:18 Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi Hakkari, viðurkennir að hafa stolið og lekið gögnum Milestone, fyrirskipað árásir á heimasíður íslenskra stofnana og greinir frá því hvernig hann sveik Julian Assange í ítarlegu viðtali sem birt verður í tímaritinu Rolling Stone síðar í þessum mánuði. Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, segir að ekki sé hægt að trúa orði úr munni Sigurðar. David Kushner, blaðamaður Rolling Stone, segir að Siggi hakkari hafi látið tímaritinu í té yfir terabæt af leynilegum skjölum og gögnum um Wikileaks. Kushner telur að gögnin séu annað hvort sönn eða umfangsmesta lygi á tækniöld. Nýjasta hefti Rolling Stone tímaritsins kemur út 16. janúar næstkomandi.Mynd/Rolling Stone Afritaði og stal gögnum í stað þess að eyða Einn ótrúlegasti hluti greinarinnar er aðkoma Sigga hakkara að Milestone. Hann greinir frá því að hann hafi 14 ára gamall lagað bilaða tölvu hjá þekktum íslenskum viðskiptamanni sem starfaði hjá Milestone. Siggi hitti manninn í flugvél á leið heim úr fríi með fjölskyldunni. Maðurinn var svo ánægður með tölvukunnáttu Sigga að hann bauð honum starf hjá fyrirtæki sínu við að eyða gögnum. Í stað þess að eyða gögnunum þá afritaði Siggi þau og lak til DV. Þetta er í fyrsta sinn sem Siggi hakkari viðurkennir opinberlega að hann hafi staðið á bakvið lekann. Í kjölfarið var Siggi kynntur fyrir Julian Assange og að sögn Sigga varð mikill vinskapur þeirra á milli. Árið 2010 var Siggi orðinn einn nánasti samstarfsmaður Assange. Hann segir meðal annars að stjórnandi Wikileaks hafi beðið sig um að njósna um starfsmenn samtakanna. Óttaðist að enda í Guantanamo Í viðtalinu segir Siggi að sumarið 2011 hafi sektarkenndin og hræðslan við að enda í fangabúðunum í Guntanamo borið hann ofurliði og óskaði hann eftir samstarfi við bandarísk yfirvöld. Fulltrúar FBI komu síðar hingað til lands og fengu upplýsingar frá Sigga um starfsemi Wikileaks. Siggi sveik Julian Assange og segir að það hafi verið vegna þess að sú hugmyndarfræði sem var á bakvið Wikileaks í upphafi væri ekki lengur til staðar. Siggi hakkari er í dag 21 árs gamall og voru unglingsár hans svo sannarlega öðruvísi en hjá flestum íslenskum jafnöldrum hans. Siggi segir óvíst hvort hann muni bera vitni gegn Assange í framtíðinni en leggur áherslu á að sannleikurinn komi í dagsljósið. Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks gefur ekki mikið fyrir umfjöllun Rolling Stone um Sigga hakkara. Með persónuleikaröskun á jaðri siðblindu Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, segir í yfirlýsingu til fréttastofu að umfjöllun Rolling Stone sé dæmi um útkomu í blaðamennsku þegar aðal heimildarmaðurinn er með persónuleikaröskun á jaðri siðblindu, hefur orðið uppvís að ósannindum, fölsunum gagna, þjófnaði, auk þess að vera nýverið dæmdur í 8 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 17 ára pilti. Kristinn segir jafnframt að blaðamaður bæti inn efnisatriðum sem eiga að styðja myndina, sem hann vill draga upp, sleppir öðrum sem honum var fullkunnugt um en skýtur samt inn þeim varnagla að mögulega sé þetta uppsuni. „Miðað við fyrri skrif blaðamannsins um WikiLeaks koma þessi vinnubrögð þó ekki á óvart,“ segir Kristinn. Mál Sigga hakkara Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi Hakkari, viðurkennir að hafa stolið og lekið gögnum Milestone, fyrirskipað árásir á heimasíður íslenskra stofnana og greinir frá því hvernig hann sveik Julian Assange í ítarlegu viðtali sem birt verður í tímaritinu Rolling Stone síðar í þessum mánuði. Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, segir að ekki sé hægt að trúa orði úr munni Sigurðar. David Kushner, blaðamaður Rolling Stone, segir að Siggi hakkari hafi látið tímaritinu í té yfir terabæt af leynilegum skjölum og gögnum um Wikileaks. Kushner telur að gögnin séu annað hvort sönn eða umfangsmesta lygi á tækniöld. Nýjasta hefti Rolling Stone tímaritsins kemur út 16. janúar næstkomandi.Mynd/Rolling Stone Afritaði og stal gögnum í stað þess að eyða Einn ótrúlegasti hluti greinarinnar er aðkoma Sigga hakkara að Milestone. Hann greinir frá því að hann hafi 14 ára gamall lagað bilaða tölvu hjá þekktum íslenskum viðskiptamanni sem starfaði hjá Milestone. Siggi hitti manninn í flugvél á leið heim úr fríi með fjölskyldunni. Maðurinn var svo ánægður með tölvukunnáttu Sigga að hann bauð honum starf hjá fyrirtæki sínu við að eyða gögnum. Í stað þess að eyða gögnunum þá afritaði Siggi þau og lak til DV. Þetta er í fyrsta sinn sem Siggi hakkari viðurkennir opinberlega að hann hafi staðið á bakvið lekann. Í kjölfarið var Siggi kynntur fyrir Julian Assange og að sögn Sigga varð mikill vinskapur þeirra á milli. Árið 2010 var Siggi orðinn einn nánasti samstarfsmaður Assange. Hann segir meðal annars að stjórnandi Wikileaks hafi beðið sig um að njósna um starfsmenn samtakanna. Óttaðist að enda í Guantanamo Í viðtalinu segir Siggi að sumarið 2011 hafi sektarkenndin og hræðslan við að enda í fangabúðunum í Guntanamo borið hann ofurliði og óskaði hann eftir samstarfi við bandarísk yfirvöld. Fulltrúar FBI komu síðar hingað til lands og fengu upplýsingar frá Sigga um starfsemi Wikileaks. Siggi sveik Julian Assange og segir að það hafi verið vegna þess að sú hugmyndarfræði sem var á bakvið Wikileaks í upphafi væri ekki lengur til staðar. Siggi hakkari er í dag 21 árs gamall og voru unglingsár hans svo sannarlega öðruvísi en hjá flestum íslenskum jafnöldrum hans. Siggi segir óvíst hvort hann muni bera vitni gegn Assange í framtíðinni en leggur áherslu á að sannleikurinn komi í dagsljósið. Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks gefur ekki mikið fyrir umfjöllun Rolling Stone um Sigga hakkara. Með persónuleikaröskun á jaðri siðblindu Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, segir í yfirlýsingu til fréttastofu að umfjöllun Rolling Stone sé dæmi um útkomu í blaðamennsku þegar aðal heimildarmaðurinn er með persónuleikaröskun á jaðri siðblindu, hefur orðið uppvís að ósannindum, fölsunum gagna, þjófnaði, auk þess að vera nýverið dæmdur í 8 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 17 ára pilti. Kristinn segir jafnframt að blaðamaður bæti inn efnisatriðum sem eiga að styðja myndina, sem hann vill draga upp, sleppir öðrum sem honum var fullkunnugt um en skýtur samt inn þeim varnagla að mögulega sé þetta uppsuni. „Miðað við fyrri skrif blaðamannsins um WikiLeaks koma þessi vinnubrögð þó ekki á óvart,“ segir Kristinn.
Mál Sigga hakkara Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira