Brady áhorfandi í sýningu Manning og félaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2014 23:24 Peyton Manning fagnar hér sigri. Vísir/NordicPhotos/Getty Peyton Manning og félagar í Denver Broncos eru komnir alla leið í Super Bowl, leikinn um Ofurskálina í ameríska fótboltanum, eftir 26-16 sigur á New England Patriots í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í kvöld. Denver Broncos tók völdin í upphafi leiksins og vann öruggan sigur. Frammistaða Patriots-liðsins voru mikil vonbrigði en þeir komust lítið áleiðis á móti frábæru liði Denver Broncos. Peyton Manning stýrði sínu liði frábærlega og sá til þess að erkifjandi hans Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, var lengstum áhorfandi í sýningu Manning og liðsfélaga hans. Denver Broncos er með þessum sigri að komast í Super Bowl í fyrsta sinn í fimmtán ár. Denver Broncos liðið hefur farið á kostum í allan vetur og sett allskyns met ekki síst leikstjórnandinn Peyton Manning sem er nú á ný kominn alla leið í úrslitaleikinn um titilinn. Manning kom til baka eftir hálsmeiðsli sem bundu næstum því endi á feril hans og afreki hans með liði Broncos eru því enn merkilegi fyrir vikið. Peyton Manning kastaði boltanum 400 yarda í kvöld og gaf tvær sendingar fyrir snertimark. Tom Brady var búinn að vinna 10 af 14 leikjum þeirra félaga en Manning fagnaði í kvöld og getur nú unnið titilinn í annað skiptið á ferlinum. Denver Broncos mætir annaðhvort San Francisco 49ers eða Seattle Seahawks í úrslitaleiknum en þau keppa til úrslita í Ameríkudeildinni í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 23.30 í kvöld.Tom Brady óskar Peyton Manning til hamingju með sigurinn.Vísir/NordicPhotos/GettyPeyton Manning og þjálfarinn John Fox fagna hér sigrinum.Vísir/NordicPhotos/Getty NFL Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Sjá meira
Peyton Manning og félagar í Denver Broncos eru komnir alla leið í Super Bowl, leikinn um Ofurskálina í ameríska fótboltanum, eftir 26-16 sigur á New England Patriots í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í kvöld. Denver Broncos tók völdin í upphafi leiksins og vann öruggan sigur. Frammistaða Patriots-liðsins voru mikil vonbrigði en þeir komust lítið áleiðis á móti frábæru liði Denver Broncos. Peyton Manning stýrði sínu liði frábærlega og sá til þess að erkifjandi hans Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, var lengstum áhorfandi í sýningu Manning og liðsfélaga hans. Denver Broncos er með þessum sigri að komast í Super Bowl í fyrsta sinn í fimmtán ár. Denver Broncos liðið hefur farið á kostum í allan vetur og sett allskyns met ekki síst leikstjórnandinn Peyton Manning sem er nú á ný kominn alla leið í úrslitaleikinn um titilinn. Manning kom til baka eftir hálsmeiðsli sem bundu næstum því endi á feril hans og afreki hans með liði Broncos eru því enn merkilegi fyrir vikið. Peyton Manning kastaði boltanum 400 yarda í kvöld og gaf tvær sendingar fyrir snertimark. Tom Brady var búinn að vinna 10 af 14 leikjum þeirra félaga en Manning fagnaði í kvöld og getur nú unnið titilinn í annað skiptið á ferlinum. Denver Broncos mætir annaðhvort San Francisco 49ers eða Seattle Seahawks í úrslitaleiknum en þau keppa til úrslita í Ameríkudeildinni í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 23.30 í kvöld.Tom Brady óskar Peyton Manning til hamingju með sigurinn.Vísir/NordicPhotos/GettyPeyton Manning og þjálfarinn John Fox fagna hér sigrinum.Vísir/NordicPhotos/Getty
NFL Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Sjá meira