Aníta: Passaði mig á því að byrja ekki of hratt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2014 15:38 Aníta Hinriksdóttir. Vísir/Valli „Ég var búin að stefna á þetta met en ég átti ekki alveg von á svona góðum tíma strax. Ég er mjög kát með þetta," sagði Aníta Hinriksdóttir í viðtali við Hauk Harðarson í útsendingu RÚV frá frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. Aníta veitt sjónvarpsviðtal í beinni útsendingu sem er nú ekki daglegt brauð hjá þessari hógværu og hlédrægu stúlku. Aníta vann frábæran sigur í 800 metra hlaupi en hin írska og hin þýska áttu ekki möguleika í íslensku hlaupastjörnuna sem setti bæði Íslandsmet fullorðinna og Evrópumet unglinga í hlaupinu. „Ég ætlaði fyrst og fremst að passa mig á því að byrja ekki of hratt eins og ég hef tilhneigingu til að gera. Það gekk allt eftir og þetta var rosalega jafnt hlaup sem þýddi að ég átti nóg eftir í endann," sagði Aníta um hlaupið í dag. „Það er erfitt að stilla sig af og þá sérstaklega þegar maður er svona stressaður. Ég reyndi bara að vera yfirveguð og spara kraftana þar til í endann," sagði Aníta. „Þetta er ákveðinn áfangi á leiðinni. Ég stefni mest á þessu innanhússtímabili núna á mót í New York í febrúar þar sem ég mæti mjög sterkum stelpum í sama aldursflokki og svo HM innanhúss sem verður í Póllandi," segir Aníta. Mótið í New York er auglýst sem einvígi þriggja af bestu ungu millivegahlaupakvenna heimsins. „Þær eru báðar mjög sterkar og eiga báðar betri tíma en ég. Ég hlakka til að mæta þeim. Ég held að ég eigi alveg erindi í þetta hlaup. Ég æfi mikið innanhúss á Íslandi útaf veðrinu og svona. Ég er því skóluð í þessu innanhússhlaupum," segir Aníta en nú þegar Evrópumetið er fallið er heimsmetið nokkuð í hættu? „Ég veit ekki með það en ég stefni á það að gera enn betur," sagði Aníta að lokum í þessu sjónvarpsviðtali við Hauk Harðarson.Vísir/Valli Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta setti einnig Evrópumet unglinga Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottning úr ÍR, setti ekki bara Íslandsmet innanhúss þegar hún vann 800 metra hlaup í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. 19. janúar 2014 14:30 Gunnar Páll: Gæti ekki verið stoltari "Maður gæti einfaldlega ekki verið stoltari, þetta gekk upp alveg eftir bókinni,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttir kampakátur eftir hlaupið. 19. janúar 2014 15:02 Aníta setti glæsilegt Íslandsmet og vann örugglega Íslenska hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet þegar hún tryggði sér glæsilegan sigur í 800 metra hlaupi í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. 19. janúar 2014 14:20 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Sjá meira
„Ég var búin að stefna á þetta met en ég átti ekki alveg von á svona góðum tíma strax. Ég er mjög kát með þetta," sagði Aníta Hinriksdóttir í viðtali við Hauk Harðarson í útsendingu RÚV frá frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. Aníta veitt sjónvarpsviðtal í beinni útsendingu sem er nú ekki daglegt brauð hjá þessari hógværu og hlédrægu stúlku. Aníta vann frábæran sigur í 800 metra hlaupi en hin írska og hin þýska áttu ekki möguleika í íslensku hlaupastjörnuna sem setti bæði Íslandsmet fullorðinna og Evrópumet unglinga í hlaupinu. „Ég ætlaði fyrst og fremst að passa mig á því að byrja ekki of hratt eins og ég hef tilhneigingu til að gera. Það gekk allt eftir og þetta var rosalega jafnt hlaup sem þýddi að ég átti nóg eftir í endann," sagði Aníta um hlaupið í dag. „Það er erfitt að stilla sig af og þá sérstaklega þegar maður er svona stressaður. Ég reyndi bara að vera yfirveguð og spara kraftana þar til í endann," sagði Aníta. „Þetta er ákveðinn áfangi á leiðinni. Ég stefni mest á þessu innanhússtímabili núna á mót í New York í febrúar þar sem ég mæti mjög sterkum stelpum í sama aldursflokki og svo HM innanhúss sem verður í Póllandi," segir Aníta. Mótið í New York er auglýst sem einvígi þriggja af bestu ungu millivegahlaupakvenna heimsins. „Þær eru báðar mjög sterkar og eiga báðar betri tíma en ég. Ég hlakka til að mæta þeim. Ég held að ég eigi alveg erindi í þetta hlaup. Ég æfi mikið innanhúss á Íslandi útaf veðrinu og svona. Ég er því skóluð í þessu innanhússhlaupum," segir Aníta en nú þegar Evrópumetið er fallið er heimsmetið nokkuð í hættu? „Ég veit ekki með það en ég stefni á það að gera enn betur," sagði Aníta að lokum í þessu sjónvarpsviðtali við Hauk Harðarson.Vísir/Valli
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta setti einnig Evrópumet unglinga Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottning úr ÍR, setti ekki bara Íslandsmet innanhúss þegar hún vann 800 metra hlaup í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. 19. janúar 2014 14:30 Gunnar Páll: Gæti ekki verið stoltari "Maður gæti einfaldlega ekki verið stoltari, þetta gekk upp alveg eftir bókinni,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttir kampakátur eftir hlaupið. 19. janúar 2014 15:02 Aníta setti glæsilegt Íslandsmet og vann örugglega Íslenska hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet þegar hún tryggði sér glæsilegan sigur í 800 metra hlaupi í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. 19. janúar 2014 14:20 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Sjá meira
Aníta setti einnig Evrópumet unglinga Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottning úr ÍR, setti ekki bara Íslandsmet innanhúss þegar hún vann 800 metra hlaup í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. 19. janúar 2014 14:30
Gunnar Páll: Gæti ekki verið stoltari "Maður gæti einfaldlega ekki verið stoltari, þetta gekk upp alveg eftir bókinni,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttir kampakátur eftir hlaupið. 19. janúar 2014 15:02
Aníta setti glæsilegt Íslandsmet og vann örugglega Íslenska hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet þegar hún tryggði sér glæsilegan sigur í 800 metra hlaupi í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. 19. janúar 2014 14:20