ÍBV vann Val í Eyjum | Úrslit dagsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2014 15:51 Mynd/Daníel Fjórum leikjum er nú nýlokið í Olísdeild kvenna í handbolta en Stjarnan er komið með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Stjarnan hafði betur gegn Haukum, 23-18, í Garðabæ en Valur tapaði á sama tíma fyrir ÍBV í Eyjum, 23-22, í æsispennandi leik. Valur missti því Stjörnuna þremur stigum frá sér á toppi deildarinnar en Garðbæingar eru með 23 stig. ÍBV er nú í þriðja sæti með átján stig, jafn mörg og Íslandsmeistarar Fram. Valskonur byrjuðu mjög vel í Eyjum í dag og náðu fjögurra marka forystu, 6-2, eftir tíu mínútna leik. Valur komst mest sex mörkum yfir áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks í stöðunni 15-10. ÍBV sneri leiknum sér í vil með mögnuðum kafla í upphafi síðari hálfleiks en ÍBV var þremur mörkum yfir, 21-18, eftir 42 mínútna leik. Valskonur héldu í við ÍBV eftir þetta en heimamenn náðu að hanga á forystunni allt til loka, þó svo að aðeins eitt mark hafi verið skorað á síðustu fimm mínútum leiksins. Vera Lopes skoraði tíu mörk fyrir ÍBV í dag eða tæplega helming marka síns liðs. Grótta er í fimmta sætinu með sautján stig en liðið vann HK á útivelli, 26-23. Að síðustu vann Fylkir sigur á botnliði Aftureldingar í Árbænum.Úrslit dagsins:Fylkir - Afturelding 25-16 (10-10)Mörk Fylkis: Patrícia Szölözi 12, Thea Imani Sturludóttir 3, Andrea Olsen 3, Díana Kristín Sigmarsdóttir 2, Hildur Björnsdóttir 2, Andrea Ósk Þorkelsdóttir 1, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1, Kristjana Björk Steinarsdóttir 1.Mörk Aftureldingar: Sara Kristjánsdóttir 5, Vigdís Brandsdóttir 4, Monika Budai 3, Hekla Daðadóttir 2, Ingibjörg Jóhannesdottir 1, Telma Frímannsdóttir 1.ÍBV - Valur 23-22 (10-15)Mörk ÍBV: Vera Lopes 10, Ester Óskarsdóttir 6, Díana Dögg Magnúsdóttir 4, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2, Arna Þyrí Ólafsdóttir.Mörk Vals: Kristín Guðmundsdóttir 8, Karólína Lárudóttir 4, Ragnhildur Guðmundsdóttir 4, Rebekka Rut Skúladóttir 3, Aðalheiður Hreinsdóttir 1, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 1, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1.HK - Grótta 23-26 (9-14)Mörk HK: Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 5, Sigríður Hauksdóttir 5, Anna María Guðmundsdóttir 4, Guðrún Erla Bjarnadóttir 4, Sóley Ívarsdóttir 2, Þórhildur Braga Þórðardóttir 2, Gerður Arinbjarnar 1.Mörk Gróttu: Unnur Ómarsdóttir 11, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 7, Anett Köbli 4, Lene Burmo 4.Stjarnan - Haukar 23-18 Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Fleiri fréttir Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Sjá meira
Fjórum leikjum er nú nýlokið í Olísdeild kvenna í handbolta en Stjarnan er komið með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Stjarnan hafði betur gegn Haukum, 23-18, í Garðabæ en Valur tapaði á sama tíma fyrir ÍBV í Eyjum, 23-22, í æsispennandi leik. Valur missti því Stjörnuna þremur stigum frá sér á toppi deildarinnar en Garðbæingar eru með 23 stig. ÍBV er nú í þriðja sæti með átján stig, jafn mörg og Íslandsmeistarar Fram. Valskonur byrjuðu mjög vel í Eyjum í dag og náðu fjögurra marka forystu, 6-2, eftir tíu mínútna leik. Valur komst mest sex mörkum yfir áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks í stöðunni 15-10. ÍBV sneri leiknum sér í vil með mögnuðum kafla í upphafi síðari hálfleiks en ÍBV var þremur mörkum yfir, 21-18, eftir 42 mínútna leik. Valskonur héldu í við ÍBV eftir þetta en heimamenn náðu að hanga á forystunni allt til loka, þó svo að aðeins eitt mark hafi verið skorað á síðustu fimm mínútum leiksins. Vera Lopes skoraði tíu mörk fyrir ÍBV í dag eða tæplega helming marka síns liðs. Grótta er í fimmta sætinu með sautján stig en liðið vann HK á útivelli, 26-23. Að síðustu vann Fylkir sigur á botnliði Aftureldingar í Árbænum.Úrslit dagsins:Fylkir - Afturelding 25-16 (10-10)Mörk Fylkis: Patrícia Szölözi 12, Thea Imani Sturludóttir 3, Andrea Olsen 3, Díana Kristín Sigmarsdóttir 2, Hildur Björnsdóttir 2, Andrea Ósk Þorkelsdóttir 1, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1, Kristjana Björk Steinarsdóttir 1.Mörk Aftureldingar: Sara Kristjánsdóttir 5, Vigdís Brandsdóttir 4, Monika Budai 3, Hekla Daðadóttir 2, Ingibjörg Jóhannesdottir 1, Telma Frímannsdóttir 1.ÍBV - Valur 23-22 (10-15)Mörk ÍBV: Vera Lopes 10, Ester Óskarsdóttir 6, Díana Dögg Magnúsdóttir 4, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2, Arna Þyrí Ólafsdóttir.Mörk Vals: Kristín Guðmundsdóttir 8, Karólína Lárudóttir 4, Ragnhildur Guðmundsdóttir 4, Rebekka Rut Skúladóttir 3, Aðalheiður Hreinsdóttir 1, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 1, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1.HK - Grótta 23-26 (9-14)Mörk HK: Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 5, Sigríður Hauksdóttir 5, Anna María Guðmundsdóttir 4, Guðrún Erla Bjarnadóttir 4, Sóley Ívarsdóttir 2, Þórhildur Braga Þórðardóttir 2, Gerður Arinbjarnar 1.Mörk Gróttu: Unnur Ómarsdóttir 11, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 7, Anett Köbli 4, Lene Burmo 4.Stjarnan - Haukar 23-18
Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Fleiri fréttir Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Sjá meira