„Pöpullinn hafði það ekki jafn gott og við“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 16. janúar 2014 18:57 AmabAdamA Hljómsveitin AmabAdamA heldur tónleika á Gauknum á morgun, en auk þeirra koma fram Cell 7, Les Ballet Barakan, Rvk Soundsystem, Kött Grá Pjé og Ribbaldarnir. Hljómsveitin AmabAdamA er meðal annars skipuð þeim Kolfinnu Nikulásdóttur og Steinunni Jónsdóttur. „AmabAdamA varð til frostaveturinn mikla, 2011, þegar að nokkrir vinir og elskendur ákváðu að spila reggí tónlist til þess að halda á sér hita,“ segir Steinunn, létt í bragði, en kærasti hennar, best þekktur sem Gnúsi Yones, er einnig meðlimur hljómsveitarinnar. „Síðan þá hefur okkur aldrei orðið kalt. Nú rétt eftir áramót litum við í kringum okkur og tókum eftir því að pöpullinn hafði það ekki eins gott og við. Margir vinir okkar þjást af krónískum hroll og skammdegisvolæði og eru þakin kuldaexemi. Hjörtu þeirra eru sem frosin,“ segir Kolfinna. Meðlimir sveitarinnar ákváðu að taka málin í sínar hendur. „Við hóuðum í allt heitasta tónlistarfólk landsins til að halda heljarinnar veislu á Gauknum. Allir sem eru komnir með leið á þessum kulda ættu ekki að missa af þessu, stemmningin verður sjóðandi,“ segir Steinunn að lokum.Hér að neðan má sjá sveitina flytja þekktan smell í nýjum búningi. Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin AmabAdamA heldur tónleika á Gauknum á morgun, en auk þeirra koma fram Cell 7, Les Ballet Barakan, Rvk Soundsystem, Kött Grá Pjé og Ribbaldarnir. Hljómsveitin AmabAdamA er meðal annars skipuð þeim Kolfinnu Nikulásdóttur og Steinunni Jónsdóttur. „AmabAdamA varð til frostaveturinn mikla, 2011, þegar að nokkrir vinir og elskendur ákváðu að spila reggí tónlist til þess að halda á sér hita,“ segir Steinunn, létt í bragði, en kærasti hennar, best þekktur sem Gnúsi Yones, er einnig meðlimur hljómsveitarinnar. „Síðan þá hefur okkur aldrei orðið kalt. Nú rétt eftir áramót litum við í kringum okkur og tókum eftir því að pöpullinn hafði það ekki eins gott og við. Margir vinir okkar þjást af krónískum hroll og skammdegisvolæði og eru þakin kuldaexemi. Hjörtu þeirra eru sem frosin,“ segir Kolfinna. Meðlimir sveitarinnar ákváðu að taka málin í sínar hendur. „Við hóuðum í allt heitasta tónlistarfólk landsins til að halda heljarinnar veislu á Gauknum. Allir sem eru komnir með leið á þessum kulda ættu ekki að missa af þessu, stemmningin verður sjóðandi,“ segir Steinunn að lokum.Hér að neðan má sjá sveitina flytja þekktan smell í nýjum búningi.
Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira