Jóna Guðlaug í sérflokki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2014 17:37 Jóna Guðlaug spilaði á sínum tíma bæði með liðum í Frakklandi og Austurríki. Mynd/Aðsend Eftir fína byrjun lentu Stjörnustelpur í miklu basli með uppgjafir og sterkan sóknarleik Þróttarans Jónu Guðlaugar Vigfúsdóttur í sigri Austfirðinga í Mikasadeild kvenna í Garðabænum í dag. Stjarnan vann sigur í fyrstu hrinunni 27-25 eftir að hafa haft frumkvæðið alla hrinuna. Þróttur sneri við blaðinu með 25-11 sigri í annarri hrinu sem líkt og tölurnar gefa til kynna var ekki jafn spennandi og sú fyrsta. Bláklæddar heimakonur héldu vel í við gulklædda gestina í þriðju hrinu og stóðu leikar 21-21. Þá skoruðu gestirnir frá Neskaupstað fjögur stig í röð og 25-21 sigur í hrinunni staðreynd. Lokahrinan var svo einstök og í járnum frá upphafi til enda. Svo fór að Þróttur hafði sigur 28-26 og þar með 3-1 í hrinunum fjórum. Stigahæstar í liði Stjörnunnar voru Ásthildur Gunnarsdóttir með 11 stig og Nicole Hannah Johansen með 8 stig. Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir átti frábæran leik og skoraði 36 stig og þar af 8 stig úr uppgjöfum næst á eftir henni var Erla Rán Eiríksdóttir með 11 stig. Fyrr í dag vann Afturelding 3-0 sigur á KA norðan heiða. Sigur gestanna úr Mosfellsbæ var nokkuð öruggur eða 25-12, 25-9 og 25-7. Stighæstu liðsmenn Aftureldingar voru Auður Anna Jónsdóttir með 14 stig og Thelma D Grétarsdóttir með 13 stig. Hjá KA voru það Friðrika Marteinsdóttir með 5 stig, Una Sigurðardóttir og Lena Braun með 2 stig hvor. Afturelding er sem fyrr í toppsæti deildarinnar og KA á botninum. Stöðuna í deildinni má sjá hér. Íþróttir Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Eftir fína byrjun lentu Stjörnustelpur í miklu basli með uppgjafir og sterkan sóknarleik Þróttarans Jónu Guðlaugar Vigfúsdóttur í sigri Austfirðinga í Mikasadeild kvenna í Garðabænum í dag. Stjarnan vann sigur í fyrstu hrinunni 27-25 eftir að hafa haft frumkvæðið alla hrinuna. Þróttur sneri við blaðinu með 25-11 sigri í annarri hrinu sem líkt og tölurnar gefa til kynna var ekki jafn spennandi og sú fyrsta. Bláklæddar heimakonur héldu vel í við gulklædda gestina í þriðju hrinu og stóðu leikar 21-21. Þá skoruðu gestirnir frá Neskaupstað fjögur stig í röð og 25-21 sigur í hrinunni staðreynd. Lokahrinan var svo einstök og í járnum frá upphafi til enda. Svo fór að Þróttur hafði sigur 28-26 og þar með 3-1 í hrinunum fjórum. Stigahæstar í liði Stjörnunnar voru Ásthildur Gunnarsdóttir með 11 stig og Nicole Hannah Johansen með 8 stig. Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir átti frábæran leik og skoraði 36 stig og þar af 8 stig úr uppgjöfum næst á eftir henni var Erla Rán Eiríksdóttir með 11 stig. Fyrr í dag vann Afturelding 3-0 sigur á KA norðan heiða. Sigur gestanna úr Mosfellsbæ var nokkuð öruggur eða 25-12, 25-9 og 25-7. Stighæstu liðsmenn Aftureldingar voru Auður Anna Jónsdóttir með 14 stig og Thelma D Grétarsdóttir með 13 stig. Hjá KA voru það Friðrika Marteinsdóttir með 5 stig, Una Sigurðardóttir og Lena Braun með 2 stig hvor. Afturelding er sem fyrr í toppsæti deildarinnar og KA á botninum. Stöðuna í deildinni má sjá hér.
Íþróttir Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira