Matseðill fyrir fátæka námsmenn Ugla Egilsdóttir skrifar 31. janúar 2014 18:30 Ragnar Pétursson er flinkur matreiðslumaður. Ragnar Pétursson matreiðslumaður á Vox setti saman kvöldmatarseðil fyrir tvo í eina viku fyrir 6.382 kr. Stúdentaráð reiknaði það út fyrir stuttu að námsmaður á námslánum gæti aðeins eytt 1.300 krónum á dag í mat. Meðalkvöldmáltíð á eftirfarandi matseðli kostar 911 kr. Þá eru eftir 389 kr. fyrir aðrar máltíðir dagsins. Það dugar líklega heldur skammt, en þó má benda á að maturinn er hugsaður fyrir tvo og því mætti borða helming matarins sem hádegismat daginn eftir. Allir ættu að búa svo vel að eiga lárviðarlauf, matarolíu, mjólk, hveiti, salt og pipar. Þess vegna var það ekki keypt í þessari verslunarferð. Athugið að sumt af því sem var keypt í þessari innkaupaferð nýtist áfram í búið, þannig að ef eldað er eftir sama matseðli aftur kostar það minna í næsta skipti.Mánudagur: Hjörtu í sósu með silkimjúkri kartöflumús Þriðjudagur: Tómatpasta með ólívum og hvítlauksbrauði Miðvikudagur: Frönsk lauksúpa Matseðill fyrir þriðjudag og miðvikudag. Fimmtudagur: Spicy-kjúklingavængir með gráðostasósu og sætum kartöflum Föstudagur: Smjörsteiktur saltfiskur með blómkálsmauki, eplum og rófum Matseðill fyrir fimmtudag og föstudag. Laugardagur: Kálbögglar með gulrótum og lauksmjöri Sunnudagur: Niçosie-salat Matseðill fyrir laugardag og sunnudag. Kjúklingur Pastaréttir Salat Saltfiskur Súpur Uppskriftir Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Ragnar Pétursson matreiðslumaður á Vox setti saman kvöldmatarseðil fyrir tvo í eina viku fyrir 6.382 kr. Stúdentaráð reiknaði það út fyrir stuttu að námsmaður á námslánum gæti aðeins eytt 1.300 krónum á dag í mat. Meðalkvöldmáltíð á eftirfarandi matseðli kostar 911 kr. Þá eru eftir 389 kr. fyrir aðrar máltíðir dagsins. Það dugar líklega heldur skammt, en þó má benda á að maturinn er hugsaður fyrir tvo og því mætti borða helming matarins sem hádegismat daginn eftir. Allir ættu að búa svo vel að eiga lárviðarlauf, matarolíu, mjólk, hveiti, salt og pipar. Þess vegna var það ekki keypt í þessari verslunarferð. Athugið að sumt af því sem var keypt í þessari innkaupaferð nýtist áfram í búið, þannig að ef eldað er eftir sama matseðli aftur kostar það minna í næsta skipti.Mánudagur: Hjörtu í sósu með silkimjúkri kartöflumús Þriðjudagur: Tómatpasta með ólívum og hvítlauksbrauði Miðvikudagur: Frönsk lauksúpa Matseðill fyrir þriðjudag og miðvikudag. Fimmtudagur: Spicy-kjúklingavængir með gráðostasósu og sætum kartöflum Föstudagur: Smjörsteiktur saltfiskur með blómkálsmauki, eplum og rófum Matseðill fyrir fimmtudag og föstudag. Laugardagur: Kálbögglar með gulrótum og lauksmjöri Sunnudagur: Niçosie-salat Matseðill fyrir laugardag og sunnudag.
Kjúklingur Pastaréttir Salat Saltfiskur Súpur Uppskriftir Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira