Lífið

Woody Allen mun svara ásökunum um kynferðisofbeldi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Allen hefur ávallt neitað ásökunum um kynferðisofbeldi.
Allen hefur ávallt neitað ásökunum um kynferðisofbeldi. vísir/getty

Bandaríski leikstjórinn Woody Allen mun svara ásökunum dóttur sinnar um að hann hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi þegar hún var barn. Vanity Fair greinir frá þessu.



Dylan Previn, dóttir Allens og leikkonunnar Miu Farrow, birti bréf á vefsíðu New York Times um síðustu helgi þar sem hún lýsir ofbeldinu en leikstjórinn hefur ávallt neitað sök.



Að sögn New York Times er ekki hefð fyrir því að birta svör við aðsendum bréfum en engu að síður var ákveðið að gera það í þetta sinn þar sem um viðkvæmt mál er að ræða.



Ekki var gefin upp nákvæm tímasetning á birtingu svarsins en þó er búist við því að það verði innan fárra daga.


Tengdar fréttir

Opið bréf Dylan Farrow vekur heimsathygli

Virðingin sem Woody Allen nýtur í kvikmyndaiðnaðinum er lýsandi dæmi þess að samfélagið bregst ítrekað fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í opnu bréfi Dylan Farrow, dóttur Allens, sem birtist í The New York Times í gærkvöldi, en þar lýsir hún misnotkun af hálfu föður síns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.