Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Akureyri 26-20 | Auðvelt hjá toppliðinu Anton Ingi Leifsson á Ásvöllum skrifar 6. febrúar 2014 16:58 Sigurbergur lúðrar á markið í kvöld. vísir/valli Haukar styrktu stöðu sína á toppnum í kvöld þegar þeir sigruðu Akureyri 26-20. Giedrius Morkunas og varnarleikur Hauka voru lykillinn að því. Leikurinn var þó ekki mikið fyrir augað. Leikurinn var vel jafn í rúmar tuttugu og fimm mínútur í fyrri hálfleik. Liðin skiptust á að skora og bæði lið léku fínan varnarleik þó gestirnir hefðu þurft að hafa meira fyrir hverju marki ef svo mætti að orði komast. Þeir opnuðu þó vörn Hauka ágætlega oft á tíðum. Undir lok fyrri hálfleiks gáfu þó heimamenn í og breyttu stöðunni úr 8-8 í 12-9, þar af tvö hraðaupphlaupsmörk frá Árna Stein Steinþórssyni. Staðan 12-9 í hálfleik. Fyrri hálfleik var ekki mikið fyrir augað eins og tölurnar gefa kannski til að kynna. Eftir 26 mínútur var staðan einungis 8-8 sem gefur til að kynna skemmtanagildið, sem var ekki mikið. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleik af krafti og náðu sex marka forystu eftir rúmar fimm mínútur í síðari hálfleik. Gestirnir spiluðu sig oft í góð færi í síðari hálfleik, en Morkunas var þeim erfiður. Lokaði vel og örugglega á þá. Giedrius Morkunas var maður leiksins í kvöld. Morkunas varði vel og þá sérstaklega í fyrri hálfleik, en eins og fyrr segir spiluðu gestirnir sig oft í færi. Sigurbergur Sveinsson og Árni Steinn Steinþórsson voru bestir í sóknarleik heimamanna, en Sigurbergur tók sig nokkrar mínútur í að hitna aðeins. Í liði gestanna báru þeir Bjarni Fritzson og Kristján Orri liði uppi. Örvhentu mennirnir skoruðu alls fjórtán af tuttugu mörkum gestanna og þurfa fleiri að stíga upp ætli liði sér að vinna eins sterkt lið og Haukanna. Með sigrinum ná Haukarnir sjö stiga forystu á topnum, þangað til í kvöld að minnsta kosti. Akureyri er enn í sjöunda sæti með átta stig, fimm stigum fyrir ofan HK sem er í því neðsta.Patrekur: Þetta eru flottir strákar ,,Ég er mjög ánægður. Þetta var ekkert auðveldur leikur eins og sást í byrjun og Akureyringarnir mættu öflugir til leiks. Þetta var hörkuleikur sérstaklega fyrstu tuttugu og fimm mínúturnar. Það var gott að vera með þriggja marka forystu í hálfleik," sagði Patrekur strax að leik loknum. ,,Einnig var ég mjög ánægður hvernig við komum inn í síðari hálfleikinn og líka hvað við náðum að nota vel breiddina. Það er það sem þjálfarar eru ánægðir með, margir stóðu sig vel." Aðspurður hvort hann hafi verið óánægður með eitthvað sagði Patrekur: ,,Það er alltaf eitthvað slæmt, en miðað við leikinn á móti ÍR þar sem ég var virkilega óánægður með hvernig við komum inn var ég mjög ánægður með þetta. Númer eitt, tvö og þrjú er það að ég sjái að leikmenn eru klárir. Auðvitað koma alltaf mistök, það gerist í hverjum einasta leik." ,,Í heildina var þetta flottur sigur hjá strákunum og maður sá svona Hauka-hjartað. Þó ég hafi verið úti í Austurríki og á Evrópumótinu var ég í góðu sambandi við mína aðstoðarmenn og strákarnir voru að æfa rosalega vel. Við unnum rosalega mikið í líkamlega þættinum og auðvitað í handboltanum líka, það er það sem er ánægjulegt. Það er orka og kraftur í strákunum. Þessi leikur er búinn og þá er það bara næsta verkefni." Haukarnir eru með sjö stiga forystu á toppnum. Er kampavínið komið í kælinn á Ásvöllum? ,,Nei, að byrja fagna snemma er það hættulegasta sem maður gerir. Við eigum að líta á okkur sjálfa og sjá hvað við getum bætt í okkar leik, alls ekki að fara á eitthvað flug. Þetta eru það flottir strákar, við höfum ekki byrjað að fagna hingað til og förum ekki að gera það núna." ,,Valsararnir eru með hörkulið og okkur hefur ekkert gengið alltof vel gegn þeim í vetur. Síðasti leikur gegn þeim fór jafntefli og þetta er önnur keppni, við þurfum að undirbúa okkur vel. Það er krefjandi verkefni, en við förum fullir sjálfstraust í það," sagði Patrekur að lokum, aðspurður út í KFUM-slaginn gegn Val í bikarnum á mánudag.Bjarni Fritzson: Mistökin dýr gegn svona góðu liði ,,Þetta var svona eins og seinasti leikur gegn Val. Við erum að spila rosalega vel á köflum, en svo koma bara slæm mistök þar sem við erum að tapa boltanum. Við fáum hraðaupphlaup í bakið og erum að skjóta illa á markmanninn," sagði Bjarni Fritzson, spilandi þjálfari Akureyrar, að leik loknum. ,,Á köflum erum við að standa þeim bara jafnfætis. Spila góða sókn og standa vörnina svona ágætlega. Hann varði örugglega fimm dauðafæri í fyrri hálfleik og það er ekki nógu gott. Við hefðum getað skorað þarna undir lok fyrri hálfleiks, en fáum í staðinn mark í bakið. Munurinn verður því þrjú mark í hálfleik í staðinn fyrir eitt." ,,Fyrri hálfleikurinn var bara jafn og við vorum bara góðir. Þessi mistök eru svo dýr gegn svona góðu liði, en þetta eru ungir strákar og ekkert óeðlilegt að þeir geri slík mistök." ,,Við vorum rosalega góðir á köflum í dag, en við gerðum það líka gegn Val í fyrri hálfleik í síðasta leik. Það er nátturlega ekkert gott að vera með svona mikið af opnunum, en að vera samt með markmann í tuttugu skotum. Það er jákvætt að við séum að ná opnunum, en við verðum að vera einbeittari í skotunum." Akureyri mætir FH næst í bikarnum. Bjarni er spenntur fyrir því að fá gömlu félagana í heimsókn: ,,Það er bara gaman og við erum bara ferskir. Okkur finnst gaman að fá FH í heimsókn, þeir eru með flott lið og það verður bara skemmtilegt verkefni," sagði Bjarni að lokum.vísir/vallivísir/valli Olís-deild karla Mest lesið Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Haukar styrktu stöðu sína á toppnum í kvöld þegar þeir sigruðu Akureyri 26-20. Giedrius Morkunas og varnarleikur Hauka voru lykillinn að því. Leikurinn var þó ekki mikið fyrir augað. Leikurinn var vel jafn í rúmar tuttugu og fimm mínútur í fyrri hálfleik. Liðin skiptust á að skora og bæði lið léku fínan varnarleik þó gestirnir hefðu þurft að hafa meira fyrir hverju marki ef svo mætti að orði komast. Þeir opnuðu þó vörn Hauka ágætlega oft á tíðum. Undir lok fyrri hálfleiks gáfu þó heimamenn í og breyttu stöðunni úr 8-8 í 12-9, þar af tvö hraðaupphlaupsmörk frá Árna Stein Steinþórssyni. Staðan 12-9 í hálfleik. Fyrri hálfleik var ekki mikið fyrir augað eins og tölurnar gefa kannski til að kynna. Eftir 26 mínútur var staðan einungis 8-8 sem gefur til að kynna skemmtanagildið, sem var ekki mikið. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleik af krafti og náðu sex marka forystu eftir rúmar fimm mínútur í síðari hálfleik. Gestirnir spiluðu sig oft í góð færi í síðari hálfleik, en Morkunas var þeim erfiður. Lokaði vel og örugglega á þá. Giedrius Morkunas var maður leiksins í kvöld. Morkunas varði vel og þá sérstaklega í fyrri hálfleik, en eins og fyrr segir spiluðu gestirnir sig oft í færi. Sigurbergur Sveinsson og Árni Steinn Steinþórsson voru bestir í sóknarleik heimamanna, en Sigurbergur tók sig nokkrar mínútur í að hitna aðeins. Í liði gestanna báru þeir Bjarni Fritzson og Kristján Orri liði uppi. Örvhentu mennirnir skoruðu alls fjórtán af tuttugu mörkum gestanna og þurfa fleiri að stíga upp ætli liði sér að vinna eins sterkt lið og Haukanna. Með sigrinum ná Haukarnir sjö stiga forystu á topnum, þangað til í kvöld að minnsta kosti. Akureyri er enn í sjöunda sæti með átta stig, fimm stigum fyrir ofan HK sem er í því neðsta.Patrekur: Þetta eru flottir strákar ,,Ég er mjög ánægður. Þetta var ekkert auðveldur leikur eins og sást í byrjun og Akureyringarnir mættu öflugir til leiks. Þetta var hörkuleikur sérstaklega fyrstu tuttugu og fimm mínúturnar. Það var gott að vera með þriggja marka forystu í hálfleik," sagði Patrekur strax að leik loknum. ,,Einnig var ég mjög ánægður hvernig við komum inn í síðari hálfleikinn og líka hvað við náðum að nota vel breiddina. Það er það sem þjálfarar eru ánægðir með, margir stóðu sig vel." Aðspurður hvort hann hafi verið óánægður með eitthvað sagði Patrekur: ,,Það er alltaf eitthvað slæmt, en miðað við leikinn á móti ÍR þar sem ég var virkilega óánægður með hvernig við komum inn var ég mjög ánægður með þetta. Númer eitt, tvö og þrjú er það að ég sjái að leikmenn eru klárir. Auðvitað koma alltaf mistök, það gerist í hverjum einasta leik." ,,Í heildina var þetta flottur sigur hjá strákunum og maður sá svona Hauka-hjartað. Þó ég hafi verið úti í Austurríki og á Evrópumótinu var ég í góðu sambandi við mína aðstoðarmenn og strákarnir voru að æfa rosalega vel. Við unnum rosalega mikið í líkamlega þættinum og auðvitað í handboltanum líka, það er það sem er ánægjulegt. Það er orka og kraftur í strákunum. Þessi leikur er búinn og þá er það bara næsta verkefni." Haukarnir eru með sjö stiga forystu á toppnum. Er kampavínið komið í kælinn á Ásvöllum? ,,Nei, að byrja fagna snemma er það hættulegasta sem maður gerir. Við eigum að líta á okkur sjálfa og sjá hvað við getum bætt í okkar leik, alls ekki að fara á eitthvað flug. Þetta eru það flottir strákar, við höfum ekki byrjað að fagna hingað til og förum ekki að gera það núna." ,,Valsararnir eru með hörkulið og okkur hefur ekkert gengið alltof vel gegn þeim í vetur. Síðasti leikur gegn þeim fór jafntefli og þetta er önnur keppni, við þurfum að undirbúa okkur vel. Það er krefjandi verkefni, en við förum fullir sjálfstraust í það," sagði Patrekur að lokum, aðspurður út í KFUM-slaginn gegn Val í bikarnum á mánudag.Bjarni Fritzson: Mistökin dýr gegn svona góðu liði ,,Þetta var svona eins og seinasti leikur gegn Val. Við erum að spila rosalega vel á köflum, en svo koma bara slæm mistök þar sem við erum að tapa boltanum. Við fáum hraðaupphlaup í bakið og erum að skjóta illa á markmanninn," sagði Bjarni Fritzson, spilandi þjálfari Akureyrar, að leik loknum. ,,Á köflum erum við að standa þeim bara jafnfætis. Spila góða sókn og standa vörnina svona ágætlega. Hann varði örugglega fimm dauðafæri í fyrri hálfleik og það er ekki nógu gott. Við hefðum getað skorað þarna undir lok fyrri hálfleiks, en fáum í staðinn mark í bakið. Munurinn verður því þrjú mark í hálfleik í staðinn fyrir eitt." ,,Fyrri hálfleikurinn var bara jafn og við vorum bara góðir. Þessi mistök eru svo dýr gegn svona góðu liði, en þetta eru ungir strákar og ekkert óeðlilegt að þeir geri slík mistök." ,,Við vorum rosalega góðir á köflum í dag, en við gerðum það líka gegn Val í fyrri hálfleik í síðasta leik. Það er nátturlega ekkert gott að vera með svona mikið af opnunum, en að vera samt með markmann í tuttugu skotum. Það er jákvætt að við séum að ná opnunum, en við verðum að vera einbeittari í skotunum." Akureyri mætir FH næst í bikarnum. Bjarni er spenntur fyrir því að fá gömlu félagana í heimsókn: ,,Það er bara gaman og við erum bara ferskir. Okkur finnst gaman að fá FH í heimsókn, þeir eru með flott lið og það verður bara skemmtilegt verkefni," sagði Bjarni að lokum.vísir/vallivísir/valli
Olís-deild karla Mest lesið Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira