"Maður var bara kallaður tossi“ Ellý Ármanns skrifar 5. febrúar 2014 11:30 Eftirherman Jón Páll Eggertsson, 23 ára, vakti mikla lukku hjá fjölmörgum með frammistöðu sinni í öðrum þætti Ísland Got Talent síðustu helgi en dómararnir sendu hann engu að síðu heim eins og sjá má í myndskeiðinu hér neðar í grein. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrum menntamálaráðherra var til að mynda ósátt við túlkun Jóns á leikaranum Arnold Scwarzenegger.Krakkar stoppa Jón Pál á förnum vegi.Hvernig kom það til að þú byrjaðir að herma eftir þekktum karakterum? „Þegar ég var ungur fannst mér rosalega gaman að gera fyndnar raddir og fólkið í kringum mig hafði gaman af því líka og þá byrjaði þetta að þróast með tímanum,“ útskýrir Jón. „Ég tók bandarísku treiler-röddina sem er hvað þekktust úr mörgum bíómynda-treilerum. Svo tók ég leikarann Arnold Schwarzenegger. Ég tók líka Smeagol og Gollum úr myndinni Lord of the Rings. Ég tók líka Yoda og Chewbacca úr Star Wars.“ “Ég reyndi bara að semja eitthvað sniðugt og þetta voru raddirnar sem mér fannst passa í þetta atriði en ég hef sjálfur lúmskt gaman af þessum röddum.„Hefur þú fengið einhver viðbrögð? „Ég hef fengið mikinn stuðning frá öllum. Ég fékk til dæmis símtal frá Bylgjunni og hafði mjög gaman af því. Krakkar labba að mér og spyrja hvort ég sé sá sem var í „talentinu“ og hrósa mér. Þannig að ég myndi segja að ég sé búinn að fá nokkuð góð viðbrögð þó ég hafi ekki komist áfram.“ Jón Páll hefur ekki þorað aftur í skóla eftir erfiða reynslu„Í dag er ég bara atvinnulaus en mig langar að finna mér eitthvað að gera og þá sérstaklega þegar kemur að því að herma eftir þekktum karakterum. Kannski reyni ég að fá mér umboðsmann,“ segir hann bjartsýnn á framhaldið.Spurður út í námið og atvinnu svarar Jón: „Ég hef ekki mikið verið í skóla. Ég kláraði grunnskóla og hef tekið námskeið hjá Mími. Ég vann til dæmis í Fjölsmiðjunni fyrir fjórum árum og í Bónus á meðan ég var í grunnskóla en það var dálitið erfið upplifun að fara í gegnum grunnskólann með ADHD en ég hef ekki þorað að fara í skóla eftir þá reynslu.“ Fékkstu stuðning í skólanum? „Nei, engan svakalegan. Maður var bara kallaður tossi og settur í sérdeild sem gerði hluti vandræðalega en ég er úr Breiðholtinu. Ég var í Fellaskóla. Þetta var bara venjuleg sérdeild með erfiða fólkinu þar sem því var safnað saman. Það var bara niðurlægjandi. Að vera öðruvísi og settur fyrir neðan almenna nemendur,„segir þessi hæfileikaríki maður reynslunni ríkari.„Þetta eru ótvíræðir hæfileikar,“ sagði Bubbi sem kunni að meta Jón Pál eins og margir áhorfendur heima í stofu. Hér má sjá frammistöðu Jóns á laugardaginn var: Ísland Got Talent Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Eftirherman Jón Páll Eggertsson, 23 ára, vakti mikla lukku hjá fjölmörgum með frammistöðu sinni í öðrum þætti Ísland Got Talent síðustu helgi en dómararnir sendu hann engu að síðu heim eins og sjá má í myndskeiðinu hér neðar í grein. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrum menntamálaráðherra var til að mynda ósátt við túlkun Jóns á leikaranum Arnold Scwarzenegger.Krakkar stoppa Jón Pál á förnum vegi.Hvernig kom það til að þú byrjaðir að herma eftir þekktum karakterum? „Þegar ég var ungur fannst mér rosalega gaman að gera fyndnar raddir og fólkið í kringum mig hafði gaman af því líka og þá byrjaði þetta að þróast með tímanum,“ útskýrir Jón. „Ég tók bandarísku treiler-röddina sem er hvað þekktust úr mörgum bíómynda-treilerum. Svo tók ég leikarann Arnold Schwarzenegger. Ég tók líka Smeagol og Gollum úr myndinni Lord of the Rings. Ég tók líka Yoda og Chewbacca úr Star Wars.“ “Ég reyndi bara að semja eitthvað sniðugt og þetta voru raddirnar sem mér fannst passa í þetta atriði en ég hef sjálfur lúmskt gaman af þessum röddum.„Hefur þú fengið einhver viðbrögð? „Ég hef fengið mikinn stuðning frá öllum. Ég fékk til dæmis símtal frá Bylgjunni og hafði mjög gaman af því. Krakkar labba að mér og spyrja hvort ég sé sá sem var í „talentinu“ og hrósa mér. Þannig að ég myndi segja að ég sé búinn að fá nokkuð góð viðbrögð þó ég hafi ekki komist áfram.“ Jón Páll hefur ekki þorað aftur í skóla eftir erfiða reynslu„Í dag er ég bara atvinnulaus en mig langar að finna mér eitthvað að gera og þá sérstaklega þegar kemur að því að herma eftir þekktum karakterum. Kannski reyni ég að fá mér umboðsmann,“ segir hann bjartsýnn á framhaldið.Spurður út í námið og atvinnu svarar Jón: „Ég hef ekki mikið verið í skóla. Ég kláraði grunnskóla og hef tekið námskeið hjá Mími. Ég vann til dæmis í Fjölsmiðjunni fyrir fjórum árum og í Bónus á meðan ég var í grunnskóla en það var dálitið erfið upplifun að fara í gegnum grunnskólann með ADHD en ég hef ekki þorað að fara í skóla eftir þá reynslu.“ Fékkstu stuðning í skólanum? „Nei, engan svakalegan. Maður var bara kallaður tossi og settur í sérdeild sem gerði hluti vandræðalega en ég er úr Breiðholtinu. Ég var í Fellaskóla. Þetta var bara venjuleg sérdeild með erfiða fólkinu þar sem því var safnað saman. Það var bara niðurlægjandi. Að vera öðruvísi og settur fyrir neðan almenna nemendur,„segir þessi hæfileikaríki maður reynslunni ríkari.„Þetta eru ótvíræðir hæfileikar,“ sagði Bubbi sem kunni að meta Jón Pál eins og margir áhorfendur heima í stofu. Hér má sjá frammistöðu Jóns á laugardaginn var:
Ísland Got Talent Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira