"Maður var bara kallaður tossi“ Ellý Ármanns skrifar 5. febrúar 2014 11:30 Eftirherman Jón Páll Eggertsson, 23 ára, vakti mikla lukku hjá fjölmörgum með frammistöðu sinni í öðrum þætti Ísland Got Talent síðustu helgi en dómararnir sendu hann engu að síðu heim eins og sjá má í myndskeiðinu hér neðar í grein. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrum menntamálaráðherra var til að mynda ósátt við túlkun Jóns á leikaranum Arnold Scwarzenegger.Krakkar stoppa Jón Pál á förnum vegi.Hvernig kom það til að þú byrjaðir að herma eftir þekktum karakterum? „Þegar ég var ungur fannst mér rosalega gaman að gera fyndnar raddir og fólkið í kringum mig hafði gaman af því líka og þá byrjaði þetta að þróast með tímanum,“ útskýrir Jón. „Ég tók bandarísku treiler-röddina sem er hvað þekktust úr mörgum bíómynda-treilerum. Svo tók ég leikarann Arnold Schwarzenegger. Ég tók líka Smeagol og Gollum úr myndinni Lord of the Rings. Ég tók líka Yoda og Chewbacca úr Star Wars.“ “Ég reyndi bara að semja eitthvað sniðugt og þetta voru raddirnar sem mér fannst passa í þetta atriði en ég hef sjálfur lúmskt gaman af þessum röddum.„Hefur þú fengið einhver viðbrögð? „Ég hef fengið mikinn stuðning frá öllum. Ég fékk til dæmis símtal frá Bylgjunni og hafði mjög gaman af því. Krakkar labba að mér og spyrja hvort ég sé sá sem var í „talentinu“ og hrósa mér. Þannig að ég myndi segja að ég sé búinn að fá nokkuð góð viðbrögð þó ég hafi ekki komist áfram.“ Jón Páll hefur ekki þorað aftur í skóla eftir erfiða reynslu„Í dag er ég bara atvinnulaus en mig langar að finna mér eitthvað að gera og þá sérstaklega þegar kemur að því að herma eftir þekktum karakterum. Kannski reyni ég að fá mér umboðsmann,“ segir hann bjartsýnn á framhaldið.Spurður út í námið og atvinnu svarar Jón: „Ég hef ekki mikið verið í skóla. Ég kláraði grunnskóla og hef tekið námskeið hjá Mími. Ég vann til dæmis í Fjölsmiðjunni fyrir fjórum árum og í Bónus á meðan ég var í grunnskóla en það var dálitið erfið upplifun að fara í gegnum grunnskólann með ADHD en ég hef ekki þorað að fara í skóla eftir þá reynslu.“ Fékkstu stuðning í skólanum? „Nei, engan svakalegan. Maður var bara kallaður tossi og settur í sérdeild sem gerði hluti vandræðalega en ég er úr Breiðholtinu. Ég var í Fellaskóla. Þetta var bara venjuleg sérdeild með erfiða fólkinu þar sem því var safnað saman. Það var bara niðurlægjandi. Að vera öðruvísi og settur fyrir neðan almenna nemendur,„segir þessi hæfileikaríki maður reynslunni ríkari.„Þetta eru ótvíræðir hæfileikar,“ sagði Bubbi sem kunni að meta Jón Pál eins og margir áhorfendur heima í stofu. Hér má sjá frammistöðu Jóns á laugardaginn var: Ísland Got Talent Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Sjá meira
Eftirherman Jón Páll Eggertsson, 23 ára, vakti mikla lukku hjá fjölmörgum með frammistöðu sinni í öðrum þætti Ísland Got Talent síðustu helgi en dómararnir sendu hann engu að síðu heim eins og sjá má í myndskeiðinu hér neðar í grein. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrum menntamálaráðherra var til að mynda ósátt við túlkun Jóns á leikaranum Arnold Scwarzenegger.Krakkar stoppa Jón Pál á förnum vegi.Hvernig kom það til að þú byrjaðir að herma eftir þekktum karakterum? „Þegar ég var ungur fannst mér rosalega gaman að gera fyndnar raddir og fólkið í kringum mig hafði gaman af því líka og þá byrjaði þetta að þróast með tímanum,“ útskýrir Jón. „Ég tók bandarísku treiler-röddina sem er hvað þekktust úr mörgum bíómynda-treilerum. Svo tók ég leikarann Arnold Schwarzenegger. Ég tók líka Smeagol og Gollum úr myndinni Lord of the Rings. Ég tók líka Yoda og Chewbacca úr Star Wars.“ “Ég reyndi bara að semja eitthvað sniðugt og þetta voru raddirnar sem mér fannst passa í þetta atriði en ég hef sjálfur lúmskt gaman af þessum röddum.„Hefur þú fengið einhver viðbrögð? „Ég hef fengið mikinn stuðning frá öllum. Ég fékk til dæmis símtal frá Bylgjunni og hafði mjög gaman af því. Krakkar labba að mér og spyrja hvort ég sé sá sem var í „talentinu“ og hrósa mér. Þannig að ég myndi segja að ég sé búinn að fá nokkuð góð viðbrögð þó ég hafi ekki komist áfram.“ Jón Páll hefur ekki þorað aftur í skóla eftir erfiða reynslu„Í dag er ég bara atvinnulaus en mig langar að finna mér eitthvað að gera og þá sérstaklega þegar kemur að því að herma eftir þekktum karakterum. Kannski reyni ég að fá mér umboðsmann,“ segir hann bjartsýnn á framhaldið.Spurður út í námið og atvinnu svarar Jón: „Ég hef ekki mikið verið í skóla. Ég kláraði grunnskóla og hef tekið námskeið hjá Mími. Ég vann til dæmis í Fjölsmiðjunni fyrir fjórum árum og í Bónus á meðan ég var í grunnskóla en það var dálitið erfið upplifun að fara í gegnum grunnskólann með ADHD en ég hef ekki þorað að fara í skóla eftir þá reynslu.“ Fékkstu stuðning í skólanum? „Nei, engan svakalegan. Maður var bara kallaður tossi og settur í sérdeild sem gerði hluti vandræðalega en ég er úr Breiðholtinu. Ég var í Fellaskóla. Þetta var bara venjuleg sérdeild með erfiða fólkinu þar sem því var safnað saman. Það var bara niðurlægjandi. Að vera öðruvísi og settur fyrir neðan almenna nemendur,„segir þessi hæfileikaríki maður reynslunni ríkari.„Þetta eru ótvíræðir hæfileikar,“ sagði Bubbi sem kunni að meta Jón Pál eins og margir áhorfendur heima í stofu. Hér má sjá frammistöðu Jóns á laugardaginn var:
Ísland Got Talent Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Sjá meira