Stétt skógarhöggsmanna fer stækkandi á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 4. febrúar 2014 17:00 Vaxandi skógariðnaður á Íslandi gefur færi á milljarða gjaldeyrissparnaði þjóðarbúsins, að mati skógræktarmanna. Plankar, pizzagerð og járnblendiðnaður, allt tengist þetta skógræktinni á Hallormsstað. Höfuðslóðir íslenskrar skógræktar á Fljótsdalshéraði eru heimsóttar í þættinum „Um land allt“ sem var á dagskrá á Stöð 2 þriðjudagskvöldið 4. febrúar. Þar má sjá dæmi um afkastamikla trjáfellingarvél sem er einn af þeim vísum sem komnir er að skógariðnaði á Fljótsdalshéraði. Stétt atvinnuskógarhöggsmanna er orðin til á Íslandi sem starfa við grisja vaxandi skóga. Þorsteinn Þórarinsson, skógarhöggsmaður hjá Skógrækt ríksins, sýnir dæmi um hvernig grisjunarviður nýtist meðal annars sem arinviður fyrir pizzaveitingahús til að gefa pizzum gómsætan keim.Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Efniviðurinn úr fyrstu grisjun selst einnig sem iðnviður til járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, sem vill kaupa allt sem til fellur, eins og fram kemur í viðtali við Þór Þorfinnsson, skógarvörð á Hallormsstað. Viðurinn er úr annarri grisjun er orðinn að nægilega gildum trjábolum til að sagast niður í borðplanka. Slík sögunarmylla er á Hallormsstað og því er spáð að einstaka skógarbændur muni í framtíðinni koma sér upp slíkum tækjum til að selja timbur beint frá býli. Ekki eru margir áratugir frá því almenn vantrú ríkti gagnvart skógrækt hérlendis. Þau viðhorf hafa nú breyst enda hefur verið sýnt fram á það að margar trjátegundir vaxa ekki síður á Íslandi en á sömu breiddargráðum á Norðurlöndunum þar sem skógariðnaður er stundaður.Þröstur Eysteinsson skógfræðingur, sviðsstjóri þjóðskóganna.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Þröstur Eysteinsson, skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins og sviðsstjóri þjóðskóganna, segir að Íslendingar flytji inn nær allar skógarafurðir sem þeir nota, fyrir sennilega á þriðja tug milljarða króna á hverju ári. Tækifæri séu til verulegs gjaldeyrissparnaðar á þessu sviði með vaxandi skógum á næstu áratugum með því efla skógrækt og skógariðnað hérlendis. Fljótsdalshérað Skógrækt og landgræðsla Um land allt Tengdar fréttir Smíða gítar úr íslenskum viði Kassagítar úr íslensku birki er meðal gripa sem hjón á sveitabæ við Egilsstaði smíða en þau hafa haft lifibrauð af skógum Fljótsdalshéraðs í meira en fjörutíu ár. 3. febrúar 2014 19:07 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Vaxandi skógariðnaður á Íslandi gefur færi á milljarða gjaldeyrissparnaði þjóðarbúsins, að mati skógræktarmanna. Plankar, pizzagerð og járnblendiðnaður, allt tengist þetta skógræktinni á Hallormsstað. Höfuðslóðir íslenskrar skógræktar á Fljótsdalshéraði eru heimsóttar í þættinum „Um land allt“ sem var á dagskrá á Stöð 2 þriðjudagskvöldið 4. febrúar. Þar má sjá dæmi um afkastamikla trjáfellingarvél sem er einn af þeim vísum sem komnir er að skógariðnaði á Fljótsdalshéraði. Stétt atvinnuskógarhöggsmanna er orðin til á Íslandi sem starfa við grisja vaxandi skóga. Þorsteinn Þórarinsson, skógarhöggsmaður hjá Skógrækt ríksins, sýnir dæmi um hvernig grisjunarviður nýtist meðal annars sem arinviður fyrir pizzaveitingahús til að gefa pizzum gómsætan keim.Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Efniviðurinn úr fyrstu grisjun selst einnig sem iðnviður til járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, sem vill kaupa allt sem til fellur, eins og fram kemur í viðtali við Þór Þorfinnsson, skógarvörð á Hallormsstað. Viðurinn er úr annarri grisjun er orðinn að nægilega gildum trjábolum til að sagast niður í borðplanka. Slík sögunarmylla er á Hallormsstað og því er spáð að einstaka skógarbændur muni í framtíðinni koma sér upp slíkum tækjum til að selja timbur beint frá býli. Ekki eru margir áratugir frá því almenn vantrú ríkti gagnvart skógrækt hérlendis. Þau viðhorf hafa nú breyst enda hefur verið sýnt fram á það að margar trjátegundir vaxa ekki síður á Íslandi en á sömu breiddargráðum á Norðurlöndunum þar sem skógariðnaður er stundaður.Þröstur Eysteinsson skógfræðingur, sviðsstjóri þjóðskóganna.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Þröstur Eysteinsson, skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins og sviðsstjóri þjóðskóganna, segir að Íslendingar flytji inn nær allar skógarafurðir sem þeir nota, fyrir sennilega á þriðja tug milljarða króna á hverju ári. Tækifæri séu til verulegs gjaldeyrissparnaðar á þessu sviði með vaxandi skógum á næstu áratugum með því efla skógrækt og skógariðnað hérlendis.
Fljótsdalshérað Skógrækt og landgræðsla Um land allt Tengdar fréttir Smíða gítar úr íslenskum viði Kassagítar úr íslensku birki er meðal gripa sem hjón á sveitabæ við Egilsstaði smíða en þau hafa haft lifibrauð af skógum Fljótsdalshéraðs í meira en fjörutíu ár. 3. febrúar 2014 19:07 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Smíða gítar úr íslenskum viði Kassagítar úr íslensku birki er meðal gripa sem hjón á sveitabæ við Egilsstaði smíða en þau hafa haft lifibrauð af skógum Fljótsdalshéraðs í meira en fjörutíu ár. 3. febrúar 2014 19:07