Ban Ki-moon mætir til Sotsjí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2014 18:00 Ban Ki-moon og Barack Obama lyfta glösum. Vísir/Getty Ban Ki-moon, ritari Sameinuðu þjóðanna, hefur boðað mætingu sína á setningarhátíð Vetrarólympíuleikanna í Sotsjí sem fram fer á föstudaginn. Hann mun einnig nýta tækifærið og funda með þjóðarleiðtogum annarra landa. Nokkrir af helstu leiðtogum heimsins verða þó fjarverandi. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, Francois Hollande, forseti Frakklands og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hafa allir boðað forföll. Er talið að ástæðuna megi í það minnsta að hluta rekja til viðhorfs Rússa gagnvart samkynhneigðum. Rússar hafa hlotið mikla gagnrýni og hefur íþróttafólk og þjóðarleiðtogar verið hvatt til að sniðganga leikanna sökum laga sem tóku gildi síðastliðið sumar. Nýju lögin banna að fjallað sé um samkynhneigð í nærveru barna eða að nokkur áróður sé hafður í frammi gagnvart börnum.Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur staðfest að allir séu velkomnir á leikana óháð kynhneigð. Hann fullyrðir að engin mismunun eigi sér stað gagnvart samkynhneigðum í Rússlandi. Undir það tók sendiherra Rússlands á Íslandi á dögunum í viðtali við Fréttablaðið. „Það eru engin vandamál. Lög okkar takmarka ekki réttindi samkynhneigðra á nokkurn hátt nema að því leyti að við viljum að börn séu látin í friði,“ segir Andrei Tsyganov. Lögin banna „áróður“ fyrir samtökum samkynhneigðra gagnvart börnum. „Þú mátt gera hvað sem þú vilt er snertir samkynhneigð en láttu börnin eiga sig.“ Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira
Ban Ki-moon, ritari Sameinuðu þjóðanna, hefur boðað mætingu sína á setningarhátíð Vetrarólympíuleikanna í Sotsjí sem fram fer á föstudaginn. Hann mun einnig nýta tækifærið og funda með þjóðarleiðtogum annarra landa. Nokkrir af helstu leiðtogum heimsins verða þó fjarverandi. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, Francois Hollande, forseti Frakklands og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hafa allir boðað forföll. Er talið að ástæðuna megi í það minnsta að hluta rekja til viðhorfs Rússa gagnvart samkynhneigðum. Rússar hafa hlotið mikla gagnrýni og hefur íþróttafólk og þjóðarleiðtogar verið hvatt til að sniðganga leikanna sökum laga sem tóku gildi síðastliðið sumar. Nýju lögin banna að fjallað sé um samkynhneigð í nærveru barna eða að nokkur áróður sé hafður í frammi gagnvart börnum.Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur staðfest að allir séu velkomnir á leikana óháð kynhneigð. Hann fullyrðir að engin mismunun eigi sér stað gagnvart samkynhneigðum í Rússlandi. Undir það tók sendiherra Rússlands á Íslandi á dögunum í viðtali við Fréttablaðið. „Það eru engin vandamál. Lög okkar takmarka ekki réttindi samkynhneigðra á nokkurn hátt nema að því leyti að við viljum að börn séu látin í friði,“ segir Andrei Tsyganov. Lögin banna „áróður“ fyrir samtökum samkynhneigðra gagnvart börnum. „Þú mátt gera hvað sem þú vilt er snertir samkynhneigð en láttu börnin eiga sig.“
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira