Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-Valur 21-31 | Valsmenn unnu stórsigur í Eyjum Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 13. febrúar 2014 18:15 Óli er með strákana sína í Eyjum. Lærisveinar Ólafs Stefánssonar í Val eru komnir á mikið skrið í Olís-deild karla en Valsliðið fagnaði sínum fjórða deildarsigri í röð í kvöld þegar liðið vann tíu marka sigur á ÍBV í Eyjum, 31-21. Bæði lið voru búin að vinna þrjá deildarleiki í röð en féllu út úr bikarnum í upphafi vikunnar. Valsmenn komu hinsvegar mun sterkari til baka frá þeim vonbrigðum og unnu sannfærandi sigur. Leikurinn varð aldrei spennandi en Valsmenn komust yfir í byrjun og héldu forystunni út allan leikinn. Það var eins og Eyjamenn hafi ekki mætt til leiks og fyir það var þeim svo sannarlega refsað. Flottur sóknarleikur og frábær varnarleikur Valsara í byrjun leiks skóp sigurinn. Gestirnir komust sjö mörkum yfir þegar einungis sautján mínútur voru liðnar en þá höfðu þeir Orri Freyr Gíslason og Sveinn Aron Sveinsson farið á kostum. Eyjamenn tóku leikhlé og reyndu að snúa leiknum sér í vil en það virtist vera þannig að fyrir hvert mark sem heimamenn skoruðu þá skoruðu Valsmenn eitt ef ekki tvö í bakið á þeim. Staðan í hálfleik var svo 8-17 og leikurinn nánast búinn. Valsmenn mættu ekki jafnsterkir til leiks í síðari hálfleik en Eyjamenn gengu á lagið og náðu að skora nokkur mörk. Á tveggja mínútna kafla tókst Eyjamönnum að skora fjögur mörk gegn engu frá Valsmönnum og voru þá komnir fjórum mörkum frá gestunum. Þá tók Ólafur Stefánsson leikhlé sem reyndist vera góð ákvörðun því að Valsmönnum tókst að auka forskotið í sjö mörk og þá voru einungis tíu mínútur eftir af leiknum. Munurinn var svo orðinn tíu mörk þegar að Geir Guðmundsson hafði prjónað sig í gegn nokkrum sinnum. Leiknum lauk svo með tveimur mörkum frá Finni Inga Stefánssyni og lokatölur því 21-31, liðin hafa því sætaskipti við topp deildarinnar en Eyjamenn geta endurheimt annað sætið takist þeim að vinna leikinn sem þeir eiga inni.Vignir Stefánsson: Bubbi er hrikalega flottur fyrir aftan „Þetta var mjög gott, erfiður leikur framan af. Þeir komust aðeins inn í þetta aftur, við vissum að þeir myndu ekki gefast upp. Það var gaman að koma hingað aftur og spila,“ sagði Vignir Stefánsson fyrrverandi leikmaður ÍBV og núverandi leikmaður Vals eftir stórsigur síðarnefnda liðsins í Eyjum í kvöld. „Vörnin nær vel saman og Bubbi er hrikalega flottur fyrir aftan. Við erum að bæta okkur og sérstaklega varnarlega,“ bætti Vignir við. „Við stökkum upp fyrir þá í bili og tökum bara þau stig sem eru í boði,“ voru lokaorð Vignis en hann skoraði tvö mörk úr tveimur skotum í dag.Arnar Pétursson: Þetta var alveg skelfilegt „Þetta var langt frá því að vera okkar dagur, þetta var alveg skelfilegt og þá sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar Pétursson annar þjálfara Eyjamanna eftir stórt tap þeirra fyrir Valsmönnum. „Við verðum að renna yfir það í kvöld hvað fór úrskeiðis. Sóknarlega erum við staðir og mætum bolta mjög illa,“ bætti Arnar við en fyrstu 22 mínútur leiksins skoruðu Eyjamenn aðeins fjögur mörk. „Menn áttu að hreyfa sig boltalaust, draga þá út úr stöðum og mæta á ferðinni þar sem þeir voru ekki en það gekk ekki eftir,“ sagði Arnar í lokin en hann segir að leikmenn hafi verið svekktir eftir bikarleikinn og að hans menn verði að hætta að svekkja sig á því og einbeita sér að því að spila góðan handbolta. Olís-deild karla Mest lesið Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Jón Axel kvaddi með viðeigandi hætti Körfubolti Conor: Ég grét af gleði Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Lærisveinar Ólafs Stefánssonar í Val eru komnir á mikið skrið í Olís-deild karla en Valsliðið fagnaði sínum fjórða deildarsigri í röð í kvöld þegar liðið vann tíu marka sigur á ÍBV í Eyjum, 31-21. Bæði lið voru búin að vinna þrjá deildarleiki í röð en féllu út úr bikarnum í upphafi vikunnar. Valsmenn komu hinsvegar mun sterkari til baka frá þeim vonbrigðum og unnu sannfærandi sigur. Leikurinn varð aldrei spennandi en Valsmenn komust yfir í byrjun og héldu forystunni út allan leikinn. Það var eins og Eyjamenn hafi ekki mætt til leiks og fyir það var þeim svo sannarlega refsað. Flottur sóknarleikur og frábær varnarleikur Valsara í byrjun leiks skóp sigurinn. Gestirnir komust sjö mörkum yfir þegar einungis sautján mínútur voru liðnar en þá höfðu þeir Orri Freyr Gíslason og Sveinn Aron Sveinsson farið á kostum. Eyjamenn tóku leikhlé og reyndu að snúa leiknum sér í vil en það virtist vera þannig að fyrir hvert mark sem heimamenn skoruðu þá skoruðu Valsmenn eitt ef ekki tvö í bakið á þeim. Staðan í hálfleik var svo 8-17 og leikurinn nánast búinn. Valsmenn mættu ekki jafnsterkir til leiks í síðari hálfleik en Eyjamenn gengu á lagið og náðu að skora nokkur mörk. Á tveggja mínútna kafla tókst Eyjamönnum að skora fjögur mörk gegn engu frá Valsmönnum og voru þá komnir fjórum mörkum frá gestunum. Þá tók Ólafur Stefánsson leikhlé sem reyndist vera góð ákvörðun því að Valsmönnum tókst að auka forskotið í sjö mörk og þá voru einungis tíu mínútur eftir af leiknum. Munurinn var svo orðinn tíu mörk þegar að Geir Guðmundsson hafði prjónað sig í gegn nokkrum sinnum. Leiknum lauk svo með tveimur mörkum frá Finni Inga Stefánssyni og lokatölur því 21-31, liðin hafa því sætaskipti við topp deildarinnar en Eyjamenn geta endurheimt annað sætið takist þeim að vinna leikinn sem þeir eiga inni.Vignir Stefánsson: Bubbi er hrikalega flottur fyrir aftan „Þetta var mjög gott, erfiður leikur framan af. Þeir komust aðeins inn í þetta aftur, við vissum að þeir myndu ekki gefast upp. Það var gaman að koma hingað aftur og spila,“ sagði Vignir Stefánsson fyrrverandi leikmaður ÍBV og núverandi leikmaður Vals eftir stórsigur síðarnefnda liðsins í Eyjum í kvöld. „Vörnin nær vel saman og Bubbi er hrikalega flottur fyrir aftan. Við erum að bæta okkur og sérstaklega varnarlega,“ bætti Vignir við. „Við stökkum upp fyrir þá í bili og tökum bara þau stig sem eru í boði,“ voru lokaorð Vignis en hann skoraði tvö mörk úr tveimur skotum í dag.Arnar Pétursson: Þetta var alveg skelfilegt „Þetta var langt frá því að vera okkar dagur, þetta var alveg skelfilegt og þá sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar Pétursson annar þjálfara Eyjamanna eftir stórt tap þeirra fyrir Valsmönnum. „Við verðum að renna yfir það í kvöld hvað fór úrskeiðis. Sóknarlega erum við staðir og mætum bolta mjög illa,“ bætti Arnar við en fyrstu 22 mínútur leiksins skoruðu Eyjamenn aðeins fjögur mörk. „Menn áttu að hreyfa sig boltalaust, draga þá út úr stöðum og mæta á ferðinni þar sem þeir voru ekki en það gekk ekki eftir,“ sagði Arnar í lokin en hann segir að leikmenn hafi verið svekktir eftir bikarleikinn og að hans menn verði að hætta að svekkja sig á því og einbeita sér að því að spila góðan handbolta.
Olís-deild karla Mest lesið Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Jón Axel kvaddi með viðeigandi hætti Körfubolti Conor: Ég grét af gleði Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira