Patrekur: Sparaði vestismanninn fyrir rétta leikinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2014 23:03 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka. Vísir/Valli Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, sagði eftir leik að það hefði verið sætt að fagna sigri sinna manna gegn hans gömlu lærisveinum í Val. Haukar slógu Val út úr Coca Cola bikar karla í handbolta í kvöld. „Það var bara allt undir í þessum leik og þetta var frábært. Valsmenn eru með gríðarlega sterkt lið, sérstaklega á heimavelli,“ sagði Patrekur. Hann segir að þeir hefðu æft það vel á æfingum að taka markvörðinn út af og bæta sjöunda manninum við sóknarleikinn. „Við vorum þó ekkert búnir að nota þetta en ég var að geyma þetta útspil fyrir rétta leikinn,“ sagði Patrekur. Herbragðið gekk upp gegn sterkri vörn Valsmanna en Patrekur hrósaði henni. „Óli [Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals] hefur verið að gera góða hluti með þessum varnarleik en mér fannst við samt ná að leysa hana ágætlega. Bubbi [Hlynur Morthens] varði bara allt sem á markið kom.“ „Því ákvað ég að taka þennan séns og fara í sjö á sex. Það hafði virkað svo vel á æfingum,“ bætti Patrekur við. Hann var ánægður með frammistöðu sinna manna þó svo að varnarleikur liðsins hafi verið slakur í upphafi leiks. „Menn gáfust bara aldrei upp og það sýndi hversu mikill sigurvilji ríkir í liðinu. Aðaláherslan hjá mér hefur allaf verið að vinna deildina en það er frábær bónus að komast í höllina.“ Úrslitahelgin í bikarkeppninni fer fram í Laugardalshöllinni í lok mánaðarins og Patrekur segir að hans lið hafi ekki viljað missa af henni. „Ég held að nánast allir aðrir flokkar í Haukum séu komnir áfram í bikarnum og það kom því ekki til greina að vera þeir einu sem sitjum eftir,“ sagði hann og brosti. Giedrius Morkunas hafði átt fínan leik í marki Haukanna eftir erfiða byrjun en engu að síður ákvað Patrekur að setja Einar Ólaf inn á þegar fimmtán mínútur voru eftir. Það reyndist afar mikilvægt á lokasprettinum. „Giedrius er frábær markvörður og hefur verið einn sá besti í deildinni í vetur. En hann vinnur mjög mikið og mér fannst hann bara pínu þreyttur. Ég bara veðjaði á Einar enda hef ég verið að bíða eftir því að hann myndi grípa sitt tækifæri. Það gerði hann í kvöld.“ „Ég þarf bara að tékka á því hvort að Goggi [Morkunas] hafi ekki örugglega hætt í vinnunni á hádegi í dag,“ sagði hann og hló. Olís-deild karla Tengdar fréttir ÍR fjórða liðið inn í undanúrslitin Bikarmeistarar ÍR eru komnir í undanúrslit Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir 28-23 sigur á Selfossi í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. 10. febrúar 2014 22:16 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - FH 30-32 | FH í undanúrslit eftir framlengingu FH-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir 32-30 sigur á Akureyri í framlengdum leik í Höllinni á Akureyri í kvöld. Staðan var 25-25 við lok venjulegs leiktíma. 10. febrúar 2014 18:15 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 26-27 | Herbragð Patta gekk upp Haukar eru komnir áfram í undanúrslit Coca-Cola bikarkeppni karla eftir æsilegan sigur á Val í frábærum handboltaleik í Vodafone-höllinni í kvöld. 10. febrúar 2014 10:44 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, sagði eftir leik að það hefði verið sætt að fagna sigri sinna manna gegn hans gömlu lærisveinum í Val. Haukar slógu Val út úr Coca Cola bikar karla í handbolta í kvöld. „Það var bara allt undir í þessum leik og þetta var frábært. Valsmenn eru með gríðarlega sterkt lið, sérstaklega á heimavelli,“ sagði Patrekur. Hann segir að þeir hefðu æft það vel á æfingum að taka markvörðinn út af og bæta sjöunda manninum við sóknarleikinn. „Við vorum þó ekkert búnir að nota þetta en ég var að geyma þetta útspil fyrir rétta leikinn,“ sagði Patrekur. Herbragðið gekk upp gegn sterkri vörn Valsmanna en Patrekur hrósaði henni. „Óli [Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals] hefur verið að gera góða hluti með þessum varnarleik en mér fannst við samt ná að leysa hana ágætlega. Bubbi [Hlynur Morthens] varði bara allt sem á markið kom.“ „Því ákvað ég að taka þennan séns og fara í sjö á sex. Það hafði virkað svo vel á æfingum,“ bætti Patrekur við. Hann var ánægður með frammistöðu sinna manna þó svo að varnarleikur liðsins hafi verið slakur í upphafi leiks. „Menn gáfust bara aldrei upp og það sýndi hversu mikill sigurvilji ríkir í liðinu. Aðaláherslan hjá mér hefur allaf verið að vinna deildina en það er frábær bónus að komast í höllina.“ Úrslitahelgin í bikarkeppninni fer fram í Laugardalshöllinni í lok mánaðarins og Patrekur segir að hans lið hafi ekki viljað missa af henni. „Ég held að nánast allir aðrir flokkar í Haukum séu komnir áfram í bikarnum og það kom því ekki til greina að vera þeir einu sem sitjum eftir,“ sagði hann og brosti. Giedrius Morkunas hafði átt fínan leik í marki Haukanna eftir erfiða byrjun en engu að síður ákvað Patrekur að setja Einar Ólaf inn á þegar fimmtán mínútur voru eftir. Það reyndist afar mikilvægt á lokasprettinum. „Giedrius er frábær markvörður og hefur verið einn sá besti í deildinni í vetur. En hann vinnur mjög mikið og mér fannst hann bara pínu þreyttur. Ég bara veðjaði á Einar enda hef ég verið að bíða eftir því að hann myndi grípa sitt tækifæri. Það gerði hann í kvöld.“ „Ég þarf bara að tékka á því hvort að Goggi [Morkunas] hafi ekki örugglega hætt í vinnunni á hádegi í dag,“ sagði hann og hló.
Olís-deild karla Tengdar fréttir ÍR fjórða liðið inn í undanúrslitin Bikarmeistarar ÍR eru komnir í undanúrslit Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir 28-23 sigur á Selfossi í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. 10. febrúar 2014 22:16 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - FH 30-32 | FH í undanúrslit eftir framlengingu FH-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir 32-30 sigur á Akureyri í framlengdum leik í Höllinni á Akureyri í kvöld. Staðan var 25-25 við lok venjulegs leiktíma. 10. febrúar 2014 18:15 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 26-27 | Herbragð Patta gekk upp Haukar eru komnir áfram í undanúrslit Coca-Cola bikarkeppni karla eftir æsilegan sigur á Val í frábærum handboltaleik í Vodafone-höllinni í kvöld. 10. febrúar 2014 10:44 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira
ÍR fjórða liðið inn í undanúrslitin Bikarmeistarar ÍR eru komnir í undanúrslit Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir 28-23 sigur á Selfossi í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. 10. febrúar 2014 22:16
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - FH 30-32 | FH í undanúrslit eftir framlengingu FH-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir 32-30 sigur á Akureyri í framlengdum leik í Höllinni á Akureyri í kvöld. Staðan var 25-25 við lok venjulegs leiktíma. 10. febrúar 2014 18:15
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 26-27 | Herbragð Patta gekk upp Haukar eru komnir áfram í undanúrslit Coca-Cola bikarkeppni karla eftir æsilegan sigur á Val í frábærum handboltaleik í Vodafone-höllinni í kvöld. 10. febrúar 2014 10:44