Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 28-30 | Haukar mæta ÍR í úrslitum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 28. febrúar 2014 15:04 Árni Steinn sækir að marki FH í kvöld. Vísir/valli Haukar mæta ÍR í úrslitum Coca Cola bikarsins í handbolta á morgun. Haukar lögðu nágrana sína í FH 30-28 í spennandi og skemmtilegum leik í Laugardalshöll í kvöld. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Fátt var um varnir báðum megin framan af en er leið á hálfleikinn fóru liðin að leika betri vörn og Ágúst Elí Björgvinsson fór kostum í marki FH þær 18 mínútur sem hann lék í fyrri hálfleik. Vendipunktur leiksins var strax í upphafi seinni hálfleiks. Það tók FH rúmar átta mínútur að skora en Þórður Rafn Guðmundsson hafði þá skorað öll fimm mörk fyrri hálfleiks og Haukar fjórum mörkum yfir. Markverðir Hauka náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleik en Giedrius Morkunas fór á kostum í upphafi seinni hálfleiks og gjörsamlega lokaði markinu. Haukar náðu mest fimm marka forystu í seinni hálfleik en FH gafst aldrei upp og sveiflaðist munurinn frá tveimur mörkum upp í fimm og því var spenna í leiknum allt til leiksloka þó frumkvæðið væri alltaf Hauka. Þetta var þriðji sigur Hauka á FH í jafn mörgum leikjum á leiktíðinni og ljóst að grobbrétturinn er á Ásvöllum. Haukar mæta ÍR í úrlitum á morgun klukkan 16 og ljóst að þjálfarar og sjúkraþjálfarar eiga mikið verk fyrir höndum til að leikmenn liðsins verði klárir í slaginn þegar svona stutt er á milli leikja. Þórður Rafn: Verðum klárir á morgun„Við vorum voðalega slakir í hálfleik. Okkur fannst þetta vera búið að ganga vel og vorum heilt yfir mjög sáttir,“ sagði Þórður Rafn spurður út í upphaf seinni hálfleiks þegar hann skoraði fimm fyrstu mörkin og vildi hann ekki gera mikið úr því. „Þetta var vel spilað hjá hinum og ég kláraði færin.“ Eftir að hafa skorað þessi fimm mörk fékk Þórður tvær mínútur og þegar hann kom inn átti hann laglega stoðsendingu. „Það þarf að leggja tóninn og sýna hvað maður getur. Það er gaman að gera það hérna fyrir framan hálffullt hús af FH-ingum og full hús af Haukurum. „FH er með sterkt lið og þetta eru alltaf tvísýnir leikir. Okkur hefur gengið vel með þá í vetur og það er áframhald á því núna,“ sagði Þórður sem sagði enga þreytu geta setið í leikmönnum á svona bikarhelgi þó það sé stutt á milli leikja. „Þetta er bikarleikur og við erum með gott teymi sem tekur á okkur og græjar okkur. Við verðum klárir á morgun ég get lofað því.“ Einar Andri: Vörn og markvarsla datt niður í seinni hálfleik„Við lékum frábærarlega í fyrri hálfleik og fyrir utan þessar átta mínútur þá var leikurinn nokkuð góður hjá okkur,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH um upphafsmínútur seinni hálfleiks sem réðu úrslitum í leiknum. „Við gáfum eftir varnarlega í seinni hálfleik og markvarslan datt niður. Við hefðum þurft að spila aðeins betri vörn til að klára þetta. Mér fannst spilamennskan heilt yfir vera góð. Þetta var frábær handboltaleikur og mikið skorað. Það voru mikil gæði í báðum liðum. „Við erum passívir og vorum með of mikla hjálparvörn hægra megin í vörninni og gáfum nokkur mörk þar. Svo ver hann ég veit ekki hvað mörg skot í upphafi seinni hálfleiks og markvarslan dettur niður hjá okkur. Þetta er ekki flókið, svona sveiflast leikurinn,“ sagði Einar Andri en eyðimerkur ganga FH í bikarnum heldur áfram en 20 ár eru síðan FH vann síðast bikarinn. „Þetta frestast um eitt ár alla vegana,“ sagði Einar Andri. Olís-deild karla Mest lesið Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Haukar mæta ÍR í úrslitum Coca Cola bikarsins í handbolta á morgun. Haukar lögðu nágrana sína í FH 30-28 í spennandi og skemmtilegum leik í Laugardalshöll í kvöld. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Fátt var um varnir báðum megin framan af en er leið á hálfleikinn fóru liðin að leika betri vörn og Ágúst Elí Björgvinsson fór kostum í marki FH þær 18 mínútur sem hann lék í fyrri hálfleik. Vendipunktur leiksins var strax í upphafi seinni hálfleiks. Það tók FH rúmar átta mínútur að skora en Þórður Rafn Guðmundsson hafði þá skorað öll fimm mörk fyrri hálfleiks og Haukar fjórum mörkum yfir. Markverðir Hauka náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleik en Giedrius Morkunas fór á kostum í upphafi seinni hálfleiks og gjörsamlega lokaði markinu. Haukar náðu mest fimm marka forystu í seinni hálfleik en FH gafst aldrei upp og sveiflaðist munurinn frá tveimur mörkum upp í fimm og því var spenna í leiknum allt til leiksloka þó frumkvæðið væri alltaf Hauka. Þetta var þriðji sigur Hauka á FH í jafn mörgum leikjum á leiktíðinni og ljóst að grobbrétturinn er á Ásvöllum. Haukar mæta ÍR í úrlitum á morgun klukkan 16 og ljóst að þjálfarar og sjúkraþjálfarar eiga mikið verk fyrir höndum til að leikmenn liðsins verði klárir í slaginn þegar svona stutt er á milli leikja. Þórður Rafn: Verðum klárir á morgun„Við vorum voðalega slakir í hálfleik. Okkur fannst þetta vera búið að ganga vel og vorum heilt yfir mjög sáttir,“ sagði Þórður Rafn spurður út í upphaf seinni hálfleiks þegar hann skoraði fimm fyrstu mörkin og vildi hann ekki gera mikið úr því. „Þetta var vel spilað hjá hinum og ég kláraði færin.“ Eftir að hafa skorað þessi fimm mörk fékk Þórður tvær mínútur og þegar hann kom inn átti hann laglega stoðsendingu. „Það þarf að leggja tóninn og sýna hvað maður getur. Það er gaman að gera það hérna fyrir framan hálffullt hús af FH-ingum og full hús af Haukurum. „FH er með sterkt lið og þetta eru alltaf tvísýnir leikir. Okkur hefur gengið vel með þá í vetur og það er áframhald á því núna,“ sagði Þórður sem sagði enga þreytu geta setið í leikmönnum á svona bikarhelgi þó það sé stutt á milli leikja. „Þetta er bikarleikur og við erum með gott teymi sem tekur á okkur og græjar okkur. Við verðum klárir á morgun ég get lofað því.“ Einar Andri: Vörn og markvarsla datt niður í seinni hálfleik„Við lékum frábærarlega í fyrri hálfleik og fyrir utan þessar átta mínútur þá var leikurinn nokkuð góður hjá okkur,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH um upphafsmínútur seinni hálfleiks sem réðu úrslitum í leiknum. „Við gáfum eftir varnarlega í seinni hálfleik og markvarslan datt niður. Við hefðum þurft að spila aðeins betri vörn til að klára þetta. Mér fannst spilamennskan heilt yfir vera góð. Þetta var frábær handboltaleikur og mikið skorað. Það voru mikil gæði í báðum liðum. „Við erum passívir og vorum með of mikla hjálparvörn hægra megin í vörninni og gáfum nokkur mörk þar. Svo ver hann ég veit ekki hvað mörg skot í upphafi seinni hálfleiks og markvarslan dettur niður hjá okkur. Þetta er ekki flókið, svona sveiflast leikurinn,“ sagði Einar Andri en eyðimerkur ganga FH í bikarnum heldur áfram en 20 ár eru síðan FH vann síðast bikarinn. „Þetta frestast um eitt ár alla vegana,“ sagði Einar Andri.
Olís-deild karla Mest lesið Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira