Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Valur 21-25 | Valur í úrslit Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. febrúar 2014 14:56 Vísir/valli Þrátt fyrir margar ágætis rispur var Valsliðið einfaldlega of stór biti fyrir Hauka í undanúrslitum Coca Cola bikarsins í handbolta í kvöld. Valsliðið hafði undirtökin í leiknum allt frá fimmtu mínútu leiksins og þrátt fyrir tilraunir Hauka náðu þær aldrei að ógna forskoti Valsliðsins af alvöru. Tíu stig munar á liðunum í Olís-deild kvenna en þegar komið er í bikarkeppnir er ekki spurt að stöðu liðanna í deildinni. Valskonur eru ríkjandi bikarmeistarar en það urðu miklar breytingar á liðinu milli ára. Haukaliðið spilaði gríðarlega sterka vörn fyrstu mínútur leiksins og náði 2-0 forskoti eftir fimm mínútna leik án þess að Sólveig Ásmundardóttir í marki Hauka hafði fengið skot á sig. Þegar fyrsta mark Valsliðsins kom á sjöttu mínútu virtist hinsvegar stíflan bresta og hóf Valsliðið stórskotahríð að marki Hauka. Tapaðir boltar Valskvenna héldu Haukum inn í leiknum í fyrri hálfleik en liðið átti í miklum vandræðum bæði með sóknarleik og markvörslu í hálfleiknum. Seinni hálfleikur var líkur þeim fyrri, á upphafsmínútunum hélt Haukaliðið í gestina en þegar leið á hálfleikinn tók Valsliðið öll völd. Mest fór munurinn á liðunum upp í níu mörk um miðbik seinni hálfleiks en það virtist kveikja á Haukaliðinu. Skyndilega hrökk vörn Hauka í gang og fengu þær aðeins eitt mark á sig á síðustu fimmtán mínútum leiksins. Sóknin reyndi að sama skapi að jafna metin en vörn og markvarsla Valsliðsins hélt liðinu á floti og lauk leiknum því með 25-21 sigri Vals. Það verða því Valskonur sem mæta Stjörnunni í úrslitaleik Coca-Cola bikarsins á laugardaginn klukkan 13:30. Á laugardaginn er einmitt vika síðan liðin mættust og fór Valsliðið með öruggan sigur af hólmi í þeim leik.Kristín Guðmundsdóttir átti stórleik í Valsliðinu með fjórtán mörk, þar af sex úr vítaköstum ásamt því að Karolína Lárusdóttir bætti við átta mörkum úr horninu. Í marki Valsliðsins stóð Berglind Íris Hansdóttir vakt sína með prýði og varði 21 skot eða 50% allra skota sem rötuðu á hana. Kristín: Maður lifir fyrir þessa leiki„Þetta var nákvæmlega það sem við settum með. Vörnin og allt saman heppnaðist fullkomnlega,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, eftir leikinn. „Við vorum kannski orðnar full slakar þarna undir lokin en við vorum bara orðnar rólegar. Fram að því höfðum við verið á fullu gasi svo við þurftum aðeins að slaka á en við gættum okkar að hleypa þeim aldrei of nálægt,“ Haukaliðið náði að minnka muninn úr níu mörkum í fjögur á seinustu fimmtán mínútum leiksins og gáfust ekki upp fyrr en lokaflautið gall. „Ég er ótrúlega ánægð með Haukaliðið og baráttuna sem þær sýndu í kvöld, þetta eru flottar stelpur og gaman að spila við þær. Við erum aftur á móti með reynslumikið lið og við þekkjum þessa leiki. Þessir leikir eru það skemmtilegasta í boltanum, sérstaklega fyrir okkur eldri konurnar sem eru komnar með börn. Þetta er það sem maður lifir fyrir í handboltanum að spila svona leiki,“ Framundan er úrslitaleikur gegn Stjörnunni en liðin sitja í tveimur efstu sætum Olís-deildarinnar. „Þetta er sennilega besti úrslitaleikurinn og þetta verður vonandi hörku leikur sem ég hlakka til að spila. Það er alltaf gaman að spila gegn Stjörnunni og ég skora á fleiri Valsmenn að koma og mynda góða stemmingu. Við eigum það inni hjá aðdáendum Vals að fylla húsið einu sinni enda höfum við haldið uppi stolti deildarinnar lengi,“ sagði Kristín. „Þær vildu sýna og sanna sig loksins þegar þær komust á stóra sviðið að þær gætu spilað svona leiki. Það var hinsvegar full mikið stress í liðinu í upphafi leiks,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Við héldum aðeins aftur af okkur í byrjun sem skilaði mistökum og Valsliðið refsar í þeirri stöðu. Þær sýndu hinsvegar mikinn karakter þegar leið á leikinn og löguðu stöðuna aðeins en auðvitað vill maður meira,“ Þegar borin er saman reynsla leikmanna liðanna er óhætt að segja að Haukaliðið sé óreynt við hlið leikmanna Valsliðsins. „Þetta er það sem við viljum, að fá meiri og meiri reynslu hvað varðar úrslitaleiki og þetta var ágætis byrjun. Við höfðum það ekki í okkur að taka næsta skref hérna í dag,“ Varnarleikur Hauka var flottur í leiknum og tapaði Valsliðið mörgum boltum. Sóknarleikur Hauka og markvarsla Valsliðsins varð liðinu hinsvegar að falli. „Að fá á sig 25 mörk gegn Val er ekki neikvætt, sérstaklega þegar þær fá mörg mörk úr hraðaupphlaupum og af vítalínunni. Varnarleikurinn hefur verið góður hjá okkur og þær áttu í erfiðleikum í opnu spili sem er jákvætt,“ „Sóknarleikurinn hefur verið góður undanfarið en hann var slakur í dag. Ég vill ekkert taka af Berglindi í markinu hjá Val sem er góður markmaður en við vorum að skjóta þæginlegum skotum á hana. Þær náðu að stýra okkur í að taka erfið skot,“ sagði Halldór. „Þetta var ánægjulegt, við spiluðum fyrstu 40 mínútur leiksins frábærlega en eftir það datt einbeitingin aðeins niður,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Við vorum búin að fara vel yfir Haukaliðið ólíkt því þegar við mættum þeim í deildinni þegar við gerðum það ekki,“ Stefán var ánægður með reynsluboltana í liði Vals í kvöld. „Við spiluðum frábæra vörn og Kristín var frábær í sókninni. Það er einkenni góðra leikmanna að stíga upp í stórleikjum og í kvöld voru það Kristín og Karolína sem stigu upp í sóknarleiknum,“ Tapaðir boltar í sóknarleik Valsliðsins hélt Stjörnunni inn í fyrri hálfleik en Stefán var rólegur þrátt fyrir það. „Við vorum að tapa boltanum of oft og klaufalega en við spilum hraðan handbolta. Við keyrum hratt upp völlinn og reynum að notfæra okkur seinni bylgjuna sem kostar einhverja tapaða bolta,“ Stefán var ánægður með baráttuna í Haukaliðinu en undanfarin ár hafa einvígi Vals nánast verið eingöngu við Fram. Í ár virðast fleiri lið ætla að blanda sér í baráttuna en Stefán telur Valsliðið vera litla liðið í einvíginu sem framundan er gegn Stjörnunni á laugardaginn. „Haukaliðið er mjög efnilegt en í dag skilaði reynslan okkur og hefðin sigrinum. Það verður hinsvegar gaman að sjá leikinn á laugardaginn. Við förum inn í úrslitaleikinn sem litla liðið í fyrsta sinn í langan tíma,“ sagði Stefán að lokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 29-26 | Stjarnan í bikarúrslit Stjarnan vann Gróttu í undanúrslitum Coca-Cola bikars kvenna í dag, 26-23. Leikurinn var virkilega fjörugur og markverðir beggja liða áttu góðan dag, en leikurinn var mjög hraður og skemmtilegur. 27. febrúar 2014 14:53 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Sjá meira
Þrátt fyrir margar ágætis rispur var Valsliðið einfaldlega of stór biti fyrir Hauka í undanúrslitum Coca Cola bikarsins í handbolta í kvöld. Valsliðið hafði undirtökin í leiknum allt frá fimmtu mínútu leiksins og þrátt fyrir tilraunir Hauka náðu þær aldrei að ógna forskoti Valsliðsins af alvöru. Tíu stig munar á liðunum í Olís-deild kvenna en þegar komið er í bikarkeppnir er ekki spurt að stöðu liðanna í deildinni. Valskonur eru ríkjandi bikarmeistarar en það urðu miklar breytingar á liðinu milli ára. Haukaliðið spilaði gríðarlega sterka vörn fyrstu mínútur leiksins og náði 2-0 forskoti eftir fimm mínútna leik án þess að Sólveig Ásmundardóttir í marki Hauka hafði fengið skot á sig. Þegar fyrsta mark Valsliðsins kom á sjöttu mínútu virtist hinsvegar stíflan bresta og hóf Valsliðið stórskotahríð að marki Hauka. Tapaðir boltar Valskvenna héldu Haukum inn í leiknum í fyrri hálfleik en liðið átti í miklum vandræðum bæði með sóknarleik og markvörslu í hálfleiknum. Seinni hálfleikur var líkur þeim fyrri, á upphafsmínútunum hélt Haukaliðið í gestina en þegar leið á hálfleikinn tók Valsliðið öll völd. Mest fór munurinn á liðunum upp í níu mörk um miðbik seinni hálfleiks en það virtist kveikja á Haukaliðinu. Skyndilega hrökk vörn Hauka í gang og fengu þær aðeins eitt mark á sig á síðustu fimmtán mínútum leiksins. Sóknin reyndi að sama skapi að jafna metin en vörn og markvarsla Valsliðsins hélt liðinu á floti og lauk leiknum því með 25-21 sigri Vals. Það verða því Valskonur sem mæta Stjörnunni í úrslitaleik Coca-Cola bikarsins á laugardaginn klukkan 13:30. Á laugardaginn er einmitt vika síðan liðin mættust og fór Valsliðið með öruggan sigur af hólmi í þeim leik.Kristín Guðmundsdóttir átti stórleik í Valsliðinu með fjórtán mörk, þar af sex úr vítaköstum ásamt því að Karolína Lárusdóttir bætti við átta mörkum úr horninu. Í marki Valsliðsins stóð Berglind Íris Hansdóttir vakt sína með prýði og varði 21 skot eða 50% allra skota sem rötuðu á hana. Kristín: Maður lifir fyrir þessa leiki„Þetta var nákvæmlega það sem við settum með. Vörnin og allt saman heppnaðist fullkomnlega,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, eftir leikinn. „Við vorum kannski orðnar full slakar þarna undir lokin en við vorum bara orðnar rólegar. Fram að því höfðum við verið á fullu gasi svo við þurftum aðeins að slaka á en við gættum okkar að hleypa þeim aldrei of nálægt,“ Haukaliðið náði að minnka muninn úr níu mörkum í fjögur á seinustu fimmtán mínútum leiksins og gáfust ekki upp fyrr en lokaflautið gall. „Ég er ótrúlega ánægð með Haukaliðið og baráttuna sem þær sýndu í kvöld, þetta eru flottar stelpur og gaman að spila við þær. Við erum aftur á móti með reynslumikið lið og við þekkjum þessa leiki. Þessir leikir eru það skemmtilegasta í boltanum, sérstaklega fyrir okkur eldri konurnar sem eru komnar með börn. Þetta er það sem maður lifir fyrir í handboltanum að spila svona leiki,“ Framundan er úrslitaleikur gegn Stjörnunni en liðin sitja í tveimur efstu sætum Olís-deildarinnar. „Þetta er sennilega besti úrslitaleikurinn og þetta verður vonandi hörku leikur sem ég hlakka til að spila. Það er alltaf gaman að spila gegn Stjörnunni og ég skora á fleiri Valsmenn að koma og mynda góða stemmingu. Við eigum það inni hjá aðdáendum Vals að fylla húsið einu sinni enda höfum við haldið uppi stolti deildarinnar lengi,“ sagði Kristín. „Þær vildu sýna og sanna sig loksins þegar þær komust á stóra sviðið að þær gætu spilað svona leiki. Það var hinsvegar full mikið stress í liðinu í upphafi leiks,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Við héldum aðeins aftur af okkur í byrjun sem skilaði mistökum og Valsliðið refsar í þeirri stöðu. Þær sýndu hinsvegar mikinn karakter þegar leið á leikinn og löguðu stöðuna aðeins en auðvitað vill maður meira,“ Þegar borin er saman reynsla leikmanna liðanna er óhætt að segja að Haukaliðið sé óreynt við hlið leikmanna Valsliðsins. „Þetta er það sem við viljum, að fá meiri og meiri reynslu hvað varðar úrslitaleiki og þetta var ágætis byrjun. Við höfðum það ekki í okkur að taka næsta skref hérna í dag,“ Varnarleikur Hauka var flottur í leiknum og tapaði Valsliðið mörgum boltum. Sóknarleikur Hauka og markvarsla Valsliðsins varð liðinu hinsvegar að falli. „Að fá á sig 25 mörk gegn Val er ekki neikvætt, sérstaklega þegar þær fá mörg mörk úr hraðaupphlaupum og af vítalínunni. Varnarleikurinn hefur verið góður hjá okkur og þær áttu í erfiðleikum í opnu spili sem er jákvætt,“ „Sóknarleikurinn hefur verið góður undanfarið en hann var slakur í dag. Ég vill ekkert taka af Berglindi í markinu hjá Val sem er góður markmaður en við vorum að skjóta þæginlegum skotum á hana. Þær náðu að stýra okkur í að taka erfið skot,“ sagði Halldór. „Þetta var ánægjulegt, við spiluðum fyrstu 40 mínútur leiksins frábærlega en eftir það datt einbeitingin aðeins niður,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Við vorum búin að fara vel yfir Haukaliðið ólíkt því þegar við mættum þeim í deildinni þegar við gerðum það ekki,“ Stefán var ánægður með reynsluboltana í liði Vals í kvöld. „Við spiluðum frábæra vörn og Kristín var frábær í sókninni. Það er einkenni góðra leikmanna að stíga upp í stórleikjum og í kvöld voru það Kristín og Karolína sem stigu upp í sóknarleiknum,“ Tapaðir boltar í sóknarleik Valsliðsins hélt Stjörnunni inn í fyrri hálfleik en Stefán var rólegur þrátt fyrir það. „Við vorum að tapa boltanum of oft og klaufalega en við spilum hraðan handbolta. Við keyrum hratt upp völlinn og reynum að notfæra okkur seinni bylgjuna sem kostar einhverja tapaða bolta,“ Stefán var ánægður með baráttuna í Haukaliðinu en undanfarin ár hafa einvígi Vals nánast verið eingöngu við Fram. Í ár virðast fleiri lið ætla að blanda sér í baráttuna en Stefán telur Valsliðið vera litla liðið í einvíginu sem framundan er gegn Stjörnunni á laugardaginn. „Haukaliðið er mjög efnilegt en í dag skilaði reynslan okkur og hefðin sigrinum. Það verður hinsvegar gaman að sjá leikinn á laugardaginn. Við förum inn í úrslitaleikinn sem litla liðið í fyrsta sinn í langan tíma,“ sagði Stefán að lokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 29-26 | Stjarnan í bikarúrslit Stjarnan vann Gróttu í undanúrslitum Coca-Cola bikars kvenna í dag, 26-23. Leikurinn var virkilega fjörugur og markverðir beggja liða áttu góðan dag, en leikurinn var mjög hraður og skemmtilegur. 27. febrúar 2014 14:53 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 29-26 | Stjarnan í bikarúrslit Stjarnan vann Gróttu í undanúrslitum Coca-Cola bikars kvenna í dag, 26-23. Leikurinn var virkilega fjörugur og markverðir beggja liða áttu góðan dag, en leikurinn var mjög hraður og skemmtilegur. 27. febrúar 2014 14:53