Ekki áhugi í ESB á haltu mér, slepptu mér sambandi við Ísland Hrund Þórsdóttir skrifar 23. febrúar 2014 20:00 Aðildarríki ESB hafa ekki áhuga á haltu mér, slepptu mér sambandi við Ísland og mjög erfitt verður að sannfæra þau um að taka við nýrri aðildarumsókn ef núverandi umsókn verður dregin til baka. Svo segja heimildamenn okkar hjá Evrópusambandinu í Brussel og stangast þetta á við fullyrðingar utanríkisráðherra. Sérfræðingar segja að verði umsókn Íslands um aðild að ESB dregin til baka, sé ólíklegt að önnur umsókn verði tekin til greina í langan tíma, jafnvel áratugi. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, blés á þetta í samtali við fréttastofu í gær og sagði um getgátur að ræða: „Í gær átti ég samtal við Stefan Fule stækkunarstjóra og nokkra af kollegum mínum á Norðurlöndum og tónninn í þeim var sá að Ísland er alltaf velkomið í Evrópusambandið,“ sagði Gunnar Bragi. Heimildamenn okkar hjá Evrópusambandinu í Brussel eru á öðru máli. Þar er tilfinningin sögð sú að mjög erfitt yrði að sannfæra aðildarríkin um að taka umsókn frá Íslandi til greina að nýju, enda hafi þegar farið tími og fjármunir í viðræður sem útlit sé fyrir að verði slitið. Ekki sé áhugi á að endurtaka slíkan leik og því kæmi nýtt aðildarferli varla til greina fyrr en að löngum tíma liðnum. Málið snúist um ímynd Íslands í augum Evrópusambandsþjóðanna.Peter Stano, talsmaður stækkunarstjóra ESB, vill ekki spá fyrir um hugsanlegar afleiðingar þess að draga umsóknina til baka og leggur áherslu á að framhaldið sé í höndum Íslendinga. „Við erum reiðubúin að bjóða samning sem er mjög ásættanlegur fyrir báða aðila og að okkar mati myndu bæði Íslendingar og núverandi aðildarþjóðir Evrópusambandsins hagnast á aðild Íslands,“ segir hann. Samkvæmt skoðanakönnunum vill meirihluti íslensku þjóðarinnar klára aðildarviðræður við ESB. Í meðfylgjandi myndskeiði eru vegfarendur spurðir um álit þeirra á því að aðildarumsókn Íslands að sambandinu verði hugsanlega dregin til baka. ESB-málið Tengdar fréttir Hávær krafa um að formenn útskýri ákvörðun um ESB aðild Formenn stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, neituðu báðir að svara spurningum fréttamanns í dag vegna fyrirhugaðrar afturköllunar umsóknar Íslands að Evrópusambandinu. 22. febrúar 2014 20:00 Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00 Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00 Utanríkisráðherra segir ekki gengið gegn vilja almennings Gunnar Bragi Sveinsson blæs á yfirlýsingar sérfræðinga um að ákvörðunin um afturköllun viðræðna myndi útiloka Ísland frá sambandinu um langt skeið. 22. febrúar 2014 15:04 Þingflokksfundur um viðræðuslit Á fundi þingflokks Sjálfstæðismanna í dag verður rætt um afstöðu flokksins til Evrópusambandsumsóknarinnar og möguleg viðræðuslit við ESB. 21. febrúar 2014 12:27 Viðræðuslit dragi úr trúverðugleika Aðilar vinnumarkaðarins telja óskynsamlegt að slíta viðræðum við ESB. 22. febrúar 2014 19:45 Framsóknarmenn samþykkja einnig að draga aðildarumsókn til baka Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa samþykkt að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Framsóknarflokkurinn samþykkti það einróma rétt í þessu. 21. febrúar 2014 17:01 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Aðildarríki ESB hafa ekki áhuga á haltu mér, slepptu mér sambandi við Ísland og mjög erfitt verður að sannfæra þau um að taka við nýrri aðildarumsókn ef núverandi umsókn verður dregin til baka. Svo segja heimildamenn okkar hjá Evrópusambandinu í Brussel og stangast þetta á við fullyrðingar utanríkisráðherra. Sérfræðingar segja að verði umsókn Íslands um aðild að ESB dregin til baka, sé ólíklegt að önnur umsókn verði tekin til greina í langan tíma, jafnvel áratugi. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, blés á þetta í samtali við fréttastofu í gær og sagði um getgátur að ræða: „Í gær átti ég samtal við Stefan Fule stækkunarstjóra og nokkra af kollegum mínum á Norðurlöndum og tónninn í þeim var sá að Ísland er alltaf velkomið í Evrópusambandið,“ sagði Gunnar Bragi. Heimildamenn okkar hjá Evrópusambandinu í Brussel eru á öðru máli. Þar er tilfinningin sögð sú að mjög erfitt yrði að sannfæra aðildarríkin um að taka umsókn frá Íslandi til greina að nýju, enda hafi þegar farið tími og fjármunir í viðræður sem útlit sé fyrir að verði slitið. Ekki sé áhugi á að endurtaka slíkan leik og því kæmi nýtt aðildarferli varla til greina fyrr en að löngum tíma liðnum. Málið snúist um ímynd Íslands í augum Evrópusambandsþjóðanna.Peter Stano, talsmaður stækkunarstjóra ESB, vill ekki spá fyrir um hugsanlegar afleiðingar þess að draga umsóknina til baka og leggur áherslu á að framhaldið sé í höndum Íslendinga. „Við erum reiðubúin að bjóða samning sem er mjög ásættanlegur fyrir báða aðila og að okkar mati myndu bæði Íslendingar og núverandi aðildarþjóðir Evrópusambandsins hagnast á aðild Íslands,“ segir hann. Samkvæmt skoðanakönnunum vill meirihluti íslensku þjóðarinnar klára aðildarviðræður við ESB. Í meðfylgjandi myndskeiði eru vegfarendur spurðir um álit þeirra á því að aðildarumsókn Íslands að sambandinu verði hugsanlega dregin til baka.
ESB-málið Tengdar fréttir Hávær krafa um að formenn útskýri ákvörðun um ESB aðild Formenn stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, neituðu báðir að svara spurningum fréttamanns í dag vegna fyrirhugaðrar afturköllunar umsóknar Íslands að Evrópusambandinu. 22. febrúar 2014 20:00 Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00 Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00 Utanríkisráðherra segir ekki gengið gegn vilja almennings Gunnar Bragi Sveinsson blæs á yfirlýsingar sérfræðinga um að ákvörðunin um afturköllun viðræðna myndi útiloka Ísland frá sambandinu um langt skeið. 22. febrúar 2014 15:04 Þingflokksfundur um viðræðuslit Á fundi þingflokks Sjálfstæðismanna í dag verður rætt um afstöðu flokksins til Evrópusambandsumsóknarinnar og möguleg viðræðuslit við ESB. 21. febrúar 2014 12:27 Viðræðuslit dragi úr trúverðugleika Aðilar vinnumarkaðarins telja óskynsamlegt að slíta viðræðum við ESB. 22. febrúar 2014 19:45 Framsóknarmenn samþykkja einnig að draga aðildarumsókn til baka Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa samþykkt að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Framsóknarflokkurinn samþykkti það einróma rétt í þessu. 21. febrúar 2014 17:01 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Hávær krafa um að formenn útskýri ákvörðun um ESB aðild Formenn stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, neituðu báðir að svara spurningum fréttamanns í dag vegna fyrirhugaðrar afturköllunar umsóknar Íslands að Evrópusambandinu. 22. febrúar 2014 20:00
Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00
Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00
Utanríkisráðherra segir ekki gengið gegn vilja almennings Gunnar Bragi Sveinsson blæs á yfirlýsingar sérfræðinga um að ákvörðunin um afturköllun viðræðna myndi útiloka Ísland frá sambandinu um langt skeið. 22. febrúar 2014 15:04
Þingflokksfundur um viðræðuslit Á fundi þingflokks Sjálfstæðismanna í dag verður rætt um afstöðu flokksins til Evrópusambandsumsóknarinnar og möguleg viðræðuslit við ESB. 21. febrúar 2014 12:27
Viðræðuslit dragi úr trúverðugleika Aðilar vinnumarkaðarins telja óskynsamlegt að slíta viðræðum við ESB. 22. febrúar 2014 19:45
Framsóknarmenn samþykkja einnig að draga aðildarumsókn til baka Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa samþykkt að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Framsóknarflokkurinn samþykkti það einróma rétt í þessu. 21. febrúar 2014 17:01