Í þakkarræðu sinni talaði hún meðal annars á gamansaman hátt um starf klipparans eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði.
Valdís er einn virtasti klippari okkar Íslendinga og hefur unnið Edduna áður fyrir kvikmyndirnar Brim og Hafið. Þá hlaut hún hin virtu, bresku BAFTA-verðlaun árið 2005 fyrir klippingu í kvikmyndinni Eternal Sunshine of the Spotless Mind með þeim Jim Carrey og Kate Winslet í aðalhlutverkum.
