Segir að stjórnvöld hafi þurft að svara af eða á Stefán Árni Pálsson skrifar 5. mars 2014 17:15 Segir að ekki hafi verið gefinn langur tími til að komast að niðurstöðu. visir/stefán „Evrópumálin fara núna í vinnslu í utanríkismálanefnd og þar verður þetta unnið í sameiningu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sem var gestur í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur nú lagt fram tillögu þess efnis að slíta viðræðunum við Evrópusambandið og hefur þeirri ákvörðun verið harðlega mótmælt við Austurvöll og hafa 45 þúsund manns skrifað undir á vefsíðunni thjod.is. Þar skora Íslendingar á stjórnvöld að leggja til hliðar tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Aðalatriðið í þessu máli var að það stóð upp á íslensk stjórnvöld að svara spurningunni „hvað næst?“. Þessi spurning kom strax upp við stjórnarmyndun og tilkynntum við þá strax afstöðu okkar til Evrópusambandsaðild. Þá var okkur sagt mjög afdráttarlaust af forystumönnum Evrópusambandsins að biðstaða væri ekki valkostur. Menn gætu ekki gefið sér langan tíma til að komast að niðurstöðu. Stjórnvöld þyrftu að svara því hvort hún ætlaði að halda áfram eða hætta, af eða á.“Biðstaða ekki valkostur Sigmundur segir að það hafi komið fram í fréttatilkynningum eftir fundi við forystumenn Evrópusambandsins og síðar verið ítrekað af stækkunarstjóra Evrópusambandsins, Stefan Füle. „Aðild Íslands að Evrópusambandinu er ekki á dagskrá þegar hvorugur ríkisstjórnarflokkurinn vill ganga inn. Þessi umræða hefur haldið nokkuð mikið aftur af því að menn einbeittu sér í því að vinna að málunum og stöðunni eins og hún raunverulega er og nýta þau tækifæri sem við stöndum frammi fyrir.“ Sigmundur talaði því næst um þau tækifæri sem væru á norðurslóðum. „Allir eru meira og minna sammála um það að tækifærin eru gríðarlega mikil þar. Við Íslendingar höfum verið mjög ósáttir við þá staðreynd að okkur hefur verið haldið fyrir utan samstarf fimm norðurslóðsríkja. Hingað kom Michael Byers, kanadískur sérfræðingur í norðurslóðamálum, og útskýrði að ástæðan fyrir því að Íslandi hefði verið haldið fyrir utan þetta stamstarf væri sú að þessi umræddu ríki vildu ekki fá Evrópusambandið þangað inn. Niðurstaðan var því sú að nú þegar stefnubreyting hefur orðið hvað þetta varðar þá væru okkur allir vegir færir.“ Íslensk stjórnvöld mótmæltu fundi fimm aðildarríkja Norðurskautsráðsins í Kanada í mars árið 2010, án þátttöku Íslands, Svíþjóðar og Finnlands. Eitt af ríkjunum var Danmörk sem er aðildarríki að Evrópusambandinu. Þau ríki sem eru í Norðurskautsráðinu eru Bandaríkin (Alaska) Danmörk (einnig fyrir hönd Færeyja og Grænlands), Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér. ESB-málið Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
„Evrópumálin fara núna í vinnslu í utanríkismálanefnd og þar verður þetta unnið í sameiningu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sem var gestur í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur nú lagt fram tillögu þess efnis að slíta viðræðunum við Evrópusambandið og hefur þeirri ákvörðun verið harðlega mótmælt við Austurvöll og hafa 45 þúsund manns skrifað undir á vefsíðunni thjod.is. Þar skora Íslendingar á stjórnvöld að leggja til hliðar tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Aðalatriðið í þessu máli var að það stóð upp á íslensk stjórnvöld að svara spurningunni „hvað næst?“. Þessi spurning kom strax upp við stjórnarmyndun og tilkynntum við þá strax afstöðu okkar til Evrópusambandsaðild. Þá var okkur sagt mjög afdráttarlaust af forystumönnum Evrópusambandsins að biðstaða væri ekki valkostur. Menn gætu ekki gefið sér langan tíma til að komast að niðurstöðu. Stjórnvöld þyrftu að svara því hvort hún ætlaði að halda áfram eða hætta, af eða á.“Biðstaða ekki valkostur Sigmundur segir að það hafi komið fram í fréttatilkynningum eftir fundi við forystumenn Evrópusambandsins og síðar verið ítrekað af stækkunarstjóra Evrópusambandsins, Stefan Füle. „Aðild Íslands að Evrópusambandinu er ekki á dagskrá þegar hvorugur ríkisstjórnarflokkurinn vill ganga inn. Þessi umræða hefur haldið nokkuð mikið aftur af því að menn einbeittu sér í því að vinna að málunum og stöðunni eins og hún raunverulega er og nýta þau tækifæri sem við stöndum frammi fyrir.“ Sigmundur talaði því næst um þau tækifæri sem væru á norðurslóðum. „Allir eru meira og minna sammála um það að tækifærin eru gríðarlega mikil þar. Við Íslendingar höfum verið mjög ósáttir við þá staðreynd að okkur hefur verið haldið fyrir utan samstarf fimm norðurslóðsríkja. Hingað kom Michael Byers, kanadískur sérfræðingur í norðurslóðamálum, og útskýrði að ástæðan fyrir því að Íslandi hefði verið haldið fyrir utan þetta stamstarf væri sú að þessi umræddu ríki vildu ekki fá Evrópusambandið þangað inn. Niðurstaðan var því sú að nú þegar stefnubreyting hefur orðið hvað þetta varðar þá væru okkur allir vegir færir.“ Íslensk stjórnvöld mótmæltu fundi fimm aðildarríkja Norðurskautsráðsins í Kanada í mars árið 2010, án þátttöku Íslands, Svíþjóðar og Finnlands. Eitt af ríkjunum var Danmörk sem er aðildarríki að Evrópusambandinu. Þau ríki sem eru í Norðurskautsráðinu eru Bandaríkin (Alaska) Danmörk (einnig fyrir hönd Færeyja og Grænlands), Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.
ESB-málið Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira