„Ég skrifaði ekki þetta bréf“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. mars 2014 10:08 Sigmundur sagði að Evrópumálin hafi verið sett fram af hópi sem hefur í dag yfirgefið flokkinn. visir/gva „Menn hafa verið duglegir við það að gramsa í gömlum pappírum mörg ár aftur í tímann í þessu máli,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í viðtali í Kastljósinu í gær. Þar vísar hann til bréfs sem formaður Framsóknarflokksins sendi frá sér fyrir kosningarnar árið 2009. Fréttastofan hefur nú undir höndum umrætt bréf en þar kemur fram að fordæmi séu fyrir samningi þar sem Íslendingar myndu fá óskorðað forræði yfir auðlindum sínum. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur nú lagt fram tillögu þess efnis að slíta viðræðunum við Evrópusambandið og hefur þeirri ákvörðun verið harðlega mótmælt við Austurvöll og hafa um 45 þúsund manns skrifað undir á vefsíðunni thjod.is. Þar skora Íslendingar á stjórnvöld að leggja til hliðar tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þetta bréf og þessi afstaða birtist einnig í kosningabæklingi fyrir kosningarnar árið 2009 og kom til umræðu fyrir mörgum árum síðan. Þetta var sett fram af hópi sem hefur í dag yfirgefið flokkinn og var ekki afstaða mín,“ sagði Sigmundur á RÚV í gærkvöldi en eins og sést á bréfinu hér að neðan skrifar hann undir það. „Ég skrifaði ekki þetta bréf og hefur þetta aldrei verið mín afstaða. Það má sjá greinilega í ræðum mínum á flokksþingum árið 2009 og í öllum viðtölum við mig á þeim tíma. Ég hef aldrei verið þeirra skoðunar að hægt væri að fá þessar undanþágur. Ástæðan fyrir því að ég setti fram þá kröfu um að við myndum setja fram þessi skilyrði var sú að þá kæmi strax í ljós að ekki væri hægt að verða við þessum skilyrðum,“ sagði forsætisráðherrann í viðtali í Kastljósinu í gær.Evrópa fyrir okkur öll „Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur markað sér skýra stefnu fyrir aðildarviðræður við Evrópusambandið og skilgreint samningsmarkið þeirra viðræðna. Framsókn hefur sett það sem skilyrði fyrir aðild að fullveldi og óskorað forræði yfir auðlindum þjóðarinnar verði grundvallarkrafa í þeim viðræðum, auk skilyrða sem lúta m.a. að hagsmunum landbúnaðar og sjávarútvegs. Fordæmi eru fyrir slíku í samningum annarra þjóða við Evrópusambandið og því algerlega rangt að halda því fram að þessar kröfur hamli því að af aðildarsamningi geti orðið," segir í bréfinu sem Sigmundur skrifaði undir árið 2009 og sendi til allra kjósenda fyrir hönd Framsóknarflokksins. ESB-málið Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
„Menn hafa verið duglegir við það að gramsa í gömlum pappírum mörg ár aftur í tímann í þessu máli,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í viðtali í Kastljósinu í gær. Þar vísar hann til bréfs sem formaður Framsóknarflokksins sendi frá sér fyrir kosningarnar árið 2009. Fréttastofan hefur nú undir höndum umrætt bréf en þar kemur fram að fordæmi séu fyrir samningi þar sem Íslendingar myndu fá óskorðað forræði yfir auðlindum sínum. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur nú lagt fram tillögu þess efnis að slíta viðræðunum við Evrópusambandið og hefur þeirri ákvörðun verið harðlega mótmælt við Austurvöll og hafa um 45 þúsund manns skrifað undir á vefsíðunni thjod.is. Þar skora Íslendingar á stjórnvöld að leggja til hliðar tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þetta bréf og þessi afstaða birtist einnig í kosningabæklingi fyrir kosningarnar árið 2009 og kom til umræðu fyrir mörgum árum síðan. Þetta var sett fram af hópi sem hefur í dag yfirgefið flokkinn og var ekki afstaða mín,“ sagði Sigmundur á RÚV í gærkvöldi en eins og sést á bréfinu hér að neðan skrifar hann undir það. „Ég skrifaði ekki þetta bréf og hefur þetta aldrei verið mín afstaða. Það má sjá greinilega í ræðum mínum á flokksþingum árið 2009 og í öllum viðtölum við mig á þeim tíma. Ég hef aldrei verið þeirra skoðunar að hægt væri að fá þessar undanþágur. Ástæðan fyrir því að ég setti fram þá kröfu um að við myndum setja fram þessi skilyrði var sú að þá kæmi strax í ljós að ekki væri hægt að verða við þessum skilyrðum,“ sagði forsætisráðherrann í viðtali í Kastljósinu í gær.Evrópa fyrir okkur öll „Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur markað sér skýra stefnu fyrir aðildarviðræður við Evrópusambandið og skilgreint samningsmarkið þeirra viðræðna. Framsókn hefur sett það sem skilyrði fyrir aðild að fullveldi og óskorað forræði yfir auðlindum þjóðarinnar verði grundvallarkrafa í þeim viðræðum, auk skilyrða sem lúta m.a. að hagsmunum landbúnaðar og sjávarútvegs. Fordæmi eru fyrir slíku í samningum annarra þjóða við Evrópusambandið og því algerlega rangt að halda því fram að þessar kröfur hamli því að af aðildarsamningi geti orðið," segir í bréfinu sem Sigmundur skrifaði undir árið 2009 og sendi til allra kjósenda fyrir hönd Framsóknarflokksins.
ESB-málið Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira