Volkswagen undir milljón fyrir Kínamarkað Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2014 10:15 Volkswagen og Fiat hafa mikinn áhuga á að bjóða sérlega ódýra bíla fyrir Kínamarkað. Autoblog Volkswagen hefur í hyggju að bjóða bíl sem kostar ekki nema 6.000 Evrur fyrir Kínamarkað, eða undir einni milljón króna. Yrði sá bíll smíðaður í Kína og hugsanlega í samstarfi við kínverska bílaframleiðandann FAW. Ódýrasti bíllinn sem Volkswagen býður nú er Volkswagen Up sem kostar um 10.000 Evrur. Dacia í Rúmeníu býður nú ódýrasta bílinn sem til sölu er í Evrópu, þ.e. Sandero, sem kostar 6.790 Evrur og fæst hann til að mynda í Þýskalandi. Volkswagen tilkynnti reyndar um þessi áform sín í mars á síðasta ári og leitar nú bestu leiða til að gera þetta mögulegt og var stefnan að bíllinn verði kominn í sölu árið 2016, en þar sem engin ákvörðun hefur verið tekin um samstarfsaðila í Kína gæti það dregist um eitt ár. Fiat hefur upp sömu áform og Volkswagen að bjóða mjög ódýran bíl fyrir Kínamarkað og hefur komist að sömu niðurstöðu og Volkswagen að það sé ekki hægt með framleiðslu hans í Evrópu. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Volkswagen hefur í hyggju að bjóða bíl sem kostar ekki nema 6.000 Evrur fyrir Kínamarkað, eða undir einni milljón króna. Yrði sá bíll smíðaður í Kína og hugsanlega í samstarfi við kínverska bílaframleiðandann FAW. Ódýrasti bíllinn sem Volkswagen býður nú er Volkswagen Up sem kostar um 10.000 Evrur. Dacia í Rúmeníu býður nú ódýrasta bílinn sem til sölu er í Evrópu, þ.e. Sandero, sem kostar 6.790 Evrur og fæst hann til að mynda í Þýskalandi. Volkswagen tilkynnti reyndar um þessi áform sín í mars á síðasta ári og leitar nú bestu leiða til að gera þetta mögulegt og var stefnan að bíllinn verði kominn í sölu árið 2016, en þar sem engin ákvörðun hefur verið tekin um samstarfsaðila í Kína gæti það dregist um eitt ár. Fiat hefur upp sömu áform og Volkswagen að bjóða mjög ódýran bíl fyrir Kínamarkað og hefur komist að sömu niðurstöðu og Volkswagen að það sé ekki hægt með framleiðslu hans í Evrópu.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent