Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í TBR-húsinu og náði þessum myndum hér fyrir ofan og neðan.
Magnús er fyrsti Íslandsmeistarinn í tvo áratugi sem heitir ekki Guðmundur
Stephensen en Guðmundur var búinn að vinna alla Íslandsmeistara titla frá árinu 1994. Það var kannski vel við hæfi að Magnús tæki við enda hafa þeir unnið tvíliðaleikinn saman undanfarin sex ár.
Þetta er því að sjálfsögðu fyrsti Íslandsmeistaratitill Magnúsar sem vann
Davíð Jónsson í úrslitaleiknum 4-0 (11-3, 11-9, 11-9 og 11-6).
Guðrún varð hinsvegar Íslandsmeistari í fimmta sinn á ferlinum en hún vann
einnig titilinn 2005-2007 og svo árið 2009. Guðrún vann Aldísi Rún Lárusdóttir í úrslitaleknum 4-1 (11-9, 11-5, 7-11, 13-11 og 11-8).
Magnús K. Magnússon og Lilja Rós Jóhannesdóttir úr Víkingi urðu
Íslandsmeistarar í tvenndarleik eftir sigur gegn Davíð Jónssyni og Aldísi Rún
Lárusdóttur úr KR í úrslitaleik 3-1 (8-11, 11-7, 11-6, 11-8). Þetta var fyrsti
Íslandsmeistaratitill Magnúsar í tvenndarkeppni en Lilja sigraði árið 2001 og
1997.
Íslandsmeistarar í Tvíliðaleik karla urðu Magnús Finnur Magnússon úr Víkingi og Davíð Jónsson úr KR eftir 3–2 sigur í úrslitaleik gegn Víkingunum Magnúsi K. Magnússyni og Daða F. Guðmundssyni (8–11, 5–11, 12–10, 11–8 og 11–9).
Íslandsmeistarar í Tvíliðaleik kvenna urðu þær Lilja Rós Jóhannesdóttir og Eva Jósteinsdóttir úr Víkingi en þær unnu þær Kolfinnu Bjarnadóttur úr HK og
Sigrúnu Tómasdóttur úr KR 3-0 í úrslitaleiknum (11–8, 11–4 og 11–8).
Úrslit í Meistaraflokkunum á Íslandsmótinu voru eftirfarandi:
Meistaraflokkur karla:
1. Magnús Kristinn Magnússon Víkingur
2. Davíð Jónsson KR
3-4. Jóhannes B. Tómasson BH
3-4. Kári Mímisson KR
Meistaraflokkur kvenna:
1. Guðrún G Björnsdóttir KR
2. Aldís Rún Lárusdóttir KR
3-4. Eva Jósteinsdóttir Víkingur
3-4. Kolfinna Bjarnadóttir HK
Tvenndarkeppni:
1. Magnús Kristinn Magnússon og Lilja Rós Jóhannesdóttir Víkingur
2. Davíð Jónsson/Aldís Rún Lárusdóttir KR
3-4. Daði F. Guðmundsson/Eva Jósteinsdóttir Víkingur
3-4. Gunnar S. Ragnarsson/Guðrún G Björnsdóttir KR
Tvíliðaleikur karla:
1. Magnús Finnur Magnússon/Davíð Jónsson Víkingur/KR
2. Magnús Kristinn Magnússon/Daði F. Guðmundsson Víkingur
3-4. Kjartan Briem/Ingólfur Ingólfsson KR
3-4. Einar Geirsson/Kári Mímisson KR
Tvíliðaleikur kvenna:
1. Lilja Rós Jóhannesdóttir/Eva Jósteinsdóttir Víkingur
2. Kolfinna Bjarnadóttir/Sigrún Tómasdóttir HK/KR
3-4. Guðrún G Björnsdóttir/Aldís R. Lárusdóttir KR
3-4. Guðrún Gestsdóttir/Ásta Urbancic KR







