Stefán Hannesson, 14 ára, stóð sig vel í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent sem er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum þegar hann söng og spilaði á gítar eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Jón Jónsson gaf Stefáni „já“ því hann vildi sjá þennan hæfileikaríka unga dreng aftur en Bubbi, Þorgerður og Þórunn gáfu honum ekki atkvæði sitt.