Leikarinn Steve Carell hefur landað hlutverki í kvikmynd sem byggð er á æviminningum David Menasche, The Priority List: A Teacher’s Final Quest to Discover Life’s Greatest Lessons.
Warner Bros tryggði sér kvikmyndaréttinn að endurminningunum sem voru gefnar út í janúar en auk þess að leika sest Steve líka í framleiðendastólinn.
Í bókinni fer David yfir sex ára baráttu sína við heilakrabbamein. Hann þurfti að hætta að kenna vegna sjúkdómsins og reyna að sætta sig við hann og lifa í núinu.
Leikur krabbameinssjúkling
