Stökk berjabaka - UPPSKRIFT Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. mars 2014 14:00 Matgæðingurinn Dröfn Vilhjálmsdóttir heldur úti blogginu Eldhússögur og deilir uppskrift að gómsætum eftirrétti.Stökk berjabaka með vanillusósu500 g frosin berjablanda1 dl sykur2 msk. kartöflumjöl100 g smjör1 1/2 dl hveiti1 dl haframjöl1 dl kókosmjöl1 dl púðursykur eða sykur1/2 tsk. lyftiduft1 tsk. vanillusykur Ofn hitaður í 200 gráður. Byrjað er á því að þíða berin og setja þau í eldfast mót. Því næst er sykri og kartöflumjöli stráð yfir. Kókosmjöl og haframjöl ristað á þurri pönnu í stutta stund þar til það hefur tekið smá lit. Smjör brætt í potti og kókosmjöli, haframjöli, púðursykri, lyftidufti og vanillusykri blandað út í. Blöndunni er síðan dreift jafnt yfir berin. Bakað í ofni við 200 gráður í 20-30 mínútur eða þar til bakan hefur tekið góðan lit. Borið fram með þeyttum rjóma, ís eða vanillusósu.Vanillusósa1 vanillustöng4 dl mjólk1 dl sykur4 eggjarauður1 tsk. maizenamjöl eða kartöflumjöl2 dl þeyttur rjómi (mældur eftir að hann er þeyttur) Eggjarauður, sykur og maizenamjöl (eða kartöflumjöl) þeytt vel saman þar til blandan verður létt og ljós. Á meðan er vanillustöngin klofin og fræin skafin innan úr henni. Mjólk sett í pott ásamt vanillufræjunum og sjálfri vanillustönginni. Mjólkin látin ná suðu (má ekki brenna við botninn), potturinn tekinn af hellunni og látinn standa í nokkrar mínútur til að kólna lítillega. Vanillustöngin veidd upp úr. Þegar eggjablandan er tilbúin er henni blandað út í mjólkina. Potturinn er settur aftur á helluna við meðalhita og hrært í á meðan þar til að blandan þykknar og verður fremur kremkennd. Blandan má alls ekki sjóða og ef maður vill er hægt að fylgjast með henni með hitamæli, hitinn má ekki fara yfir 74 gráður. Þegar sósan er passlega þykk er hún tekin af hellunni og látin kólna alveg áður en þeytta rjómanum er bætt út í. Borin strax fram með heitri berjabökunni. Eftirréttir Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Matgæðingurinn Dröfn Vilhjálmsdóttir heldur úti blogginu Eldhússögur og deilir uppskrift að gómsætum eftirrétti.Stökk berjabaka með vanillusósu500 g frosin berjablanda1 dl sykur2 msk. kartöflumjöl100 g smjör1 1/2 dl hveiti1 dl haframjöl1 dl kókosmjöl1 dl púðursykur eða sykur1/2 tsk. lyftiduft1 tsk. vanillusykur Ofn hitaður í 200 gráður. Byrjað er á því að þíða berin og setja þau í eldfast mót. Því næst er sykri og kartöflumjöli stráð yfir. Kókosmjöl og haframjöl ristað á þurri pönnu í stutta stund þar til það hefur tekið smá lit. Smjör brætt í potti og kókosmjöli, haframjöli, púðursykri, lyftidufti og vanillusykri blandað út í. Blöndunni er síðan dreift jafnt yfir berin. Bakað í ofni við 200 gráður í 20-30 mínútur eða þar til bakan hefur tekið góðan lit. Borið fram með þeyttum rjóma, ís eða vanillusósu.Vanillusósa1 vanillustöng4 dl mjólk1 dl sykur4 eggjarauður1 tsk. maizenamjöl eða kartöflumjöl2 dl þeyttur rjómi (mældur eftir að hann er þeyttur) Eggjarauður, sykur og maizenamjöl (eða kartöflumjöl) þeytt vel saman þar til blandan verður létt og ljós. Á meðan er vanillustöngin klofin og fræin skafin innan úr henni. Mjólk sett í pott ásamt vanillufræjunum og sjálfri vanillustönginni. Mjólkin látin ná suðu (má ekki brenna við botninn), potturinn tekinn af hellunni og látinn standa í nokkrar mínútur til að kólna lítillega. Vanillustöngin veidd upp úr. Þegar eggjablandan er tilbúin er henni blandað út í mjólkina. Potturinn er settur aftur á helluna við meðalhita og hrært í á meðan þar til að blandan þykknar og verður fremur kremkennd. Blandan má alls ekki sjóða og ef maður vill er hægt að fylgjast með henni með hitamæli, hitinn má ekki fara yfir 74 gráður. Þegar sósan er passlega þykk er hún tekin af hellunni og látin kólna alveg áður en þeytta rjómanum er bætt út í. Borin strax fram með heitri berjabökunni.
Eftirréttir Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira