Kristján Helgi Carrasco var að vinna fimmta árið í röð en hann varð annar í kata og vann keppni í kumite. Elías Snorrason úr KFR vann Kristján Helga í úrslitum í kata en Kristján Helgi vann Engilbert Árnason úr Fylki í úrslitum kumite eftir mjög skemmtilegan bardaga.
Kristján Helgi náði með þessum einstökum árangri en enginn einstaklingur hefur unnið bikarmeistaratitil fimm ár í röð.
Telma Rut Frímannsdóttir endurheimti bikarmeistaratitil sinn frá árinu 2012. Hún endaði í 3. sæti í kata en vann Katrínu Ingunni Björnsdóttur úr Fylki í úrslitum í kumite. Svana Katla Þorsteinsdóttir vann stöllu sína úr Breiðabliki, Kristínu Magnúsdóttur, í úrslitum í Kata.
Heildarstig kvennaflokkur
1.sæti Telma Rut Frímannsdóttir, Afturelding 16 stig
2.sæti Kristín Magnúsdóttir, Breiðablik, 14 stig
3.sæti María Helga Guðmundsdóttir, Þórshamri 12 stig
Heildarstig karlaflokkur
1.sæti Kristján Helgi Carrasco, Víkingur 18 stig
2.sæti Elías Snorrason, KFR 10 stig
3.sæti Heiðar Benediktsson, Breiðalbik 9 stig
Á bikarmótinu er keppt bæði í kata og kumite, þar sem stigahæsti einstaklingurinn stendur uppi sem sigurvegari, en gefin eru 10 stig fyrir 1.sæti, 8 stig fyrir 2.sæti, 6 stig fyrir 3.sæti og 3 stig fyrir 5-6.sæti.

