Hafþór setti heimsmet á fyrsta degi og er efstur | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2014 13:37 Hafþór Júlíus Björnsson. Vísir/Getty Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. Hafþór er með þriggja stiga forystu eftir þrjár fyrstu keppnisgreinarnar þar af setti íslenski víkingurinn heimsmet í einni greininni. Hafþór sýndi í hversu frábæru formi hann er þegar hann setti heimsmet í bjórkútakasti þegar það tók Hafþór aðeins 16,35 sekúndur að henda átta þungum bjórkútum yfir rá. Hafþór hefur þriggja stiga forskot á Litháann Zydrunas Savickas sem hefur þrisvar unnið keppnina um sterkasta mann heims. Ríkjandi heimsmeistari, Brian Shaw, er síðan í 3. sæti, fimm stigum á eftir Hafþóri. Hafþór vann tvær greinar á fyrsta degi, hleðsluhlaup (loading race) og bjórkútakast (keg toss). Hann varð síðan annar í keppni með sirkuslóð (Circus medley). Í dag keppir okkar maður síðan í trukkadrætti (Vehicle pull), hnébeygju (Squat lift) og loks eru það Atlas steinararnir (Atlas stones). Hafþór hefur aldrei unnið keppnina um sterkasta mann heims en hann var í þriðja sæti í fyrra þegar Bandaríkjamaðurinn Brian Shaw bar sigur úr býtum.Staðan eftir fyrsta keppnisdag:1. Hafþór Júlíus Björnsson, Íslandi 35 stig 2. Zydrunas Savickas, Litháen 32 stig 3. Brian Shaw, Bandaríkjunum 30 stig 4. Michael Burke Jr, Bandaríkjunum 20 stig 5. Terry Hollands, Bretlandi 16 stig 6. Warrick Brant, Ástralíu 15 stig 7. Eddie Hall, Bretlandi 14 stig 8. Dave Ostlund, Bandaríkjunum 14 stig 9. Martin Wildauer, Ástralíu 13 stig 10. Laurence Shahlaei, Bretlandi 12 stig 11. Jean-François Caron, Kanada 11 stig 12. Jerry Pritchett, Bandaríkjunum 7 stig Björn Þór Reynisson birti mynd af heimsmeti Hafþórs á fésbókarsíðu sinni og það má sjá tengil á það hér fyrir neðan. Post by Björn Þór Reynisson. Íþróttir Sterkasti maður í heimi Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Sport Fleiri fréttir Konurnar þurfa mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. Hafþór er með þriggja stiga forystu eftir þrjár fyrstu keppnisgreinarnar þar af setti íslenski víkingurinn heimsmet í einni greininni. Hafþór sýndi í hversu frábæru formi hann er þegar hann setti heimsmet í bjórkútakasti þegar það tók Hafþór aðeins 16,35 sekúndur að henda átta þungum bjórkútum yfir rá. Hafþór hefur þriggja stiga forskot á Litháann Zydrunas Savickas sem hefur þrisvar unnið keppnina um sterkasta mann heims. Ríkjandi heimsmeistari, Brian Shaw, er síðan í 3. sæti, fimm stigum á eftir Hafþóri. Hafþór vann tvær greinar á fyrsta degi, hleðsluhlaup (loading race) og bjórkútakast (keg toss). Hann varð síðan annar í keppni með sirkuslóð (Circus medley). Í dag keppir okkar maður síðan í trukkadrætti (Vehicle pull), hnébeygju (Squat lift) og loks eru það Atlas steinararnir (Atlas stones). Hafþór hefur aldrei unnið keppnina um sterkasta mann heims en hann var í þriðja sæti í fyrra þegar Bandaríkjamaðurinn Brian Shaw bar sigur úr býtum.Staðan eftir fyrsta keppnisdag:1. Hafþór Júlíus Björnsson, Íslandi 35 stig 2. Zydrunas Savickas, Litháen 32 stig 3. Brian Shaw, Bandaríkjunum 30 stig 4. Michael Burke Jr, Bandaríkjunum 20 stig 5. Terry Hollands, Bretlandi 16 stig 6. Warrick Brant, Ástralíu 15 stig 7. Eddie Hall, Bretlandi 14 stig 8. Dave Ostlund, Bandaríkjunum 14 stig 9. Martin Wildauer, Ástralíu 13 stig 10. Laurence Shahlaei, Bretlandi 12 stig 11. Jean-François Caron, Kanada 11 stig 12. Jerry Pritchett, Bandaríkjunum 7 stig Björn Þór Reynisson birti mynd af heimsmeti Hafþórs á fésbókarsíðu sinni og það má sjá tengil á það hér fyrir neðan. Post by Björn Þór Reynisson.
Íþróttir Sterkasti maður í heimi Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Sport Fleiri fréttir Konurnar þurfa mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sjá meira