InukDesign á HönnunarMars Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 27. mars 2014 10:13 Ég fékk óvænt boð frá Hönnunarmiðstöð Íslands um að taka þátt í HönnunarMars. Ég hafði komið til Íslands nokkrum sinnum og féll strax fyrir landinu, fólkinu og sérstaklega íslenskri hönnun. Ég held að íslenskir og grænlenskir hönnuðir eigi það sameiginlegt að sækja innblástur í náttúruna og langa vetur. Mér líður eins og heima hjá mér hérna,“ segir LissStender, grænlenskur hönnuður, sem sýnir í Epal í Hörpu á HönnunarMars. LissStender hannar undir merkinu InukDesign en hún hefur starfað við grafíska hönnun á Grænlandi í yfir tuttugu og sex ár, meðal annars hjá KNR-sjónvarpsstöðinni og AG-dagblaði. Fyrir þremur árum færði hún sig yfir í vöruhönnun og er eini starfandi vöruhönnuðurinn á Grænlandi. Hönnun Liss hefur sterka skírskotun í grænlenska þjóðararfinn. „Ég fór að teikna myndir af krökkunum mínum þegar þeir fluttu til Danmerkur í nám og ég saknaði þeirra mikið. Ég fékk innblástur frá fígúrum sem höggnar voru út úr rekavið á Norðaustur-Grænlandi, fyrir meira en þúsund árum. Þessar fígúrur eru gegnumgangandi í minni hönnun,“ segir Liss. Henni er þó mikið í mun að sýna Grænland í nýju ljósi. „Ég held að það sé mikilvægt að festast ekki í fortíðarþrá heldur segja og sýna söguna á nýjan hátt. Við megum vera stolt af því hvaðan við komum en á sama tíma verðum við að þora að takast á við áskoranir og gera nýja hluti, eins og að hanna, og sýna umheiminum að Grænland er ekki bara fiskur og feldir. Ég hlakka til að sýna gestum HönnunarMars Grænland á minn hátt.“ Nánar má forvitnast um hönnun LissStender á www.inukdesign.com. HönnunarMars Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Fleiri fréttir Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Sjá meira
Ég fékk óvænt boð frá Hönnunarmiðstöð Íslands um að taka þátt í HönnunarMars. Ég hafði komið til Íslands nokkrum sinnum og féll strax fyrir landinu, fólkinu og sérstaklega íslenskri hönnun. Ég held að íslenskir og grænlenskir hönnuðir eigi það sameiginlegt að sækja innblástur í náttúruna og langa vetur. Mér líður eins og heima hjá mér hérna,“ segir LissStender, grænlenskur hönnuður, sem sýnir í Epal í Hörpu á HönnunarMars. LissStender hannar undir merkinu InukDesign en hún hefur starfað við grafíska hönnun á Grænlandi í yfir tuttugu og sex ár, meðal annars hjá KNR-sjónvarpsstöðinni og AG-dagblaði. Fyrir þremur árum færði hún sig yfir í vöruhönnun og er eini starfandi vöruhönnuðurinn á Grænlandi. Hönnun Liss hefur sterka skírskotun í grænlenska þjóðararfinn. „Ég fór að teikna myndir af krökkunum mínum þegar þeir fluttu til Danmerkur í nám og ég saknaði þeirra mikið. Ég fékk innblástur frá fígúrum sem höggnar voru út úr rekavið á Norðaustur-Grænlandi, fyrir meira en þúsund árum. Þessar fígúrur eru gegnumgangandi í minni hönnun,“ segir Liss. Henni er þó mikið í mun að sýna Grænland í nýju ljósi. „Ég held að það sé mikilvægt að festast ekki í fortíðarþrá heldur segja og sýna söguna á nýjan hátt. Við megum vera stolt af því hvaðan við komum en á sama tíma verðum við að þora að takast á við áskoranir og gera nýja hluti, eins og að hanna, og sýna umheiminum að Grænland er ekki bara fiskur og feldir. Ég hlakka til að sýna gestum HönnunarMars Grænland á minn hátt.“ Nánar má forvitnast um hönnun LissStender á www.inukdesign.com.
HönnunarMars Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Fleiri fréttir Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Sjá meira