Sameiginleg stefna ESB í fiskveiðimálum „ekki spennitreyja fyrir aðildarríkikin 28“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. mars 2014 15:30 Hagleitner til vinstri og Vlavianos til hægri. Vísir/KJ Thomas Hagleitner, fulltrúi ESB á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Evrópusambandsins og Íslands, telur að það sé auðveldara að halda áfram framtíðarviðræðum á milli Íslands og ESB ef aðildarumsókn Íslands verði ekki dregin til baka, heldur látin á ís. Hagleitner sagði jafnframt að sameiginleg stefna ESB í landbúnaðar- og fiskveiðimálum væri „ekki spennitreyja fyrir aðildarríkikin 28“ sem öll hefðu ólík sjónarmið. Hagleitner sagðist telja að það þyrfti að skoða kröfur Íslendinga og stöðu mála í þessum málaflokkum, áður en hægt væri að segja til um hvort undanþágur væru mögulegar. Þetta kom fram í svörum hans við spurningum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formaður þingmannanefndar Íslands.Framtíðin í höndum ÍslendingaAntonios Vlavianos, fulltrúi Evrópuráðsins og sendiherra ESB, sagði að Íslendingar stýrðu algjörlega stefnunni í aðildarviðræðunum við ESB. „Framtíð viðræðna er í höndum Íslendinga. Við höfum fylgst vel með umræðunni í landinu. Við teljum mikilvægt að skoða málin gaumgæfilega áður en ákvörðun er tekin,“ sagði Vlavianos á fundinum. Hann sagði jafnframt að Evrópusambandið teldi samstarfið við Íslendinga mikilvægt. EES-samningurinn væri mikilvæg stoð í samskiptum sambandsins og Íslands.ESB er opið ríkjum sem vilja vera með Thomas Hagleitner kom einnig inn á, í ræðu sinni á fundinum, að vel væri fylgst með umræðunni á Íslandi er snerta Evrópumál. Hann sagðist vita að það væri önnur skýrsla í bígerð, unnin af Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Hagleitnir sagði Evrópusambandið vera opið fyrir ríkjum sem vildu vera aðilar. „Ákvörðunin að draga aðildarumsóknina til baka er algjörlega í höndum Íslendinga. Við höldum áfram að fylgjast með og vonumst til þess að samstarfið haldi áfram í gegnum EES-samninginn og Schengen-samstarfið,“ sagði Hagleitner að lokum. ESB-málið Tengdar fréttir EES gæti lent í frosti að hluta Ísland rekur lestina í innleiðingu EES-löggjafar. Fjármagnsflutningar innan EES eru ekki frjálsir líkt og samningurinn gerir ráð fyrir og ekki hafa verið gerðar breytingar á stjórnarskrá sem þarf til að innleiða eftirlit með fjármálastofnunum. Fjármálaráð 18. mars 2014 07:00 „Þingmönnum ber að fylgja eigin sannfæringu en ekki tilmælum frá kjósendum sínum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 23. mars 2014 12:35 „Ég ber mikla virðingu fyrir Evrópusambandinu og Ísland er greinilega evrópskt ríki" Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir ástæðu þess að ríkisstjórnin legði til að aðildarumsókn Íslands í ESB væri dregin til baka meðal annars vera niðurstöður skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ. 25. mars 2014 14:44 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Thomas Hagleitner, fulltrúi ESB á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Evrópusambandsins og Íslands, telur að það sé auðveldara að halda áfram framtíðarviðræðum á milli Íslands og ESB ef aðildarumsókn Íslands verði ekki dregin til baka, heldur látin á ís. Hagleitner sagði jafnframt að sameiginleg stefna ESB í landbúnaðar- og fiskveiðimálum væri „ekki spennitreyja fyrir aðildarríkikin 28“ sem öll hefðu ólík sjónarmið. Hagleitner sagðist telja að það þyrfti að skoða kröfur Íslendinga og stöðu mála í þessum málaflokkum, áður en hægt væri að segja til um hvort undanþágur væru mögulegar. Þetta kom fram í svörum hans við spurningum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formaður þingmannanefndar Íslands.Framtíðin í höndum ÍslendingaAntonios Vlavianos, fulltrúi Evrópuráðsins og sendiherra ESB, sagði að Íslendingar stýrðu algjörlega stefnunni í aðildarviðræðunum við ESB. „Framtíð viðræðna er í höndum Íslendinga. Við höfum fylgst vel með umræðunni í landinu. Við teljum mikilvægt að skoða málin gaumgæfilega áður en ákvörðun er tekin,“ sagði Vlavianos á fundinum. Hann sagði jafnframt að Evrópusambandið teldi samstarfið við Íslendinga mikilvægt. EES-samningurinn væri mikilvæg stoð í samskiptum sambandsins og Íslands.ESB er opið ríkjum sem vilja vera með Thomas Hagleitner kom einnig inn á, í ræðu sinni á fundinum, að vel væri fylgst með umræðunni á Íslandi er snerta Evrópumál. Hann sagðist vita að það væri önnur skýrsla í bígerð, unnin af Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Hagleitnir sagði Evrópusambandið vera opið fyrir ríkjum sem vildu vera aðilar. „Ákvörðunin að draga aðildarumsóknina til baka er algjörlega í höndum Íslendinga. Við höldum áfram að fylgjast með og vonumst til þess að samstarfið haldi áfram í gegnum EES-samninginn og Schengen-samstarfið,“ sagði Hagleitner að lokum.
ESB-málið Tengdar fréttir EES gæti lent í frosti að hluta Ísland rekur lestina í innleiðingu EES-löggjafar. Fjármagnsflutningar innan EES eru ekki frjálsir líkt og samningurinn gerir ráð fyrir og ekki hafa verið gerðar breytingar á stjórnarskrá sem þarf til að innleiða eftirlit með fjármálastofnunum. Fjármálaráð 18. mars 2014 07:00 „Þingmönnum ber að fylgja eigin sannfæringu en ekki tilmælum frá kjósendum sínum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 23. mars 2014 12:35 „Ég ber mikla virðingu fyrir Evrópusambandinu og Ísland er greinilega evrópskt ríki" Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir ástæðu þess að ríkisstjórnin legði til að aðildarumsókn Íslands í ESB væri dregin til baka meðal annars vera niðurstöður skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ. 25. mars 2014 14:44 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
EES gæti lent í frosti að hluta Ísland rekur lestina í innleiðingu EES-löggjafar. Fjármagnsflutningar innan EES eru ekki frjálsir líkt og samningurinn gerir ráð fyrir og ekki hafa verið gerðar breytingar á stjórnarskrá sem þarf til að innleiða eftirlit með fjármálastofnunum. Fjármálaráð 18. mars 2014 07:00
„Þingmönnum ber að fylgja eigin sannfæringu en ekki tilmælum frá kjósendum sínum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 23. mars 2014 12:35
„Ég ber mikla virðingu fyrir Evrópusambandinu og Ísland er greinilega evrópskt ríki" Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir ástæðu þess að ríkisstjórnin legði til að aðildarumsókn Íslands í ESB væri dregin til baka meðal annars vera niðurstöður skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ. 25. mars 2014 14:44