Ívar: Njótum engrar virðingar hjá dómurum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2014 22:43 Ívar rífst við Eggert dómara í kvöld. vísir/daníel „Mér fannst við nær sigrinum í síðasta leik en þessum. Við gerðum mikið af mistökum í kvöld en baráttan var þó til fyrirmyndar,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir tapið í kvöld. Njarðvík skoraði níu stig í röð utan þriggja stiga línunnar á tæpri mínútu um miðjan þriðja leikhluta. Ívar sagði að sá kafli hefði reynst Haukum dýrkeyptur. „Við gerðum mjög mikið af mistökum þá - tókum rangar ákvarðanir og slæm skot í stað þess að spila bara okkar leik. Það kostaði okkur sjálfsagt leikinn. Af þessu þurfum við að læra því við þurfum að vera skynsamir.“ Hann kvartaði líka undan dómgæslunni í kvöld, sér í lagi þegar kom að Terrence Watson. „Þeir brutu á honum allan leikinn en hann fékk bara fimm villur dæmdar á sig. Þannig er þetta leik eftir leik og það virðist sem að við njótum engrar virðingar hjá dómurunum. Maður skilur þetta bara ekki,“ sagði Ívar. „Þegar við bendum á þetta þá segja þeir að það sé ekki verið að brjóta á honum. Það er í raun óskiljanlegt hvernig dómarar starfa í dag og menn virðast kvarta eftir hvern einasta leik. Þeir hafa bara ekki ráðið við þessa leiki, því miður.“ Emil Barja byrjaði frábærlega fyrir Hauka en lenti í villuvandræðum strax í fyrsta leikhluta. Það kostaði hann dýrmætar mínútur í kvöld. „Hann tók einfaldlega rangar ákvarðanir. Tvær af þessum villum voru mjög vondar af hans hálfu. Við höfum ekki efni á að missa hann á bekkinn í einn og hálfan leikhluta. Það er dýrt í seríu sem þessari.“ „En allir sem komu inn gerðu sitt besta. Ég er því sáttur við strákana - þeir þurfa bara að vera aðeins skynsamari. Þetta er nefnilega ekki búið. Ef við vinnum á föstudag eigum við annan heimaleik og þá er allt opið aftur.“Dómarar kvöldsins.vísir/daníel Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Keflavík 98-89 | Stjarnan komin í 2-0 Stjörnumenn báru í kvöld sigurorð af Keflavík, 98-89, og hafa tekið 2-0 forystu í einvígi liðanna. 24. mars 2014 16:37 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Njarðvík 84-88 | Húnarnir í lykilstöðu Logi Gunnarsson tryggði Njarðvík sigur á Ásvöllum með frábærri þriggja stiga körfu. 24. mars 2014 16:41 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
„Mér fannst við nær sigrinum í síðasta leik en þessum. Við gerðum mikið af mistökum í kvöld en baráttan var þó til fyrirmyndar,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir tapið í kvöld. Njarðvík skoraði níu stig í röð utan þriggja stiga línunnar á tæpri mínútu um miðjan þriðja leikhluta. Ívar sagði að sá kafli hefði reynst Haukum dýrkeyptur. „Við gerðum mjög mikið af mistökum þá - tókum rangar ákvarðanir og slæm skot í stað þess að spila bara okkar leik. Það kostaði okkur sjálfsagt leikinn. Af þessu þurfum við að læra því við þurfum að vera skynsamir.“ Hann kvartaði líka undan dómgæslunni í kvöld, sér í lagi þegar kom að Terrence Watson. „Þeir brutu á honum allan leikinn en hann fékk bara fimm villur dæmdar á sig. Þannig er þetta leik eftir leik og það virðist sem að við njótum engrar virðingar hjá dómurunum. Maður skilur þetta bara ekki,“ sagði Ívar. „Þegar við bendum á þetta þá segja þeir að það sé ekki verið að brjóta á honum. Það er í raun óskiljanlegt hvernig dómarar starfa í dag og menn virðast kvarta eftir hvern einasta leik. Þeir hafa bara ekki ráðið við þessa leiki, því miður.“ Emil Barja byrjaði frábærlega fyrir Hauka en lenti í villuvandræðum strax í fyrsta leikhluta. Það kostaði hann dýrmætar mínútur í kvöld. „Hann tók einfaldlega rangar ákvarðanir. Tvær af þessum villum voru mjög vondar af hans hálfu. Við höfum ekki efni á að missa hann á bekkinn í einn og hálfan leikhluta. Það er dýrt í seríu sem þessari.“ „En allir sem komu inn gerðu sitt besta. Ég er því sáttur við strákana - þeir þurfa bara að vera aðeins skynsamari. Þetta er nefnilega ekki búið. Ef við vinnum á föstudag eigum við annan heimaleik og þá er allt opið aftur.“Dómarar kvöldsins.vísir/daníel
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Keflavík 98-89 | Stjarnan komin í 2-0 Stjörnumenn báru í kvöld sigurorð af Keflavík, 98-89, og hafa tekið 2-0 forystu í einvígi liðanna. 24. mars 2014 16:37 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Njarðvík 84-88 | Húnarnir í lykilstöðu Logi Gunnarsson tryggði Njarðvík sigur á Ásvöllum með frábærri þriggja stiga körfu. 24. mars 2014 16:41 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Keflavík 98-89 | Stjarnan komin í 2-0 Stjörnumenn báru í kvöld sigurorð af Keflavík, 98-89, og hafa tekið 2-0 forystu í einvígi liðanna. 24. mars 2014 16:37
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Njarðvík 84-88 | Húnarnir í lykilstöðu Logi Gunnarsson tryggði Njarðvík sigur á Ásvöllum með frábærri þriggja stiga körfu. 24. mars 2014 16:41