Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 26-22 | Haukar halda sínu striki Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 20. mars 2014 17:10 Vísir/Daníel Haukar lögðu ÍR að velli í Olís deild karla í handbolta í kvöld 26-22 eftir að hafa verið 14-9 yfir í hálfleik. Haukar eru því enn með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar. ÍR virtist ekki hafa nokkra trú á verkefninu í upphafi leiks. Enginn ákefð var í leik liðsins og töpuðu leikmenn liðsins boltanum trekk í trekk framan af leik. Haukar gátu sjálfum sér um kennt að hafa ekki klárað leikinn í fyrri hálfleik en liðið fór illa með fjölda dauðafæra og tók margar slakar ákvarðanir í sókninni gegn slakri vörn ÍR. ÍR-ingar vöknuðu í hálfleik og þá sérstaklega í vörninni. Liðið klippti vinstri vænginn þar sem Sigurbergur Sveinsson var út og við það riðlaðist sóknarleikur Hauka mikið og ÍR náði að minnka muninn í eitt mark þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Kristófer Fannar Guðmundsson markvörður ÍR fór á kostum í seinni hálfleik og kom ÍR inn í leikinn en hann réð ekkert við Þórð Rafn Guðmundsson í vinstra horninu hjá Haukum og gerðu mörk Þórðar og Elíasar Más Halldórssonar gæfu muninn eftir að ÍR minnkaði muninn í eitt mark. Besti leikmaður vallarins var þó Giedrius Morkunas í marki Hauka. Hann varði vel allan leikinn og steig upp þegar ÍR átti tækifæri á að jafna leikinn. Allt annað var að sjá til ÍR í seinni hálfleik. Liðið fékk trú á verkefninu en það dugði ekki til því Haukar rifu sig upp þegar á þurfti að halda og tryggðu sér dýrmæt stig í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. ÍR má ekki við því að tapa fleiri stigum í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og þarf að treysta á önnur lið í þeirri baráttu. Þórður: Slökuðum á„Þetta var voðalega kaflaskipt. Við náðum forystu en svo slökum við og förum að rótera liðinu og missum þetta niður,“ sagði Þórður Rafn Guðmundsson sem átti mjög góðan leik fyrir Hauka í vinstra horninu og í vörninni. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekki nógu vel. Þetta var ströggl. Um leið og við slökum á þá minnka þeir muninn og þá ætlum við að gefa í, í staðin fyrir að vera á fullu allan tímann. Þá hefðum við unnið þennan leik mjög sannfærandi. „Þeir eru með gott lið en hafa misst Ingimund (Ingimundarson) og Björgvin (Þór Hólmgeirsson). Svo var Arnór (Freyr Stefánsson) ekki í dag. Klárlega hefðum við átt að klára þetta meira sannfærandi,“ sagði Þórður sem fór mikinn í vinstra horninu og sýndi góða skottækni en hann er að upplagi skytta. „Þetta er að gera eitthvað heilalaust og vona það besta, nei, nei. Ég er á fullu í horninu á æfingum og það hefur gengið mjög vel. Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu. Ég er kominn með betri tækni, það er ekki bara að negla alltaf.“ Haukar eru í kjörstöðu með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir og getur liðið verið búið að tryggja sér titilinn þegar ÍBV kemur í heimsókn í síðustu umferðinni. „Við stefnum að því að vinna hvern einasta leik sem við förum í og auðvitað væri þægilegt að vinna næstu tvo og fara í síðasta leikinn með enga pressu á sér,“ sagði Þórður Rafn. Jón Heiðar: Þetta er spurning um að kasta og grípa, handbolti 101„Fyrri hálfleikur var mjög dapur og við köstum þessu frá okkur sóknarlega. Þetta minnti á bikarúrslitaleikinn,“ sagði Jón Heiðar Gunnarsson línumaður og varnartröll ÍR. „Við vorum á löngum köflum að spila góða vörn. Við héldum þeim ágætlega og fengum hraðaupphlaup og skyndisóknir. Við köstum þessu frá okkur í sóknarleiknum eins og svo oft áður. Allt of margir tæknifeilar. „Okkur vantar sjálfstraust í sóknarleikinn. Menn eru óöryggir og eru að kasta boltanum útaf.“ Daníel Ingi Guðmundsson hávaxinn ungur leikmaður átti mjög góða innkomu í sóknarleikinn hjá ÍR í seinni hálfleik en hefði hann ekki mátt koma fyrr inn á? „Hann kom virkilega öflugur inn. Hann er með það sem okkur vantar, smá hæð. Við erum margir litlir. Við hefðum klárlega getað notað hann meira. Hann kemur með hæð og skotógnun fyrir utan. Það er eitthvað sem okkur hefur vantað. „Okkur vantar fleiri lausnir og sjálfstraust í sóknarleikinn. Við erum einhæfir þar en það er einfalt að laga þessa hluti. Þetta er spurning um að kasta og grípa, handbolti 101,“ sagði Jón Heiðar en ófáar sendingar ÍR höfnuðu í höndum Patreks Jóhannessonar þjálfara Hauka. „Ef það er hægt að laga þessa einföldu hluti sem eru búnir að plaga okkur. Það koma alltaf tíu mínútna kaflar í hverjum hálfleik. Þá erum við góðir. „Þegar við töpuðum svona boltum þá er það mark í bakið, maður nær ekki að hlaupa til baka þegar við töpum boltanum úti á punktalínu. „Við þurfum að laga þetta ef við ætlum að eiga séns í úrslitakeppnina, sá séns fer minnkandi með hverjum leiknum. „Það er ekkert í boði annað en að vinna rest,“ sagði Jón Heiðar. Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira
Haukar lögðu ÍR að velli í Olís deild karla í handbolta í kvöld 26-22 eftir að hafa verið 14-9 yfir í hálfleik. Haukar eru því enn með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar. ÍR virtist ekki hafa nokkra trú á verkefninu í upphafi leiks. Enginn ákefð var í leik liðsins og töpuðu leikmenn liðsins boltanum trekk í trekk framan af leik. Haukar gátu sjálfum sér um kennt að hafa ekki klárað leikinn í fyrri hálfleik en liðið fór illa með fjölda dauðafæra og tók margar slakar ákvarðanir í sókninni gegn slakri vörn ÍR. ÍR-ingar vöknuðu í hálfleik og þá sérstaklega í vörninni. Liðið klippti vinstri vænginn þar sem Sigurbergur Sveinsson var út og við það riðlaðist sóknarleikur Hauka mikið og ÍR náði að minnka muninn í eitt mark þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Kristófer Fannar Guðmundsson markvörður ÍR fór á kostum í seinni hálfleik og kom ÍR inn í leikinn en hann réð ekkert við Þórð Rafn Guðmundsson í vinstra horninu hjá Haukum og gerðu mörk Þórðar og Elíasar Más Halldórssonar gæfu muninn eftir að ÍR minnkaði muninn í eitt mark. Besti leikmaður vallarins var þó Giedrius Morkunas í marki Hauka. Hann varði vel allan leikinn og steig upp þegar ÍR átti tækifæri á að jafna leikinn. Allt annað var að sjá til ÍR í seinni hálfleik. Liðið fékk trú á verkefninu en það dugði ekki til því Haukar rifu sig upp þegar á þurfti að halda og tryggðu sér dýrmæt stig í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. ÍR má ekki við því að tapa fleiri stigum í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og þarf að treysta á önnur lið í þeirri baráttu. Þórður: Slökuðum á„Þetta var voðalega kaflaskipt. Við náðum forystu en svo slökum við og förum að rótera liðinu og missum þetta niður,“ sagði Þórður Rafn Guðmundsson sem átti mjög góðan leik fyrir Hauka í vinstra horninu og í vörninni. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekki nógu vel. Þetta var ströggl. Um leið og við slökum á þá minnka þeir muninn og þá ætlum við að gefa í, í staðin fyrir að vera á fullu allan tímann. Þá hefðum við unnið þennan leik mjög sannfærandi. „Þeir eru með gott lið en hafa misst Ingimund (Ingimundarson) og Björgvin (Þór Hólmgeirsson). Svo var Arnór (Freyr Stefánsson) ekki í dag. Klárlega hefðum við átt að klára þetta meira sannfærandi,“ sagði Þórður sem fór mikinn í vinstra horninu og sýndi góða skottækni en hann er að upplagi skytta. „Þetta er að gera eitthvað heilalaust og vona það besta, nei, nei. Ég er á fullu í horninu á æfingum og það hefur gengið mjög vel. Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu. Ég er kominn með betri tækni, það er ekki bara að negla alltaf.“ Haukar eru í kjörstöðu með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir og getur liðið verið búið að tryggja sér titilinn þegar ÍBV kemur í heimsókn í síðustu umferðinni. „Við stefnum að því að vinna hvern einasta leik sem við förum í og auðvitað væri þægilegt að vinna næstu tvo og fara í síðasta leikinn með enga pressu á sér,“ sagði Þórður Rafn. Jón Heiðar: Þetta er spurning um að kasta og grípa, handbolti 101„Fyrri hálfleikur var mjög dapur og við köstum þessu frá okkur sóknarlega. Þetta minnti á bikarúrslitaleikinn,“ sagði Jón Heiðar Gunnarsson línumaður og varnartröll ÍR. „Við vorum á löngum köflum að spila góða vörn. Við héldum þeim ágætlega og fengum hraðaupphlaup og skyndisóknir. Við köstum þessu frá okkur í sóknarleiknum eins og svo oft áður. Allt of margir tæknifeilar. „Okkur vantar sjálfstraust í sóknarleikinn. Menn eru óöryggir og eru að kasta boltanum útaf.“ Daníel Ingi Guðmundsson hávaxinn ungur leikmaður átti mjög góða innkomu í sóknarleikinn hjá ÍR í seinni hálfleik en hefði hann ekki mátt koma fyrr inn á? „Hann kom virkilega öflugur inn. Hann er með það sem okkur vantar, smá hæð. Við erum margir litlir. Við hefðum klárlega getað notað hann meira. Hann kemur með hæð og skotógnun fyrir utan. Það er eitthvað sem okkur hefur vantað. „Okkur vantar fleiri lausnir og sjálfstraust í sóknarleikinn. Við erum einhæfir þar en það er einfalt að laga þessa hluti. Þetta er spurning um að kasta og grípa, handbolti 101,“ sagði Jón Heiðar en ófáar sendingar ÍR höfnuðu í höndum Patreks Jóhannessonar þjálfara Hauka. „Ef það er hægt að laga þessa einföldu hluti sem eru búnir að plaga okkur. Það koma alltaf tíu mínútna kaflar í hverjum hálfleik. Þá erum við góðir. „Þegar við töpuðum svona boltum þá er það mark í bakið, maður nær ekki að hlaupa til baka þegar við töpum boltanum úti á punktalínu. „Við þurfum að laga þetta ef við ætlum að eiga séns í úrslitakeppnina, sá séns fer minnkandi með hverjum leiknum. „Það er ekkert í boði annað en að vinna rest,“ sagði Jón Heiðar.
Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira