Sunshine Cinema, kvikmyndahús á Manhattan, býður börnum frítt í bíó í fylgd með fullorðnum sem hluti af tilboði sem þeir bjóða upp á á miðvikudögum.
Entertainment Weekly hringdu í kynningarstjóra kvikmyndahússins sem staðfesti að tilboðið myndi standa óbreytt.
„Tilboðið sem við bjóðum upp á á miðvikudögum hefur gefið góða raun. Að bjóða foreldrum og forráðamönnum ungra barna upp á sýningar snemma dags, og börnin fá að koma með, án þess að borga þurfi fyrir það sérstaklega. Okkar stefna er að bjóða viðskiptavinum okkar upp á að sjá allar nýjar kvikmyndir sem við tökum til sýninga sama um hvað myndin fjallar eða hvort hún er bönnuð ákveðnum aldurshópum.“
Myndin hefur vakið athygli fyrir svo grófar kynlíssenur að tölvutækni er notuð til að klippa höfuð aðalleikaranna við klámmyndaleikara, sem sjá um grófustu atriðin í myndinni.
Í myndinni leikur Charlotte Gainsbourg kynlífsfíkilinn Joe, sem segir erótíska sögu sína frá fæðingu til fimmtugs.
Nymphomaniac er síðasta myndin í þunglyndisþríleik leikstjórans Lars von Trier, en fyrri myndirnar eru hin umdeilda Antichrist og hin átakanlega Melancholia.
Nymphomaniac Official Trailer from Zentropa on Vimeo.