Hægt að taka upp evru í náinni framtíð Heimir Már Pétursson skrifar 8. apríl 2014 19:18 Formaður Samfylkingarinnar segir stóru tíðindin í skýrslu Aþjóðastofnunar um Evrópusambandið hversu fljótt Íslandi gæti tekið upp evru. Fjármálaráðherra segir aðild að sambandinu hins vgear snúast um miklu meira en gjaldmiðilinn. Árni Páll Árnason var málshefjandi í umræðum um skýrslu alþjóðastofnunar Háskóla Íslandi á Alþingi í dag og sagði hana gott innlegg í þá nauðsynlegum og vitibornu umræðu sem þyrfti að fara fram um evrópumál. Í skýrslunni kæmi fram að hægt væri að ná fram viðunandi lausn í bæði sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum í viðræðum við sambandið. „Stóru tíðindin eru svo í umfjöllun um peningamál. Það er skýrt greint frá því í skýrslunni hvernig aðild að Evrópusambandinu og fyrirheit um upptöku evru muni greiða fyrir afnámi hafta og útfært í nokkrum smáatriðum hvernig hægt sé að nýta þá aðstöðu að þjóðin sé á leið inn í Evrópusambandið. Upptaka evru sé innan fyrirsjáanlegrar framtíðar,“ sagði Árni Páll. Upptaka evru væri besti kosturinn í stöðunni til að losna við gjaldeyrishöftin. En það væri rétt hjá fjármálaráðherra að ekkert væri svart og hvítt í þessari umræðu og evra leysti ekki allan vanda þjóðarinnar. Uppspretta erfiðleika í íslensku efnahagslífi undanfarna áratugi hefur ekki verið í flestum tilfellum af ytri áföllum, heldur vegna veikrar hagstjórnar þar sem krónan hefur gefið stjórnmálamönnum færi á að lækka laun til að losa sjálfa sig út úr mistökum eftirá,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. „Ákvörðun um að ganga inn í Evrópusambandið er miklu stærri ákvörðun en sú að gera breytingar í peningamálum. Það er mjög stór pólitísk ákvörðun og hún snertir fjölmörg svið mannlífsins á Íslandi og hún verður ekki tekin nema höfð sé hliðsjón af þeirri þróun sem á sér stað í Evrópusambandinu í dag,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Margt benti til þess að Evrópusambandið væri að sigla inn í ástand stöðunar og verðhjöðnunar. „Mér finnst ekki margt nýtt í þessari skýrslu. Mér finnst að dregnar sé ályktanir oft út frá dálítið takmörkuðum upplýsingum og fátt sem kemur á óvart,“ sagði Bjarni . ESB-málið Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir stóru tíðindin í skýrslu Aþjóðastofnunar um Evrópusambandið hversu fljótt Íslandi gæti tekið upp evru. Fjármálaráðherra segir aðild að sambandinu hins vgear snúast um miklu meira en gjaldmiðilinn. Árni Páll Árnason var málshefjandi í umræðum um skýrslu alþjóðastofnunar Háskóla Íslandi á Alþingi í dag og sagði hana gott innlegg í þá nauðsynlegum og vitibornu umræðu sem þyrfti að fara fram um evrópumál. Í skýrslunni kæmi fram að hægt væri að ná fram viðunandi lausn í bæði sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum í viðræðum við sambandið. „Stóru tíðindin eru svo í umfjöllun um peningamál. Það er skýrt greint frá því í skýrslunni hvernig aðild að Evrópusambandinu og fyrirheit um upptöku evru muni greiða fyrir afnámi hafta og útfært í nokkrum smáatriðum hvernig hægt sé að nýta þá aðstöðu að þjóðin sé á leið inn í Evrópusambandið. Upptaka evru sé innan fyrirsjáanlegrar framtíðar,“ sagði Árni Páll. Upptaka evru væri besti kosturinn í stöðunni til að losna við gjaldeyrishöftin. En það væri rétt hjá fjármálaráðherra að ekkert væri svart og hvítt í þessari umræðu og evra leysti ekki allan vanda þjóðarinnar. Uppspretta erfiðleika í íslensku efnahagslífi undanfarna áratugi hefur ekki verið í flestum tilfellum af ytri áföllum, heldur vegna veikrar hagstjórnar þar sem krónan hefur gefið stjórnmálamönnum færi á að lækka laun til að losa sjálfa sig út úr mistökum eftirá,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. „Ákvörðun um að ganga inn í Evrópusambandið er miklu stærri ákvörðun en sú að gera breytingar í peningamálum. Það er mjög stór pólitísk ákvörðun og hún snertir fjölmörg svið mannlífsins á Íslandi og hún verður ekki tekin nema höfð sé hliðsjón af þeirri þróun sem á sér stað í Evrópusambandinu í dag,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Margt benti til þess að Evrópusambandið væri að sigla inn í ástand stöðunar og verðhjöðnunar. „Mér finnst ekki margt nýtt í þessari skýrslu. Mér finnst að dregnar sé ályktanir oft út frá dálítið takmörkuðum upplýsingum og fátt sem kemur á óvart,“ sagði Bjarni .
ESB-málið Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira