Tónlist

Rússar senda tvíbura í Eurovision

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tvíburasysturnar Anatasia og Maria Tomachevy verða fulltrúar Rússlands í Eurovision-keppninni í Kaupmannahöfn í maí með lagið Shine.

Systurnar báru sigur úr býtum í Eurovision-keppni ungmenna árið 2006 í Búkarest í Rúmenía, þá aðeins níu ára gamlar. Í keppninni fengu þær 154 stig en í öðru sæti var Hvíta-Rússland með 129 stig.

Árið 2007 gáfu þær út plötuna Polovinki í heimalandinu og komu fram þegar Eurovision-keppnin var haldin í Moskvu í Rússlandi árið 2009.

Í ár voru þær valdar úr hópi tvö hundruð listamanna í Rússlandi til að keppa fyrir hönd þjóðarinnar í Eurovision.


Tengdar fréttir

RÚV ræður öllu um Eurovision-lagið

Pollapönk ræður ekki á hvaða tungumáli framlag Íslands í Eurovision er. Lokaútgáfan er á ensku og fékk almenningur ekki að heyra þá útgáfu í undankeppninni.

Pollapönk áfram

Dönsku- og íslenskukennarinn Reynir Þór Eggertsson býr yfir sérgáfu í Eurovision-söngvakeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.