Benedikt talar um nýja stjórnmálahreyfingu Júlía Margrét Einarsdóttir og Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. apríl 2014 17:15 Útlit er fyrir miklum stuðningi við nýtt stjórnmálaafls. Benedikt Jóhannesson ritstjóri Vísbendingar gaf orðrómi um stofnun nýs stjórnmálaafls byr undir báða vængi í ræðu sinni á samstöðufundinum á Austurvelli í dag. Vitnaði hann í orð Davíðs Oddssonar fyrrum forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins og lagði til að þau yrðu höfð að einkunnarorðum nýja stjórnmálaaflsins. Benedikt sagði í ræðu sinni:Það er því óheppilegt að borið hefur á því að við séum sjálfir að búa okkur til skilyrði og mála skrattann á vegginn og þar með veikja okkar eigin samningsstöðu er við mætum með sjálfsskapaða annmarka til viðræðna við Evrópusambandið.Við megum síst af öllu ganga að þessu viðfangsefni með þrá um forna innilokun og einokun alteknir af ótta og kjarkleysi. Við verðum að sýna reisn og styrk og forðast einangurnarþörf og minnimáttarkennd. Til slíkra viðræðna hljótum við að ganga sannfærðir um það að reyna að ná fram hinu besta, en jafnframt tilbúnir til að hverfa frá leiðinni, ef niðurstaðan er ekki þolaleg. Höfum þessi orð Davíðs Oddssonar í huga þegar við höldum heim. Flykkjum okkur undir merki gamla foringjans. Þau gætu orðið einkunnarorð nýrrar stjórnmálahreyfingar." Fjöldi manns mætti til fundarins og var ræðu Benedikts ákaft fagnað af fundargestum. Benedikt er formaður félags Sjálfstæðra Evrópumanna. Fyrr í mánuðinum var hann spurður um nýtt stjórnmálaafl - hægrisinnaðan Evrópuflokk. „Maður kemst varla út eða það líður varla sá klukkutími að maður fái ekki einn eða fleiri tölvupósta eða hringingar þar sem fólk er að lýsa yfir áhuga á þessu,“ sagði Benedikt þá, í samtali við Vísi. Hann sagði vera gerjun víða í samfélaginu og margir hefðu áhuga á nýju framboði. MMR birti niðurstöður könnunar í upphafi mánaðarins sem sýndu að tæplega 40% aðspurðra gæti hugsað sér að kjósa framboð sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar, væri hægra megin við hina pólitísku miðju og legði áherslu á Evrópusambandsaðild. ESB-málið Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Benedikt Jóhannesson ritstjóri Vísbendingar gaf orðrómi um stofnun nýs stjórnmálaafls byr undir báða vængi í ræðu sinni á samstöðufundinum á Austurvelli í dag. Vitnaði hann í orð Davíðs Oddssonar fyrrum forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins og lagði til að þau yrðu höfð að einkunnarorðum nýja stjórnmálaaflsins. Benedikt sagði í ræðu sinni:Það er því óheppilegt að borið hefur á því að við séum sjálfir að búa okkur til skilyrði og mála skrattann á vegginn og þar með veikja okkar eigin samningsstöðu er við mætum með sjálfsskapaða annmarka til viðræðna við Evrópusambandið.Við megum síst af öllu ganga að þessu viðfangsefni með þrá um forna innilokun og einokun alteknir af ótta og kjarkleysi. Við verðum að sýna reisn og styrk og forðast einangurnarþörf og minnimáttarkennd. Til slíkra viðræðna hljótum við að ganga sannfærðir um það að reyna að ná fram hinu besta, en jafnframt tilbúnir til að hverfa frá leiðinni, ef niðurstaðan er ekki þolaleg. Höfum þessi orð Davíðs Oddssonar í huga þegar við höldum heim. Flykkjum okkur undir merki gamla foringjans. Þau gætu orðið einkunnarorð nýrrar stjórnmálahreyfingar." Fjöldi manns mætti til fundarins og var ræðu Benedikts ákaft fagnað af fundargestum. Benedikt er formaður félags Sjálfstæðra Evrópumanna. Fyrr í mánuðinum var hann spurður um nýtt stjórnmálaafl - hægrisinnaðan Evrópuflokk. „Maður kemst varla út eða það líður varla sá klukkutími að maður fái ekki einn eða fleiri tölvupósta eða hringingar þar sem fólk er að lýsa yfir áhuga á þessu,“ sagði Benedikt þá, í samtali við Vísi. Hann sagði vera gerjun víða í samfélaginu og margir hefðu áhuga á nýju framboði. MMR birti niðurstöður könnunar í upphafi mánaðarins sem sýndu að tæplega 40% aðspurðra gæti hugsað sér að kjósa framboð sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar, væri hægra megin við hina pólitísku miðju og legði áherslu á Evrópusambandsaðild.
ESB-málið Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira