Benedikt talar um nýja stjórnmálahreyfingu Júlía Margrét Einarsdóttir og Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. apríl 2014 17:15 Útlit er fyrir miklum stuðningi við nýtt stjórnmálaafls. Benedikt Jóhannesson ritstjóri Vísbendingar gaf orðrómi um stofnun nýs stjórnmálaafls byr undir báða vængi í ræðu sinni á samstöðufundinum á Austurvelli í dag. Vitnaði hann í orð Davíðs Oddssonar fyrrum forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins og lagði til að þau yrðu höfð að einkunnarorðum nýja stjórnmálaaflsins. Benedikt sagði í ræðu sinni:Það er því óheppilegt að borið hefur á því að við séum sjálfir að búa okkur til skilyrði og mála skrattann á vegginn og þar með veikja okkar eigin samningsstöðu er við mætum með sjálfsskapaða annmarka til viðræðna við Evrópusambandið.Við megum síst af öllu ganga að þessu viðfangsefni með þrá um forna innilokun og einokun alteknir af ótta og kjarkleysi. Við verðum að sýna reisn og styrk og forðast einangurnarþörf og minnimáttarkennd. Til slíkra viðræðna hljótum við að ganga sannfærðir um það að reyna að ná fram hinu besta, en jafnframt tilbúnir til að hverfa frá leiðinni, ef niðurstaðan er ekki þolaleg. Höfum þessi orð Davíðs Oddssonar í huga þegar við höldum heim. Flykkjum okkur undir merki gamla foringjans. Þau gætu orðið einkunnarorð nýrrar stjórnmálahreyfingar." Fjöldi manns mætti til fundarins og var ræðu Benedikts ákaft fagnað af fundargestum. Benedikt er formaður félags Sjálfstæðra Evrópumanna. Fyrr í mánuðinum var hann spurður um nýtt stjórnmálaafl - hægrisinnaðan Evrópuflokk. „Maður kemst varla út eða það líður varla sá klukkutími að maður fái ekki einn eða fleiri tölvupósta eða hringingar þar sem fólk er að lýsa yfir áhuga á þessu,“ sagði Benedikt þá, í samtali við Vísi. Hann sagði vera gerjun víða í samfélaginu og margir hefðu áhuga á nýju framboði. MMR birti niðurstöður könnunar í upphafi mánaðarins sem sýndu að tæplega 40% aðspurðra gæti hugsað sér að kjósa framboð sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar, væri hægra megin við hina pólitísku miðju og legði áherslu á Evrópusambandsaðild. ESB-málið Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira
Benedikt Jóhannesson ritstjóri Vísbendingar gaf orðrómi um stofnun nýs stjórnmálaafls byr undir báða vængi í ræðu sinni á samstöðufundinum á Austurvelli í dag. Vitnaði hann í orð Davíðs Oddssonar fyrrum forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins og lagði til að þau yrðu höfð að einkunnarorðum nýja stjórnmálaaflsins. Benedikt sagði í ræðu sinni:Það er því óheppilegt að borið hefur á því að við séum sjálfir að búa okkur til skilyrði og mála skrattann á vegginn og þar með veikja okkar eigin samningsstöðu er við mætum með sjálfsskapaða annmarka til viðræðna við Evrópusambandið.Við megum síst af öllu ganga að þessu viðfangsefni með þrá um forna innilokun og einokun alteknir af ótta og kjarkleysi. Við verðum að sýna reisn og styrk og forðast einangurnarþörf og minnimáttarkennd. Til slíkra viðræðna hljótum við að ganga sannfærðir um það að reyna að ná fram hinu besta, en jafnframt tilbúnir til að hverfa frá leiðinni, ef niðurstaðan er ekki þolaleg. Höfum þessi orð Davíðs Oddssonar í huga þegar við höldum heim. Flykkjum okkur undir merki gamla foringjans. Þau gætu orðið einkunnarorð nýrrar stjórnmálahreyfingar." Fjöldi manns mætti til fundarins og var ræðu Benedikts ákaft fagnað af fundargestum. Benedikt er formaður félags Sjálfstæðra Evrópumanna. Fyrr í mánuðinum var hann spurður um nýtt stjórnmálaafl - hægrisinnaðan Evrópuflokk. „Maður kemst varla út eða það líður varla sá klukkutími að maður fái ekki einn eða fleiri tölvupósta eða hringingar þar sem fólk er að lýsa yfir áhuga á þessu,“ sagði Benedikt þá, í samtali við Vísi. Hann sagði vera gerjun víða í samfélaginu og margir hefðu áhuga á nýju framboði. MMR birti niðurstöður könnunar í upphafi mánaðarins sem sýndu að tæplega 40% aðspurðra gæti hugsað sér að kjósa framboð sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar, væri hægra megin við hina pólitísku miðju og legði áherslu á Evrópusambandsaðild.
ESB-málið Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira