"Aulahrollur - ég lenti í nákvæmlega sömu hallærislegu uppákomunni“ Ellý Ármanns skrifar 4. apríl 2014 16:00 Ásta og Atlas á leiðinni á RFF. „Aulahrollur! Ég lenti í nákvæmlega sömu hallærislegu uppákomunni. Var með boðsmiða á sýningu Zisku og settist í sæti þar með 3 ára son minn (sem sagði ekki múkk og var bara mjög prúður alla sýninguna),“ skrifar Ásta Kristjánsdóttir ljósmyndari og einn stofnandi RFF á Facebooksíðuna sína í dag þar sem hún vekur athygli á því hvernig tekið var á móti íslenskum fjölmiðlum og gestum á RFF hátíðinni sem fram fór í Hörpu síðustu helgi þar sem fólk var rekið úr sætum svo framkvæmdastjóri RFF, fjölskylda og vinir gætu setið á fremsta bekk. Þá skrifar Ásta einnig eftirfarandi: „Eftir sýninguna fékk ég símtal frá fra mkvæmdarstjóra hátíðarinnar og sagði hún að Jón Ólafsson, eigandi RFF vildi ekki að ég tæki sæti á sýningunni. Hún tilgreindi ekki ástæðuna en ég las út úr þessu að það væri vegna þess að ég væri með son minn með mér, gat ekki séð aðra ástæðu. En það virðist ekki bara að fólk með börn hafi verið illa séð á fremsta bekk heldur líka íslenskir fjölmiðlar.“ „Þetta er sérstaklega skrítið þar sem salurinn var alls ekki fullur á flestum sýningunum, fullt af tómum sætum og standandi fólki, en hver tók flest öll sætin á fremsta bekk? Nú auðvitað Jón Ólafsson, eigandi RFF, og hans fjölskylda ásamt Þórey Einarsdóttur framkvæmdastjóra RFF , á meðan margir íslenskir fjölmiðlar sáu ekki sýningarnar því þeir fengu ekki sæti eða aftustu sætin. Aulahrollur aftur. Mér er svo sem sama hvort ég sit eða stend en gaman væri þó að sjá eitthvað annað en hnakka því pallurinn var ekki upphækkaður og heldur ekki sætin.“ „Ástæðan fyrir að mér finnst þetta sérstaklega leiðinlegt er sú að ég er einn stofnandi og fyrrverandi framkvæmdarstjóri RFF og aldrei hefði ég eða hinir stofnendurnir hent gestum burt úr sæti og tekið sæti sjálf. Við lögðum upp með að koma íslenskum hönnuðum á framfæri, hérlendis og erlendis, í gegnum íslenska og erlenda fjölmiðla. Lang-flestir íslensku hönnuðana eru eingöngu að selja á Íslandi, og umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum því mikilvæg fyrir þá, sem og fyrir greinina í heild á landinu.“ „Ég hvet framkvæmdastjóra og eigenda RFF til að sýna íslendingum/fjölmiðlum þakklæti fyrir að koma. Það að fólk skuli gefa sér tíma í að mæta, horfa á sýningarnar og birta umfjöllun er ekki sjálfgefið. Með svona hroka gæti alveg eins verið að fólk nenni ekki að mæta næst og án gesta og íslenskra fjölmiðla er sáralítill tilgangur með RFF. Þær sýningar sem ég sá voru engu að síður glæsilegar og greinilegt að gífurleg vinna og metnaður hefur verið lagður í sýningarnar.“ RFF Tengdar fréttir RFF 2014: Rífandi stemning á milli sýninga Sjáðu myndirnar. 31. mars 2014 10:45 Tískufjör í Hörpu Framtíðin er björt í fatahönnun á Íslandi 1. apríl 2014 11:30 Baksviðs með Moroccanoil á RFF Við fylgdumst með látunum baksviðs eins og sjá má á myndunum og myndskeiðunum. 1. apríl 2014 14:00 Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Sjá meira
„Aulahrollur! Ég lenti í nákvæmlega sömu hallærislegu uppákomunni. Var með boðsmiða á sýningu Zisku og settist í sæti þar með 3 ára son minn (sem sagði ekki múkk og var bara mjög prúður alla sýninguna),“ skrifar Ásta Kristjánsdóttir ljósmyndari og einn stofnandi RFF á Facebooksíðuna sína í dag þar sem hún vekur athygli á því hvernig tekið var á móti íslenskum fjölmiðlum og gestum á RFF hátíðinni sem fram fór í Hörpu síðustu helgi þar sem fólk var rekið úr sætum svo framkvæmdastjóri RFF, fjölskylda og vinir gætu setið á fremsta bekk. Þá skrifar Ásta einnig eftirfarandi: „Eftir sýninguna fékk ég símtal frá fra mkvæmdarstjóra hátíðarinnar og sagði hún að Jón Ólafsson, eigandi RFF vildi ekki að ég tæki sæti á sýningunni. Hún tilgreindi ekki ástæðuna en ég las út úr þessu að það væri vegna þess að ég væri með son minn með mér, gat ekki séð aðra ástæðu. En það virðist ekki bara að fólk með börn hafi verið illa séð á fremsta bekk heldur líka íslenskir fjölmiðlar.“ „Þetta er sérstaklega skrítið þar sem salurinn var alls ekki fullur á flestum sýningunum, fullt af tómum sætum og standandi fólki, en hver tók flest öll sætin á fremsta bekk? Nú auðvitað Jón Ólafsson, eigandi RFF, og hans fjölskylda ásamt Þórey Einarsdóttur framkvæmdastjóra RFF , á meðan margir íslenskir fjölmiðlar sáu ekki sýningarnar því þeir fengu ekki sæti eða aftustu sætin. Aulahrollur aftur. Mér er svo sem sama hvort ég sit eða stend en gaman væri þó að sjá eitthvað annað en hnakka því pallurinn var ekki upphækkaður og heldur ekki sætin.“ „Ástæðan fyrir að mér finnst þetta sérstaklega leiðinlegt er sú að ég er einn stofnandi og fyrrverandi framkvæmdarstjóri RFF og aldrei hefði ég eða hinir stofnendurnir hent gestum burt úr sæti og tekið sæti sjálf. Við lögðum upp með að koma íslenskum hönnuðum á framfæri, hérlendis og erlendis, í gegnum íslenska og erlenda fjölmiðla. Lang-flestir íslensku hönnuðana eru eingöngu að selja á Íslandi, og umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum því mikilvæg fyrir þá, sem og fyrir greinina í heild á landinu.“ „Ég hvet framkvæmdastjóra og eigenda RFF til að sýna íslendingum/fjölmiðlum þakklæti fyrir að koma. Það að fólk skuli gefa sér tíma í að mæta, horfa á sýningarnar og birta umfjöllun er ekki sjálfgefið. Með svona hroka gæti alveg eins verið að fólk nenni ekki að mæta næst og án gesta og íslenskra fjölmiðla er sáralítill tilgangur með RFF. Þær sýningar sem ég sá voru engu að síður glæsilegar og greinilegt að gífurleg vinna og metnaður hefur verið lagður í sýningarnar.“
RFF Tengdar fréttir RFF 2014: Rífandi stemning á milli sýninga Sjáðu myndirnar. 31. mars 2014 10:45 Tískufjör í Hörpu Framtíðin er björt í fatahönnun á Íslandi 1. apríl 2014 11:30 Baksviðs með Moroccanoil á RFF Við fylgdumst með látunum baksviðs eins og sjá má á myndunum og myndskeiðunum. 1. apríl 2014 14:00 Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Sjá meira
Baksviðs með Moroccanoil á RFF Við fylgdumst með látunum baksviðs eins og sjá má á myndunum og myndskeiðunum. 1. apríl 2014 14:00