Roy Nelson - rotarinn með stóru bumbuna Pétur Marinó Jónsson skrifar 3. apríl 2014 12:15 Föstudaginn 11. apríl etja þeir Roy Nelson og Antonio "Big Nog" Nogueira kappi á UFC viðburði í Dubai. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þegar hugsað er um hinn fullkomna íþróttamann er Roy Nelson sennilega síðastur til að koma upp í hugann. Roy Nelson er 37 ára gamall þungavigtarmaður sem er hvað helst þekktastur fyrir að vera með stóra bumbu en á sama tíma með svakalega öfluga yfirhandar hægri. Þrátt fyrir að líta ekki út eins og atvinnuíþróttamaður er Roy Nelson hæfileikaríkur bardagamaður. Hann er með svart belti í brasilísku jiu-jitsu frá Renzo Gracie (sá sami og gaf Gunnari Nelson svarta beltið sitt) og eins og áður segir með svakalegan kraft í höndunum. 12 sigrar af 19 hafa komið eftir rothögg og virðist hann geta rotað hvern sem er. Stóra bumban hans blekkir og eru ekki margir sem myndu halda að þessi maður sé atvinnuíþróttamaður við fyrstu sýn. Margir sérfræðingar vilja meina að Roy Nelson hefði getað náð svo miklu lengra á sínum ferli ef hann hefði tekið ferilinn sinn meira alvarlega. Ást hans á Burger King hefur gert það að verkum að hann hefur engan áhuga á að létta sig til að keppa í lægri þyngdarflokki. Staðreyndin er sú að hann er ekki nema 185 cm á hæð (sem er frekar lítið miðað við þungavigtarmann) og ef hann væri ekki með þessa stóru bumbu ætti hann sennilega heima í léttþungavigt (jafnvel millivigt). Í næstu viku mætir hann hinum reynslumikla Antonio "Big Nog" Nogueira en það er bardagi sem Nelson gæti sigrað með glæsilegu rothöggi. Nogueira er aftur á móti frábær gólfglímumaður líka og gæti þetta verið skemmtilegur bardagi tveggja reynslubolta. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 18 að íslenskum tíma. Nánar má lesa um Roy Nelson hér en þar má einnig sjá þekkt rothögg með kappanum.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Sjá meira
Föstudaginn 11. apríl etja þeir Roy Nelson og Antonio "Big Nog" Nogueira kappi á UFC viðburði í Dubai. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þegar hugsað er um hinn fullkomna íþróttamann er Roy Nelson sennilega síðastur til að koma upp í hugann. Roy Nelson er 37 ára gamall þungavigtarmaður sem er hvað helst þekktastur fyrir að vera með stóra bumbu en á sama tíma með svakalega öfluga yfirhandar hægri. Þrátt fyrir að líta ekki út eins og atvinnuíþróttamaður er Roy Nelson hæfileikaríkur bardagamaður. Hann er með svart belti í brasilísku jiu-jitsu frá Renzo Gracie (sá sami og gaf Gunnari Nelson svarta beltið sitt) og eins og áður segir með svakalegan kraft í höndunum. 12 sigrar af 19 hafa komið eftir rothögg og virðist hann geta rotað hvern sem er. Stóra bumban hans blekkir og eru ekki margir sem myndu halda að þessi maður sé atvinnuíþróttamaður við fyrstu sýn. Margir sérfræðingar vilja meina að Roy Nelson hefði getað náð svo miklu lengra á sínum ferli ef hann hefði tekið ferilinn sinn meira alvarlega. Ást hans á Burger King hefur gert það að verkum að hann hefur engan áhuga á að létta sig til að keppa í lægri þyngdarflokki. Staðreyndin er sú að hann er ekki nema 185 cm á hæð (sem er frekar lítið miðað við þungavigtarmann) og ef hann væri ekki með þessa stóru bumbu ætti hann sennilega heima í léttþungavigt (jafnvel millivigt). Í næstu viku mætir hann hinum reynslumikla Antonio "Big Nog" Nogueira en það er bardagi sem Nelson gæti sigrað með glæsilegu rothöggi. Nogueira er aftur á móti frábær gólfglímumaður líka og gæti þetta verið skemmtilegur bardagi tveggja reynslubolta. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 18 að íslenskum tíma. Nánar má lesa um Roy Nelson hér en þar má einnig sjá þekkt rothögg með kappanum.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Sjá meira