Hilmir Snær leikur Ívar, yfirmann sérsveitarinnar. Harður nagli, laganna vörður í húð og hár og líður ekkert kjaftæði.
Borgríki II - Blóð hraustra manna er sjálfstætt framhald kvikmyndarinnar Borgríki sem kom út síðla árs 2011. Í helstu hlutverkum eru Darri Ingólfsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Sigurður Sigurjónsson, Zlatko Krickic og fyrrnefndur Hilmir Snær Guðnason.
Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr myndinni en hún verður frumsýnd í október. Vísir frumsýnar síðan nýja stiklu næsta þriðjudag.
Borgríki II - Teaser #1 from Olaf de Fleur on Vimeo.