Greenpeace mun fylgjast með Ölmu alla leið til Japan Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. apríl 2014 15:37 Skipið við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. vísir/daníel Greenpeace-samtökin fylgjast grannt með flutningaskipinu Ölmu, sem hætti við að leggja að bryggju í Suður-Afríku í fyrradag vegna mótmæla. Um borð eru um 2.000 tonn af hvalkjöti sem flutt er frá Íslandi til Japan og stóð til að taka olíu og vistir í Durban í Suður-Afríku en hætt var við í kjölfar mótmælanna. Um 21 þúsund manns rituðu nöfn sín á undirskriftarlista á vegum Greenpeace þar sem hafnaryfirvöld voru hvött til að neita skipinu þjónustu. „Undirskriftirnar eru reyndar orðnar 35 þúsund núna,“ segir Pavel Klinckhamers, verkefnastjóri hjá Greenpeace, í samtali við Vísi. Hann segir marga hafa orðið hneykslaða þegar það fréttist að skipið sigldi innan suðurafrískrar landhelgi. „Íbúar í Suður-Afríku eru mjög meðvitaðir um náttúruvernd og reyna til dæmis um þessar mundir að stöðva nashyrningsveiðar. En þeim er einnig umhugað um sjávardýrin og þegar fréttist af þessu skipi, með hvalkjöt innanborðs, sem er afurð veiða sem er ólögleg í stórum hluta heimsins, þótti ástæða til að bregðast harkalega við.“ Klinckhamers segir að þó hafi það komið á óvart hversu margar undirskriftir söfnuðust á stuttum tíma.Kjötið sett beint í geymslu Klinckhamers segir skipið nú vera statt rétt suður af Madagaskar, við austurströnd Afríku. Mun verða fylgst með skipinu þar til það leggur að bryggju í Japan. „Þetta er ein stærsta sending af hvalkjöti sem við höfum vitað af í áratugi,“ segir Klinckhamers. „Fyrst fóru þeir til Hamborgar og Rotterdam með venjuleg flutningaskip en það varð æ erfiðara að nota þessi skip vegna þess að mörg flutningsfyrirtæki vilja ekki lengur flytja hvalkjöt. Hvalur hf. leigði því eitt stórt skip til þess að flytja allan kjötforðann í einu. Þeir vilja losna við hann til að rýma geymslurnar fyrir næsta hvalveiðitímabil.“ Klinckhamers segist forvitinn um það hvað verði um kjötið þegar það kemst á leiðarenda. „Markaðurinn í Japan er ekki stór núna. Samkvæmt okkar upplýsingum verður það ekki selt þar heldur fer það í geymslu.“ Aðspurður segir Klinckhamers ekki vita til þess að Íslendingar hafi tekið þátt í mótmælunum. „Þetta var aðallega fólk í Suður-Afríku. En mér skilst á íslenskum fjölmiðlum að æ fleiri Íslendingar séu að verða mótfallnir hvalveiðum. Bæði vegna takmarkaðra útflutningsmöguleika og orðspori landsins á alþjóðavettvangi.“ Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Greenpeace-samtökin fylgjast grannt með flutningaskipinu Ölmu, sem hætti við að leggja að bryggju í Suður-Afríku í fyrradag vegna mótmæla. Um borð eru um 2.000 tonn af hvalkjöti sem flutt er frá Íslandi til Japan og stóð til að taka olíu og vistir í Durban í Suður-Afríku en hætt var við í kjölfar mótmælanna. Um 21 þúsund manns rituðu nöfn sín á undirskriftarlista á vegum Greenpeace þar sem hafnaryfirvöld voru hvött til að neita skipinu þjónustu. „Undirskriftirnar eru reyndar orðnar 35 þúsund núna,“ segir Pavel Klinckhamers, verkefnastjóri hjá Greenpeace, í samtali við Vísi. Hann segir marga hafa orðið hneykslaða þegar það fréttist að skipið sigldi innan suðurafrískrar landhelgi. „Íbúar í Suður-Afríku eru mjög meðvitaðir um náttúruvernd og reyna til dæmis um þessar mundir að stöðva nashyrningsveiðar. En þeim er einnig umhugað um sjávardýrin og þegar fréttist af þessu skipi, með hvalkjöt innanborðs, sem er afurð veiða sem er ólögleg í stórum hluta heimsins, þótti ástæða til að bregðast harkalega við.“ Klinckhamers segir að þó hafi það komið á óvart hversu margar undirskriftir söfnuðust á stuttum tíma.Kjötið sett beint í geymslu Klinckhamers segir skipið nú vera statt rétt suður af Madagaskar, við austurströnd Afríku. Mun verða fylgst með skipinu þar til það leggur að bryggju í Japan. „Þetta er ein stærsta sending af hvalkjöti sem við höfum vitað af í áratugi,“ segir Klinckhamers. „Fyrst fóru þeir til Hamborgar og Rotterdam með venjuleg flutningaskip en það varð æ erfiðara að nota þessi skip vegna þess að mörg flutningsfyrirtæki vilja ekki lengur flytja hvalkjöt. Hvalur hf. leigði því eitt stórt skip til þess að flytja allan kjötforðann í einu. Þeir vilja losna við hann til að rýma geymslurnar fyrir næsta hvalveiðitímabil.“ Klinckhamers segist forvitinn um það hvað verði um kjötið þegar það kemst á leiðarenda. „Markaðurinn í Japan er ekki stór núna. Samkvæmt okkar upplýsingum verður það ekki selt þar heldur fer það í geymslu.“ Aðspurður segir Klinckhamers ekki vita til þess að Íslendingar hafi tekið þátt í mótmælunum. „Þetta var aðallega fólk í Suður-Afríku. En mér skilst á íslenskum fjölmiðlum að æ fleiri Íslendingar séu að verða mótfallnir hvalveiðum. Bæði vegna takmarkaðra útflutningsmöguleika og orðspori landsins á alþjóðavettvangi.“
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira