Alexander Smári Kristjánsson Edelstein, fimmtán ára, spilaði á píanó í undanúrslitum Ísland Got Talent á sunnudagskvöldið.
Dómararnir og kynnirinn Auðunn Blöndal voru öll sammála um að þau hafi slakað við á við undirleik Alexanders.
„Það var gott og hollt fyrir okkur öll að stíga út fyrir þetta orkubox sem við erum alltaf í í Talentinum. Mjög vel gert hjá þér,“ sagði Jón Jónsson og Auðunn tók undir.
„Ég finn það líka bara, ég er allur slakur.“
