Það má með sanni segja að dansarinn Brynjar Dagur Albertsson hafi dansað sig inní hjörtu landsmanna í undanúrslitum Ísland Got Talent í gærkvöldi.
Brynjar Dagur sýndi magnaðan dans og hlaut flest atkvæði þjóðarinnar í símakosningu sem þýðir að hann er kominn áfram í úrslitaþáttinn sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 þann 27. apríl.
Áhorfendur hafa greinilega hlustað á dómarann Bubba því hann hvatti landsmenn til að kjósa Brynjar Dag áfram.
„Brynjar. Brynjar kóngur! Geggjaður! Geggjaður! Kjósa strákinn! Þetta eru alvöru hæfileikar! Rífið upp símann og kjósiði,“ sagðir Bubbi eftir að Brynjar Dagur var búinn að dansa.
