Félagsmálaráðherra segir mikilvægt að ríkisstjórnin hlusti á þjóðina varðandi ESB Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2014 14:00 Eygló segir þjóðina krefjast þess að fá að koma að Evrópumálum. Vísir/GVA Félagsmálaráðherra tekur undir það sem innanríkisráðherra sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi, að ríkisstjórnin hafi farið allt of hratt í evrópumálum og nauðsynlegt sé að hlusta á skilaboð þjóðarinnar í þessu máli. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi, að ríkisstjórnin hefði farið of hratt fram í evrópusambandsmálunum með þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um slit á viðræðum. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi velferðarráðherra, og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra voru gestir Sigurjóns Egilssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og hann spurði Eygló út í þessi ummæli Hönnu Birnu. „Ég held að það sé alveg ljóst að málið fór of hratt fram. Ég er sammála því sem innanríkisráðherra var að tala um að það sé mikilvægt að finna leið sem kannski kemur til móts við þessi ólíku sjónarmið. Að hlusta á það sem þjóðin er að segja við okkur. Við höfum lagt áherslu á og utanríkisráðherra hefur sjálfur sagt að hann leggi áherslu á að nefndin reyni að vinna vel í málinu og finni einhverja góða lausn á því hvernig hægt sé að afgreiða þetta,“ sagði Eygló á Sprengisandi. Það sé líka mikilvægt að menn læri af mistökunum sem gerð hafi verið á síðasta kjörtímabili. „Þar sáum við náttúrlega það að farið var mjög hart fram með tvo Icesave samninga sem síðan á endanum höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við þurfum líka að læra af því hvernig farið var með ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem snéri að stjórnlagaþinginu,“ sagði Eygló. Finna þurfi betri ramma en nú sé utan um það hvernig hægt sé að svara kröfu þjóðarinnar um aðkomu að málum.„Þessi þingályktunartillaga eins og hún var lögð fram um að slíta aðildarviðræðunum, hún verður ekki samþykkt óbreytt? Þið þurfið að finna einhverja aðra leið, þið þurfið að ná sátt um málið, fyrir utan þingið til dæmis,“ spurði Sigurjón Egilsson félagsmálaráðherrann.„Ég held að það sé krafan frá þjóðinni. Krafan frá þjóðinni er að hún hafi aðkomu að ákvörðunum sem snúa að Evrópusambandinu. Við náttúrlega sáum að það var tekin ákvörðun um að sækja um aðild að Evrópusambandinu án þess að þjóðinni væri spurð og ég tel að það hafi verið mistök. Núna er mjög mikilvægt að tala við þjóðina og líka finna rammann,“ sagði Eygló. ESB-málið Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Félagsmálaráðherra tekur undir það sem innanríkisráðherra sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi, að ríkisstjórnin hafi farið allt of hratt í evrópumálum og nauðsynlegt sé að hlusta á skilaboð þjóðarinnar í þessu máli. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi, að ríkisstjórnin hefði farið of hratt fram í evrópusambandsmálunum með þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um slit á viðræðum. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi velferðarráðherra, og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra voru gestir Sigurjóns Egilssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og hann spurði Eygló út í þessi ummæli Hönnu Birnu. „Ég held að það sé alveg ljóst að málið fór of hratt fram. Ég er sammála því sem innanríkisráðherra var að tala um að það sé mikilvægt að finna leið sem kannski kemur til móts við þessi ólíku sjónarmið. Að hlusta á það sem þjóðin er að segja við okkur. Við höfum lagt áherslu á og utanríkisráðherra hefur sjálfur sagt að hann leggi áherslu á að nefndin reyni að vinna vel í málinu og finni einhverja góða lausn á því hvernig hægt sé að afgreiða þetta,“ sagði Eygló á Sprengisandi. Það sé líka mikilvægt að menn læri af mistökunum sem gerð hafi verið á síðasta kjörtímabili. „Þar sáum við náttúrlega það að farið var mjög hart fram með tvo Icesave samninga sem síðan á endanum höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við þurfum líka að læra af því hvernig farið var með ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem snéri að stjórnlagaþinginu,“ sagði Eygló. Finna þurfi betri ramma en nú sé utan um það hvernig hægt sé að svara kröfu þjóðarinnar um aðkomu að málum.„Þessi þingályktunartillaga eins og hún var lögð fram um að slíta aðildarviðræðunum, hún verður ekki samþykkt óbreytt? Þið þurfið að finna einhverja aðra leið, þið þurfið að ná sátt um málið, fyrir utan þingið til dæmis,“ spurði Sigurjón Egilsson félagsmálaráðherrann.„Ég held að það sé krafan frá þjóðinni. Krafan frá þjóðinni er að hún hafi aðkomu að ákvörðunum sem snúa að Evrópusambandinu. Við náttúrlega sáum að það var tekin ákvörðun um að sækja um aðild að Evrópusambandinu án þess að þjóðinni væri spurð og ég tel að það hafi verið mistök. Núna er mjög mikilvægt að tala við þjóðina og líka finna rammann,“ sagði Eygló.
ESB-málið Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira