Íslendingarnir tilbúnir í slaginn í Belfast Pétur Marinó Jónsson skrifar 25. apríl 2014 22:45 Annað kvöld munu fjórir fræknir Mjölnismenn stíga í MMA-búrið og keppa í Cage Contender. Kapparnir voru vigtaðir inn nú í hádeginu og náðu þeir allir tilsettri þyngd. Þeir Diego Björn Valencia, Egill Øydvin Hjördísarson, Birgir Örn Tómasson og Magnús Ingi Ingvarsson vigtuðu sig inn í hádeginu fyrir bardaga sína í Cage Contender annað kvöld. Eftir að allir höfðu náð vigt hélt liðið á Nando‘s þar sem bardagamennirnir fengu góða máltíð eftir að hafa borðað lítið sem ekkert undanfarna daga. Egill Øydvin Hjördísarson keppir í millivigt (-84 kg) gegn Julius Ziurauskis en þetta verður annar áhugamannabardagi Egils í MMA. Magnús Ingi Ingvarsson mætir Ryan Greene í bardaga í léttvigt (-70 kg) en Magnús hefur áður tekið tvo áhugamannabardaga í þyngdarflokkinum fyrir ofan, veltivigt (-77 kg). Birgir Örn Tómasson berst einnig í léttvigt og mætir Ryan McIlwee. Þetta verður fyrsti MMA bardagi Birgis en hann á bardaga að baki í boxi og Muay Thai. Diego Björn Valencia tekur sinn fyrsta atvinnumannabardaga annað kvöld en þá mætir hann heimamanninum Conor Cooke. Bardaginn fer fram í millivigt (84 kg) en Diego tók bardagann með aðeins 10 daga fyrirvara. Þegar Diego samþykkti bardagann var hann 91 kg en hefur nú tekist að koma sér niður í 84 kg með mataræði og vatnslosun. Með í för eru tveir af þjálfurum Keppnisliðs Mjölnis, Árni Ísaksson og Jón Viðar Arnþórsson, en Jón er formaður Mjölnis.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Fjórir Íslendingar berjast í Belfast um helgina Laugardaginn 26. apríl munu fjórir íslenskir bardagamenn stíga í búrið í Belfast, Norður-Írlandi. Bardagamennirnir fjórir, Magnús Ingi Ingvarsson, Egill Øydvin Hjördísarson, Birgir Örn Tómasson og Diego Björn Valencia, æfa allir með Keppnisliði Mjölnis. 22. apríl 2014 22:30 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Í beinni: Ísland - Þýskaland | Úrslitaleikur í Innsbruck Í beinni: Keflavík - Aþena | Meistararnir taka á móti ólseigum nýliðum Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Í beinni: Mallorca - Barcelona | Börsungar vilja aftur á sigurbraut Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og Svíar slást um EM-sæti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Sjá meira
Annað kvöld munu fjórir fræknir Mjölnismenn stíga í MMA-búrið og keppa í Cage Contender. Kapparnir voru vigtaðir inn nú í hádeginu og náðu þeir allir tilsettri þyngd. Þeir Diego Björn Valencia, Egill Øydvin Hjördísarson, Birgir Örn Tómasson og Magnús Ingi Ingvarsson vigtuðu sig inn í hádeginu fyrir bardaga sína í Cage Contender annað kvöld. Eftir að allir höfðu náð vigt hélt liðið á Nando‘s þar sem bardagamennirnir fengu góða máltíð eftir að hafa borðað lítið sem ekkert undanfarna daga. Egill Øydvin Hjördísarson keppir í millivigt (-84 kg) gegn Julius Ziurauskis en þetta verður annar áhugamannabardagi Egils í MMA. Magnús Ingi Ingvarsson mætir Ryan Greene í bardaga í léttvigt (-70 kg) en Magnús hefur áður tekið tvo áhugamannabardaga í þyngdarflokkinum fyrir ofan, veltivigt (-77 kg). Birgir Örn Tómasson berst einnig í léttvigt og mætir Ryan McIlwee. Þetta verður fyrsti MMA bardagi Birgis en hann á bardaga að baki í boxi og Muay Thai. Diego Björn Valencia tekur sinn fyrsta atvinnumannabardaga annað kvöld en þá mætir hann heimamanninum Conor Cooke. Bardaginn fer fram í millivigt (84 kg) en Diego tók bardagann með aðeins 10 daga fyrirvara. Þegar Diego samþykkti bardagann var hann 91 kg en hefur nú tekist að koma sér niður í 84 kg með mataræði og vatnslosun. Með í för eru tveir af þjálfurum Keppnisliðs Mjölnis, Árni Ísaksson og Jón Viðar Arnþórsson, en Jón er formaður Mjölnis.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Fjórir Íslendingar berjast í Belfast um helgina Laugardaginn 26. apríl munu fjórir íslenskir bardagamenn stíga í búrið í Belfast, Norður-Írlandi. Bardagamennirnir fjórir, Magnús Ingi Ingvarsson, Egill Øydvin Hjördísarson, Birgir Örn Tómasson og Diego Björn Valencia, æfa allir með Keppnisliði Mjölnis. 22. apríl 2014 22:30 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Í beinni: Ísland - Þýskaland | Úrslitaleikur í Innsbruck Í beinni: Keflavík - Aþena | Meistararnir taka á móti ólseigum nýliðum Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Í beinni: Mallorca - Barcelona | Börsungar vilja aftur á sigurbraut Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og Svíar slást um EM-sæti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Sjá meira
Fjórir Íslendingar berjast í Belfast um helgina Laugardaginn 26. apríl munu fjórir íslenskir bardagamenn stíga í búrið í Belfast, Norður-Írlandi. Bardagamennirnir fjórir, Magnús Ingi Ingvarsson, Egill Øydvin Hjördísarson, Birgir Örn Tómasson og Diego Björn Valencia, æfa allir með Keppnisliði Mjölnis. 22. apríl 2014 22:30