Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - FH 25-32 | Stórsigur FH-inga Ingvi Þór Sæmundsson í Schenker-höllinni skrifar 22. apríl 2014 14:19 Úr leik liðanna í kvöld. Vísir/stefán FH vann stórsigur, 25-32, á deildar- og bikarmeisturum Hauka í Schenkerhöllinni í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla. FH-ingar spiluðu einn sinn besta leik í vetur, ef ekki þann besta, og unnu sanngjarnan sigur á Haukaliði sem átti slakan dag. Þetta var fimmti leikur liðanna í vetur, en þetta var í fyrsta sinn sem FH hefur betur. Ekki veit ég hvort það voru páskarnir sem fóru illa í Haukamenn eða hvað, en deildar- og bikarmeistarnir mættu a.m.k. ekki tilbúnir til leiks. Þeir komust reyndar í 1-0, en það var í eina skiptið í leiknum sem þeir höfðu forystuna. Gestirnir úr Fimleikafélaginu voru hins vegar vel stemmdir og það sást strax að leikmenn liðsins voru tilbúnir í verkefnið. Varnarleikur FH-inga var sterkur og þeir voru duglegir að keyra í bakið á heimamönnum, en alls skoraði FH fimm hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik. FH komst fimm mörkum yfir eftir 16 mínútna leik, en þá kom ágætis kafli hjá heimamönnum og þeir náðu að minnka muninn í tvö mörk, 8-10, þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá tóku gestirnir aftur við sér, skoruðu fjögur mörk í röð og komust mest sex mörkum yfir, 9-15, en Haukar náðu að minnka muninn í fjögur mörk áður en hálfleiksflautan gall. Staðan var 12-16 þegar liðin gengu til búningsherbergja, en Haukar gátu þakkað Einari Ólafi Vilmundarsyni fyrir að staða þeirra var ekki verri, en hann varði vel í fyrri hálfleik. Sóknarleikur Hauka gekk mun betur í upphafi seinni hálfleiks, en hann hafði gert í þeim fyrri. Þeir náðu tvisvar sinnum að minnka muninn í tvö mörk, en eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik skildu leiðir að nýju. FH-ingar juku forskot sitt jafnt og þétt, en mestur var munurinn á liðunum níu mörk, 23-32. Haukar skoruðu hins vegar tvö síðustu mörk leiksins og lokatölur urðu því 25-32, FH í vil. FH-ingar voru sterkari á öllum sviðum handboltans. Vörnin var sterk og fyrir aftan hana varði Ágúst Elí Björgvinsson vel. Sóknarleikurinn gekk sömuleiðis ljómandi vel, en honum stýrði Ásbjörn Friðriksson af myndarbrag. Hann var markahæstur FH-inga með átta mörk ásamt Ragnari Jóhannssyni sem átti afbragðs góðan leik sem og þeir Sigurður Ágústsson og Ísak Rafnsson. Haukarnir spiluðu hins vegar einn sinn slakasta leik í vetur, en liðið var á köflum óþekkjanlegt frá því liði sem spilaði svo vel í deildarkeppninni. Haukar búa hins vegar yfir hæfileikum og reynslu til að koma til baka eftir svona stórtap, en það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir koma stemmdir til leiks á fimmtudaginn þegar liðin mætast næst. Það er allavega ljóst að þeir verða að spila betur en þeir gerðu í kvöld.Patrekur: Þetta var ekki það sem við höfum verið að sýna í veturPatrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, var að vonum svekktur með spilamennsku sinna manna í leiknum, en hvað fannst honum helst fara úrskeiðis? "Það var mjög margt. FH-ingarnir voru mun beittari eins og þeir hafa verið eftir að Kristján (Arason) kom inn í þetta. Þegar þeir hóuðu í hann, þá fá þeir svona nýtt blóð og við vissum að þeir myndu nýta sér það. Úrslitakeppnin er ný keppni og þeir voru bara klárari en við í dag og við þurfum að bæta okkur á öllum sviðum." "Við náðum svona köflum og köflum, en þetta var ekki það sem við höfum verið að sýna í vetur - engan veginn." Sóknarleikur FH gekk vel, en vörn Hauka var lítil fyrirstaða fyrir sóknarmenn FH í leiknum. "Það var í raun sama hvað. Menn voru að tapa mikið einn á einn, hvort sem það voru Ragnar (Jóhannsson) eða Ísak (Rafnsson) sem komust of nálægt. Og svo vorum við ekki nógu þéttir. Eins og við höfum verið að spila góða vörn í vetur, þá var þetta ekki nægjanlega gott í dag. Markvarslan var upp og ofan, þokkaleg þannig séð." "FH-ingarnir voru bara betri en við, en þetta er ekki bikarkeppni heldur úrslitakeppni og það þarf að vinna þrjá leiki. En við þurfum að sýna allt annan leik á fimmtudaginn." "Ég stend með mínum mönnum alveg út í gegn og veit hvað við getum, en auðvitað er maður pínu svekktur með að við höfum ekki náð að spila okkar besta leik."Einar Andri: Við héldum alltaf áframFH-ingar spiluðu mjög vel í leiknum, en var þetta besti leikur FH í vetur? "Já, þetta er allavega með þeim betri," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH eftir leikinn. "Þetta var allavega okkar besti leikur á móti Haukum í vetur. Við spiluðum vel í 60 mínútur. Við höfum náð góðum köflum gegn þeim, en þetta var mjög heilsteyptur leikur." Vörn FH var sterk og þeir voru duglegir að keyra í bakið á Haukum. Var það eitthvað sem var lagt upp fyrir leikinn? "Já, klárlega. Við lögðum upp með að ná 6-0 vörninni í gang og við vissum að ef við myndum ná henni í gang, þá erum við hættulegir fram á við. Við skoruðum mörg mörk í fyrri hálfleik úr hraðaupphlaupum og það var það sem við vildum." Haukar náðu að minnka muninn í tvö mörk, 18-20, en þá skildu leiðir að nýju. "Ég vil hrósa strákunum fyrir karakter. Það hefði verið auðvelt að brotna, en við héldum alltaf áfram og héldum vörninni allan tímann og Ágúst varði vel í markinu."vísir/stefánvísir/stefán Olís-deild karla Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Sjá meira
FH vann stórsigur, 25-32, á deildar- og bikarmeisturum Hauka í Schenkerhöllinni í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla. FH-ingar spiluðu einn sinn besta leik í vetur, ef ekki þann besta, og unnu sanngjarnan sigur á Haukaliði sem átti slakan dag. Þetta var fimmti leikur liðanna í vetur, en þetta var í fyrsta sinn sem FH hefur betur. Ekki veit ég hvort það voru páskarnir sem fóru illa í Haukamenn eða hvað, en deildar- og bikarmeistarnir mættu a.m.k. ekki tilbúnir til leiks. Þeir komust reyndar í 1-0, en það var í eina skiptið í leiknum sem þeir höfðu forystuna. Gestirnir úr Fimleikafélaginu voru hins vegar vel stemmdir og það sást strax að leikmenn liðsins voru tilbúnir í verkefnið. Varnarleikur FH-inga var sterkur og þeir voru duglegir að keyra í bakið á heimamönnum, en alls skoraði FH fimm hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik. FH komst fimm mörkum yfir eftir 16 mínútna leik, en þá kom ágætis kafli hjá heimamönnum og þeir náðu að minnka muninn í tvö mörk, 8-10, þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá tóku gestirnir aftur við sér, skoruðu fjögur mörk í röð og komust mest sex mörkum yfir, 9-15, en Haukar náðu að minnka muninn í fjögur mörk áður en hálfleiksflautan gall. Staðan var 12-16 þegar liðin gengu til búningsherbergja, en Haukar gátu þakkað Einari Ólafi Vilmundarsyni fyrir að staða þeirra var ekki verri, en hann varði vel í fyrri hálfleik. Sóknarleikur Hauka gekk mun betur í upphafi seinni hálfleiks, en hann hafði gert í þeim fyrri. Þeir náðu tvisvar sinnum að minnka muninn í tvö mörk, en eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik skildu leiðir að nýju. FH-ingar juku forskot sitt jafnt og þétt, en mestur var munurinn á liðunum níu mörk, 23-32. Haukar skoruðu hins vegar tvö síðustu mörk leiksins og lokatölur urðu því 25-32, FH í vil. FH-ingar voru sterkari á öllum sviðum handboltans. Vörnin var sterk og fyrir aftan hana varði Ágúst Elí Björgvinsson vel. Sóknarleikurinn gekk sömuleiðis ljómandi vel, en honum stýrði Ásbjörn Friðriksson af myndarbrag. Hann var markahæstur FH-inga með átta mörk ásamt Ragnari Jóhannssyni sem átti afbragðs góðan leik sem og þeir Sigurður Ágústsson og Ísak Rafnsson. Haukarnir spiluðu hins vegar einn sinn slakasta leik í vetur, en liðið var á köflum óþekkjanlegt frá því liði sem spilaði svo vel í deildarkeppninni. Haukar búa hins vegar yfir hæfileikum og reynslu til að koma til baka eftir svona stórtap, en það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir koma stemmdir til leiks á fimmtudaginn þegar liðin mætast næst. Það er allavega ljóst að þeir verða að spila betur en þeir gerðu í kvöld.Patrekur: Þetta var ekki það sem við höfum verið að sýna í veturPatrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, var að vonum svekktur með spilamennsku sinna manna í leiknum, en hvað fannst honum helst fara úrskeiðis? "Það var mjög margt. FH-ingarnir voru mun beittari eins og þeir hafa verið eftir að Kristján (Arason) kom inn í þetta. Þegar þeir hóuðu í hann, þá fá þeir svona nýtt blóð og við vissum að þeir myndu nýta sér það. Úrslitakeppnin er ný keppni og þeir voru bara klárari en við í dag og við þurfum að bæta okkur á öllum sviðum." "Við náðum svona köflum og köflum, en þetta var ekki það sem við höfum verið að sýna í vetur - engan veginn." Sóknarleikur FH gekk vel, en vörn Hauka var lítil fyrirstaða fyrir sóknarmenn FH í leiknum. "Það var í raun sama hvað. Menn voru að tapa mikið einn á einn, hvort sem það voru Ragnar (Jóhannsson) eða Ísak (Rafnsson) sem komust of nálægt. Og svo vorum við ekki nógu þéttir. Eins og við höfum verið að spila góða vörn í vetur, þá var þetta ekki nægjanlega gott í dag. Markvarslan var upp og ofan, þokkaleg þannig séð." "FH-ingarnir voru bara betri en við, en þetta er ekki bikarkeppni heldur úrslitakeppni og það þarf að vinna þrjá leiki. En við þurfum að sýna allt annan leik á fimmtudaginn." "Ég stend með mínum mönnum alveg út í gegn og veit hvað við getum, en auðvitað er maður pínu svekktur með að við höfum ekki náð að spila okkar besta leik."Einar Andri: Við héldum alltaf áframFH-ingar spiluðu mjög vel í leiknum, en var þetta besti leikur FH í vetur? "Já, þetta er allavega með þeim betri," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH eftir leikinn. "Þetta var allavega okkar besti leikur á móti Haukum í vetur. Við spiluðum vel í 60 mínútur. Við höfum náð góðum köflum gegn þeim, en þetta var mjög heilsteyptur leikur." Vörn FH var sterk og þeir voru duglegir að keyra í bakið á Haukum. Var það eitthvað sem var lagt upp fyrir leikinn? "Já, klárlega. Við lögðum upp með að ná 6-0 vörninni í gang og við vissum að ef við myndum ná henni í gang, þá erum við hættulegir fram á við. Við skoruðum mörg mörk í fyrri hálfleik úr hraðaupphlaupum og það var það sem við vildum." Haukar náðu að minnka muninn í tvö mörk, 18-20, en þá skildu leiðir að nýju. "Ég vil hrósa strákunum fyrir karakter. Það hefði verið auðvelt að brotna, en við héldum alltaf áfram og héldum vörninni allan tímann og Ágúst varði vel í markinu."vísir/stefánvísir/stefán
Olís-deild karla Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Sjá meira