Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 32-28 | Öruggt hjá Eyjamönnum Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum skrifar 22. apríl 2014 14:13 Róbert Aron Hostert er lykilmaður hjá ÍBV. Vísir/Valli ÍBV er komið 1-0 yfir í undanúrslitaeinvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir sannfærandi sigur á heimavelli sínum í kvöld. Valsmenn skoruðu fyrsta markið en þrátt fyrir það þá mættu þeir varla til leiks fyrstu tuttugu mínúturnar en þá völtuðu Eyjamenn gjörsamlega yfir gestina. Eyjamenn skoruðu níu af næstu tíu mörkum og voru gestirnir í gríðarlegum vandræðum jafnt varnarlega og sóknarlega en Ólafur Stefánsson virtist ráðalaus á hliðarlínunni. Það var ekki fyrr en í stöðunni 14:7 sem að Valsmenn settu í næsta gír og tókst þeim þá að opna vörn heimamanna og minnka muninn í þrjú mörk og var staðan því 16:13 þegar flautað var til hálfleiks. Í upphafi seinni hálfleiks virtust gestirnir ætla að gera sig líklega en þeim tókst að minnka muninn í tvö mörk á fyrstu mínútunum eftir hlé. Hlynur Morthens og Henrik Eidsvag markmenn liðanna hrukku í gang eftir það og skelltu nánast í lás. Róbert Aron Hostert varð Íslandsmeistari með Fram á seinasta tímabili og sýndi hann ótrúlega takta um miðbik seinni hálfleiks þar sem að hann skoraði nánast að vild og hjálpaði Eyjamönnum að halda forystunni. Eyjamönnum tókst að herða tökin á ný og héldu sex marka forystu í nokkurn tíma en kláruðu svo loks leikinn með fjögurra marka sigri og komu sér því eins og áður segir í lykilstöðu í einvígi liðanna.Arnar: Við erum hvergi smeykir „Þetta var alls ekki auðveldur sigur en hann var góður. Það var mikið tekist á og mikið barist, við vorum gríðarlega sterkir fyrstu 25 mínúturnar, keyrðum yfir þá og lifðum á því út leikinn,“ sagði Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV, eftir sigur sinna manna gegn Valsmönnum í undanúrslitaeinvígi liðanna í kvöld. „Við gáfum aðeins eftir, en það er bara eðlilegt og gerist alltaf, á þeim kafla vorum við aðeins að tapa hausnum og þá erum við hrikalega daprir og klikkaðir,“ sagði Arnar sem var gríðarlega sáttur í leikslok. Hvítu Riddararnir stjórnuðu stúkunni eins og vanalega en Arnar segir stuðninginn minna einna helst á gömlu góðu tímana þegar að Eyjamenn voru upp á sitt besta. „Við eigum eftir að fara í mjög erfiðan leik í Valsheimilinu en við erum hvergi smeykir og höldum bara áfram."Ólafur: Við frusum á fyrstu mínútunum „Við erum aðeins of seinir í það sem við ætluðum okkur og erum að fá alls konar óþverra á okkur. ÍBV er sterkt hérna á heimavelli en góðu fréttirnar fyrir okkur eru þær að við erum betri en þetta,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Valsmanna, eftir ósigur í Vestmannaeyjum í kvöld. „Menn frusu á fyrstu mínútunum, við verðum að höndla þessa stöðu. Þetta er ný staða fyrir flesta að vera í úrslitakeppni,“ sagði Ólafur. „Við erum búnir að streða og vinna í allskonar hlutum í vetur og við viljum sjá þá birtast, vonandi gerist það strax á fimmtudaginn.“ Olís-deild karla Mest lesið Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
ÍBV er komið 1-0 yfir í undanúrslitaeinvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir sannfærandi sigur á heimavelli sínum í kvöld. Valsmenn skoruðu fyrsta markið en þrátt fyrir það þá mættu þeir varla til leiks fyrstu tuttugu mínúturnar en þá völtuðu Eyjamenn gjörsamlega yfir gestina. Eyjamenn skoruðu níu af næstu tíu mörkum og voru gestirnir í gríðarlegum vandræðum jafnt varnarlega og sóknarlega en Ólafur Stefánsson virtist ráðalaus á hliðarlínunni. Það var ekki fyrr en í stöðunni 14:7 sem að Valsmenn settu í næsta gír og tókst þeim þá að opna vörn heimamanna og minnka muninn í þrjú mörk og var staðan því 16:13 þegar flautað var til hálfleiks. Í upphafi seinni hálfleiks virtust gestirnir ætla að gera sig líklega en þeim tókst að minnka muninn í tvö mörk á fyrstu mínútunum eftir hlé. Hlynur Morthens og Henrik Eidsvag markmenn liðanna hrukku í gang eftir það og skelltu nánast í lás. Róbert Aron Hostert varð Íslandsmeistari með Fram á seinasta tímabili og sýndi hann ótrúlega takta um miðbik seinni hálfleiks þar sem að hann skoraði nánast að vild og hjálpaði Eyjamönnum að halda forystunni. Eyjamönnum tókst að herða tökin á ný og héldu sex marka forystu í nokkurn tíma en kláruðu svo loks leikinn með fjögurra marka sigri og komu sér því eins og áður segir í lykilstöðu í einvígi liðanna.Arnar: Við erum hvergi smeykir „Þetta var alls ekki auðveldur sigur en hann var góður. Það var mikið tekist á og mikið barist, við vorum gríðarlega sterkir fyrstu 25 mínúturnar, keyrðum yfir þá og lifðum á því út leikinn,“ sagði Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV, eftir sigur sinna manna gegn Valsmönnum í undanúrslitaeinvígi liðanna í kvöld. „Við gáfum aðeins eftir, en það er bara eðlilegt og gerist alltaf, á þeim kafla vorum við aðeins að tapa hausnum og þá erum við hrikalega daprir og klikkaðir,“ sagði Arnar sem var gríðarlega sáttur í leikslok. Hvítu Riddararnir stjórnuðu stúkunni eins og vanalega en Arnar segir stuðninginn minna einna helst á gömlu góðu tímana þegar að Eyjamenn voru upp á sitt besta. „Við eigum eftir að fara í mjög erfiðan leik í Valsheimilinu en við erum hvergi smeykir og höldum bara áfram."Ólafur: Við frusum á fyrstu mínútunum „Við erum aðeins of seinir í það sem við ætluðum okkur og erum að fá alls konar óþverra á okkur. ÍBV er sterkt hérna á heimavelli en góðu fréttirnar fyrir okkur eru þær að við erum betri en þetta,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Valsmanna, eftir ósigur í Vestmannaeyjum í kvöld. „Menn frusu á fyrstu mínútunum, við verðum að höndla þessa stöðu. Þetta er ný staða fyrir flesta að vera í úrslitakeppni,“ sagði Ólafur. „Við erum búnir að streða og vinna í allskonar hlutum í vetur og við viljum sjá þá birtast, vonandi gerist það strax á fimmtudaginn.“
Olís-deild karla Mest lesið Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira