Betri þjónusta í dásamlegri Reykjavik Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 22. apríl 2014 11:49 Til þess að tryggja hér í borginni hvað fjölbreyttast og lifandi mannlíf þarf að tryggja hér að sú þjónusta sem borgin veiti verði hvað notendavænust. Tryggja þar borgarbúum eins fjölbreytta þjónustu og hægt er á sem hagkvæmastan hátt. Samkvæmt viðamikilli þjónustukönnun Capacent hjá sextán stærstu sveitarfélögunum landsins í janúar síðastliðnum var Reykjavíkurborg í neðsta sæti, þegar spurt var um grunnskóla, leikskóla, þjónustu við barnafjölskyldur, fatlað fólk og aldraða og gæði umhverfisins. Það eru því næg tækifæri til bætingar hvað Þjónustu við borgarbúa varðar og er það bjargföst trú mín að stefna Sjálfstæðisflokksins sé hvað best til þess að nýta það tækifæri til fulls. Vinstri flokkarnir, hvort sem það er hjá ríki eða borg, hafa margoft sýnt fram á það, að þeir eru gersamlega óhæfir til þess að hagræða fjármunum í þágu grunnþjónustu í stað gæluverkefna. En það er einmitt lykillinn að hærra og betra þjónustu stigi hjá borginni, að fjármunum sé ráðstafað þar sem þeirra er þörf, en ekki í sérstök áhugamál kjörinna borgarfulltrúa er lúta að breyttum samgöngumáta. Svo eitthvað sé nefnt. Helstu notendur þjónustu borgarinnar eru, foreldrar og börn þeirra á leik og grunnskólaaldri, fatlaðir og aldraðir. Í þjónustu við þá hópa mun Sjálfstæðisflokkurinn, komist hann til valda í borginni, tryggja að fé fylgi þörf. Enn fremur mun flokkurinn tryggja að sú þjónusta sem í boði verður, verði sem fjölbreyttust og veitt af þeim sem best geta. Er þá bæði átti við opinbera aðila jafnt sem einkaaðila. Strax í upphafi kjörtímbilsins mun flokkurinn tryggja það, að foreldrar barna að tveggja ára aldri verði veitt það frelsi að velja á milli dagforeldra, ungbarnaleikskóla eða nærfjölskyldu við að annast barnið, með því að láta daggjöld fylgja hverju barni frá lokum fæðingarorlofs þar til barnið kemst á leikskólaaldur. Sjálfstæðisflokkurinn vill efla og flýta fyrir greiningu á misþroska börninum og börnum með sérþarfir, svo þau börn njóti sín sem fyrst í réttu skólaumhverfi og fái þá meðferð sem þau þurfa til þroska og vaxtar innan skólakerfisins. Sjálfstæðisflokkurinn mun tryggja það, að fötluðum og öldruðum verði veitt sú þjónusta sem þeim ber. Verði borgin ekki í færum til þess að veita þá þjónustu sem þarf, verður boðið upp á þjónustutrygginu sem dekka á þann kostnað við að einkaaðilar eða jafnvel ættingjar sinni þeim er þjónustuna skortir. Með þeim hætti er einnig hægt að vinna niður langa biðlista eftir þjónustu á vegum borgarinnar. Samhliða því sem Sjálfstæðisflokkurinn mun tryggja nægt löðaframboð í borginni til bygginga nýs íbúðahúsnæðis, mun flokkurinn einnig tryggja að nægt lóðaframboð verði til nýbygginga húsnæðis fyrir fatlaða og aldraða. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Til þess að tryggja hér í borginni hvað fjölbreyttast og lifandi mannlíf þarf að tryggja hér að sú þjónusta sem borgin veiti verði hvað notendavænust. Tryggja þar borgarbúum eins fjölbreytta þjónustu og hægt er á sem hagkvæmastan hátt. Samkvæmt viðamikilli þjónustukönnun Capacent hjá sextán stærstu sveitarfélögunum landsins í janúar síðastliðnum var Reykjavíkurborg í neðsta sæti, þegar spurt var um grunnskóla, leikskóla, þjónustu við barnafjölskyldur, fatlað fólk og aldraða og gæði umhverfisins. Það eru því næg tækifæri til bætingar hvað Þjónustu við borgarbúa varðar og er það bjargföst trú mín að stefna Sjálfstæðisflokksins sé hvað best til þess að nýta það tækifæri til fulls. Vinstri flokkarnir, hvort sem það er hjá ríki eða borg, hafa margoft sýnt fram á það, að þeir eru gersamlega óhæfir til þess að hagræða fjármunum í þágu grunnþjónustu í stað gæluverkefna. En það er einmitt lykillinn að hærra og betra þjónustu stigi hjá borginni, að fjármunum sé ráðstafað þar sem þeirra er þörf, en ekki í sérstök áhugamál kjörinna borgarfulltrúa er lúta að breyttum samgöngumáta. Svo eitthvað sé nefnt. Helstu notendur þjónustu borgarinnar eru, foreldrar og börn þeirra á leik og grunnskólaaldri, fatlaðir og aldraðir. Í þjónustu við þá hópa mun Sjálfstæðisflokkurinn, komist hann til valda í borginni, tryggja að fé fylgi þörf. Enn fremur mun flokkurinn tryggja að sú þjónusta sem í boði verður, verði sem fjölbreyttust og veitt af þeim sem best geta. Er þá bæði átti við opinbera aðila jafnt sem einkaaðila. Strax í upphafi kjörtímbilsins mun flokkurinn tryggja það, að foreldrar barna að tveggja ára aldri verði veitt það frelsi að velja á milli dagforeldra, ungbarnaleikskóla eða nærfjölskyldu við að annast barnið, með því að láta daggjöld fylgja hverju barni frá lokum fæðingarorlofs þar til barnið kemst á leikskólaaldur. Sjálfstæðisflokkurinn vill efla og flýta fyrir greiningu á misþroska börninum og börnum með sérþarfir, svo þau börn njóti sín sem fyrst í réttu skólaumhverfi og fái þá meðferð sem þau þurfa til þroska og vaxtar innan skólakerfisins. Sjálfstæðisflokkurinn mun tryggja það, að fötluðum og öldruðum verði veitt sú þjónusta sem þeim ber. Verði borgin ekki í færum til þess að veita þá þjónustu sem þarf, verður boðið upp á þjónustutrygginu sem dekka á þann kostnað við að einkaaðilar eða jafnvel ættingjar sinni þeim er þjónustuna skortir. Með þeim hætti er einnig hægt að vinna niður langa biðlista eftir þjónustu á vegum borgarinnar. Samhliða því sem Sjálfstæðisflokkurinn mun tryggja nægt löðaframboð í borginni til bygginga nýs íbúðahúsnæðis, mun flokkurinn einnig tryggja að nægt lóðaframboð verði til nýbygginga húsnæðis fyrir fatlaða og aldraða. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar